Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.2001, Side 12

Freyr - 15.04.2001, Side 12
Landbúnaðarstefnan á Nýja-Sjálandi Nýsjálenskur landbúnaður hefur þá sérstöðu í heiminum að hann nýtur nánast engra styrkja né verndar af nokkru tagi. Reiknað PSE-gildi fyrir landbúnaðinn er um 2%, sem skýrist annars vegar af op- inberum framlögum til rannsókna, og hins vegar er bannað að flytja til landsins ferska kjúklinga af heil- brigðisástæðum, og er kjúklinga- verð í Nýja-Sjálandi nokkru yfir lægsta heimsmarkaðsverði. Um 1950 voru Nýsjálendingar taldir meðal ríkustu þjóða, en síðan virðist hafa hallað undan fæti fyrir þeim og á áttunda áratugnum og fram á þann níunda er svo að skilja að efnahagsþróunin hafi verið óhagstæð og stjórn efnahagsmála verið komin úr böndum. Verð- bólga var mikil (fór í 15-16%), halli á ríkissjóði og viðskiptajöfn- uður óhagstæður. Ríkisafskipti voru mikil og vaxandi; áhersla á fulla atvinnu, hvers konar verndar- tollar hækkuðu, ríkið jók þátttöku í hvers kyns atvinnurekstri og á þessum árum var stóraukinn stuðn- ingur við landbúnaðinn, enda stefn- an sú að styrkja efnahagslífið með auknum útflutningi búvara. Verka- lýðsfélög voru öflug með skyldu- aðild og vinnudeilur tíðar. Ákveðið var lágmarksverð á kindakjöti, nautgripakjöti, ull og mjólk (hafði lítið vægi í mjólkur- framleiðslu) og síðan greiddar út- flutningsbætur, ef markaðir stóðu ekki undir verðákvörðun. Þá voru teknir upp margháttaðir fram- leiðsluhvetjandi styrkir, s.s. til flutnings og dreifingar á áburði, úðunar gegn illgresi landræktar og framræslu. Á tímabili voru m.a. veitt vaxtalítil eða- vaxtalaus lán til bústofnsaukningar og voru þau afskrifuð ef aukningin gekk ekki til baka á tveimur árum. Auk þessa Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bíl kostaði ríkið allar rannsóknir og þróun, ráðgjöf og eftirlit og einnig var um að ræða skattaívilnanir. Á mælikvarða OECD varð stuðningshlutfallið hæst 1983, en það ár var heildar PSE 34%. Lang- mestir styrkir runnu til sauðfjár- ræktar og mældist PSE-gildið fyrir hana um 100% þetta ár. Afleiðingar þessa hvað fjárbú- skap varðaði, voru þær að fénu fjölgaði á fáum árum úr 50 millj. í 70 millj. Framleiðslan jókst en framleiðni minnkaði og sums staðar bar á ofnýtingu lands. Of- framleiðsla lækkaði verð á heims- markaði og Bandarfkjamenn gripu til refsitolla og hótuðu frekari að- gerðum. Á sama tíma hækkaði verð á að- föngum til landbúnaðar, m.a. vegna mikillar tollverndar iðnfyrirtækja og innlendrar verðbólgu. Verka- lýðsfélög höfðu tröllatök á slátur- húsum, kjötvinnslum og flutninga- starfsemi og kostnaður fór vaxandi í þessum greinum. Bændasamtökin settu árlega saman tillögur um fjárveitingar til landbúnaðarins, sem lagðar voru fyrir ríkisstjórn og þing. Árið 1982 eða ‘83 var forystumönnum sam- takanna orðið ljóst að við svo búið mætti ekki standa. Þeir unnu og fengu hagfræðinga til að vinna fyrir sig áætlun um efnahagsúrbætur, sem m.a. fólu í sér stórfelldan sam- drátt í framlögum til landbúnaðar, en jafnframt róttækar aðgerðir til að ná niður ríkisútgjöldum, verð- bólgu og vöxtum, m.a. með mikl- um og almennum tollalækkunum. Þá varhægri stjórn í landinu und- ir forsæti Robert Muldoon, sem tók þessu framtaki bændanna illa en hóf engu að síður undirbúning að lækkun framlaga. Árið 1984 var kosið og verka- mannastjórn tók við völdum undir forystu David Lange. Fjármálaráð- herra hans, Roger Douglas, dreif af stað uppstokkun efnahagskerfísins. Fyrstu aðgerðir fólust í að afnema nánast alla styrki til landbúnaðar og má segja að það hafi að mestu gerst á árunum 1985-’88. Losað var um hömlur í bankakerfinu, vextir gefn- ir frjálsir, gengið látið fljóta, inn- flutningstollar lækkaðir, aukin hlut- deild óbeinna skatta, afnumin launa- og verðlagsstýring og hafin víðtæk einkavæðing ríkisfyrir- tækja. Hægri stjórn tók aftur við 1990 og lauk því sem verkamannastjórn- in hafði veigrað sér við, að losa um tök verkalýðsfélaganna, m.a. með því að afnema skylduaðild. Árin frá 1985 og fram yfir 1990 voru landbúnaðinum erfið. Tekjur snarlækkuðu í fyrstu og verð á bú- jörðum féll um helming. Vextir ruku upp og fóru á tímabili yfir 20%. Á hinn bóginn lækkaði fljót- lega ýmis kostnaður, ekki síst vegna þess að gjöld á aðföng voru stórlækkuð eða afnumin. Kostnað- arvitund bænda júkst og neyðin knúði þá til að skera niður útgjöld, öll aðfanganotkun minnkaði. í raun var það álit viðmælenda okkar að þjónustuaðilar landbúnaðarins hefðu fengið stærri skell á þessum árum en bændur sjálfir. Talið er að um 1% bænda hafi hraki.st frá bú- Frh. á bls. 32 12 - pR€YR 4-5/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.