Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 12

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 12
Landbúnaðarstefnan á Nýja-Sjálandi Nýsjálenskur landbúnaður hefur þá sérstöðu í heiminum að hann nýtur nánast engra styrkja né verndar af nokkru tagi. Reiknað PSE-gildi fyrir landbúnaðinn er um 2%, sem skýrist annars vegar af op- inberum framlögum til rannsókna, og hins vegar er bannað að flytja til landsins ferska kjúklinga af heil- brigðisástæðum, og er kjúklinga- verð í Nýja-Sjálandi nokkru yfir lægsta heimsmarkaðsverði. Um 1950 voru Nýsjálendingar taldir meðal ríkustu þjóða, en síðan virðist hafa hallað undan fæti fyrir þeim og á áttunda áratugnum og fram á þann níunda er svo að skilja að efnahagsþróunin hafi verið óhagstæð og stjórn efnahagsmála verið komin úr böndum. Verð- bólga var mikil (fór í 15-16%), halli á ríkissjóði og viðskiptajöfn- uður óhagstæður. Ríkisafskipti voru mikil og vaxandi; áhersla á fulla atvinnu, hvers konar verndar- tollar hækkuðu, ríkið jók þátttöku í hvers kyns atvinnurekstri og á þessum árum var stóraukinn stuðn- ingur við landbúnaðinn, enda stefn- an sú að styrkja efnahagslífið með auknum útflutningi búvara. Verka- lýðsfélög voru öflug með skyldu- aðild og vinnudeilur tíðar. Ákveðið var lágmarksverð á kindakjöti, nautgripakjöti, ull og mjólk (hafði lítið vægi í mjólkur- framleiðslu) og síðan greiddar út- flutningsbætur, ef markaðir stóðu ekki undir verðákvörðun. Þá voru teknir upp margháttaðir fram- leiðsluhvetjandi styrkir, s.s. til flutnings og dreifingar á áburði, úðunar gegn illgresi landræktar og framræslu. Á tímabili voru m.a. veitt vaxtalítil eða- vaxtalaus lán til bústofnsaukningar og voru þau afskrifuð ef aukningin gekk ekki til baka á tveimur árum. Auk þessa Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bíl kostaði ríkið allar rannsóknir og þróun, ráðgjöf og eftirlit og einnig var um að ræða skattaívilnanir. Á mælikvarða OECD varð stuðningshlutfallið hæst 1983, en það ár var heildar PSE 34%. Lang- mestir styrkir runnu til sauðfjár- ræktar og mældist PSE-gildið fyrir hana um 100% þetta ár. Afleiðingar þessa hvað fjárbú- skap varðaði, voru þær að fénu fjölgaði á fáum árum úr 50 millj. í 70 millj. Framleiðslan jókst en framleiðni minnkaði og sums staðar bar á ofnýtingu lands. Of- framleiðsla lækkaði verð á heims- markaði og Bandarfkjamenn gripu til refsitolla og hótuðu frekari að- gerðum. Á sama tíma hækkaði verð á að- föngum til landbúnaðar, m.a. vegna mikillar tollverndar iðnfyrirtækja og innlendrar verðbólgu. Verka- lýðsfélög höfðu tröllatök á slátur- húsum, kjötvinnslum og flutninga- starfsemi og kostnaður fór vaxandi í þessum greinum. Bændasamtökin settu árlega saman tillögur um fjárveitingar til landbúnaðarins, sem lagðar voru fyrir ríkisstjórn og þing. Árið 1982 eða ‘83 var forystumönnum sam- takanna orðið ljóst að við svo búið mætti ekki standa. Þeir unnu og fengu hagfræðinga til að vinna fyrir sig áætlun um efnahagsúrbætur, sem m.a. fólu í sér stórfelldan sam- drátt í framlögum til landbúnaðar, en jafnframt róttækar aðgerðir til að ná niður ríkisútgjöldum, verð- bólgu og vöxtum, m.a. með mikl- um og almennum tollalækkunum. Þá varhægri stjórn í landinu und- ir forsæti Robert Muldoon, sem tók þessu framtaki bændanna illa en hóf engu að síður undirbúning að lækkun framlaga. Árið 1984 var kosið og verka- mannastjórn tók við völdum undir forystu David Lange. Fjármálaráð- herra hans, Roger Douglas, dreif af stað uppstokkun efnahagskerfísins. Fyrstu aðgerðir fólust í að afnema nánast alla styrki til landbúnaðar og má segja að það hafi að mestu gerst á árunum 1985-’88. Losað var um hömlur í bankakerfinu, vextir gefn- ir frjálsir, gengið látið fljóta, inn- flutningstollar lækkaðir, aukin hlut- deild óbeinna skatta, afnumin launa- og verðlagsstýring og hafin víðtæk einkavæðing ríkisfyrir- tækja. Hægri stjórn tók aftur við 1990 og lauk því sem verkamannastjórn- in hafði veigrað sér við, að losa um tök verkalýðsfélaganna, m.a. með því að afnema skylduaðild. Árin frá 1985 og fram yfir 1990 voru landbúnaðinum erfið. Tekjur snarlækkuðu í fyrstu og verð á bú- jörðum féll um helming. Vextir ruku upp og fóru á tímabili yfir 20%. Á hinn bóginn lækkaði fljót- lega ýmis kostnaður, ekki síst vegna þess að gjöld á aðföng voru stórlækkuð eða afnumin. Kostnað- arvitund bænda júkst og neyðin knúði þá til að skera niður útgjöld, öll aðfanganotkun minnkaði. í raun var það álit viðmælenda okkar að þjónustuaðilar landbúnaðarins hefðu fengið stærri skell á þessum árum en bændur sjálfir. Talið er að um 1% bænda hafi hraki.st frá bú- Frh. á bls. 32 12 - pR€YR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.