Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 14
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftlr héruðum árið 2000. mælikvarði um faglegan styrk greinarinnar vegna þess að nútíma mjólkurframleiðsla verður trauðla stunduð af faglegri nákvæmni nema fyrir hendi sé sú upplýsinga- öflun innan búsins sem skýrslu- haldið á að tryggja. Á mynd 1 er sýnd hlutfallsleg þátttaka í þessu starfi í einstökum héruðum. Að vonum er hún mjög lík því sem verið hefur síðustu ár. í heild mælist þátttaka nú sem svarar til að 84% framleiðslunnar sé á bú- um með skýrsluhald. Þátttakan hef- ur þannig enn aukist og aldrei verið hlutfallslega jafn mikil. Breytingar síðustu ár í þessum efnum gerast mest vegna þess að brotthvarf búa úr framleiðslu, sem standa utan skýrsluhalds, er miklu meira en á skýrslubúum og framleiðslan færist þannig til þeirra. Lítinn hluta og já- kvæðan má einnig rekja til þess að á nokkrum búum sem staðið hafa utan skýrsluhaldsins, er á hverju ári tekið upp skýrsluhald. Sá hópur, sem þannig getur komið til leiks, minnkar hins vegar sífellt. Eins og sjá má á myndinni er samt í þeim efnum enn nokkurt svigrúm og má þar sérstaklega benda á Austurland, Rangárvallasýslu og Borgarfjörð. Af því sem þegar er rakið er ljóst að meðalbúið stækkar sífellt og talsvert mikið á árinu 2000. Þannig eru að jafnaði á hverju búi 36,2 (34,7) kýr skýrslufærðar á árinu og reiknaðar árskýr 25,5 (25,1). Það er hins vegar nokkuð forvitnilegt að meðalbústærðin eykst langsam- lega mest þar sem bún voru stærst áður, en í sumum héraðanna, þar sem búin eru minni, eru þau að jafnaði víða með færri kýr árið 2000 en árið áður. Búin eru eins og áður, svo að nokkru munar, stærst í Eyjafirði þar sem að meðaltali eru 33,7 árskýr á hverju búi og stækkar meðalbúið þar þannig um nær 6% frá fyrra ári. Eins og árið áður eru þrjú félög í landinu þar sem á skýrslur koma fleiri en 1000 kýr á árinu. Flestar eru kýmar, eins og áður, í Nf. Aust- ur-Húnvetninga 1305 eða einni fleira en árið áður, í Nf. Hrunamana fjölgar kúnum enn og voru 1139 og í Nf. Snæfellinga eru þær 1007. Afurðir Þegar niðurstöður um afurðir eru skoðaðar kemur fram að afurða- aukning síðustu ára heldur enn áfram. Reiknaðar meðalafurðir em 4657 (4579) kg eftir hverja árskú og er það aukning um 78 kg frá fyrra ári eða um 1,7%. Afurða- aukning er öllu meiri þegar skoðað- ar eru tölur um fullmjólka kýr. Fyr- ir þær er meðaltalið árið 2000, 4664 (4563) kg. Á síðasta ári gerð- ist það í fyrsta sinn að meðalafurðir árskúa voru meiri en hjá fullmjólka kúnum, en að þessu sinni em með- altöl þessara tveggja hópa nánast þau sömu. Hér er ekki um að ræða það miklar breytingar á þessum hópum á milli ára að það gefi til- efni til mikilla ályktana, þó að þetta gæti verið vísbending um að fyrsta kálfs kvígumar hafi ekki verið al- veg eins sprækar til afurða haustið 2000 og þær vom haustið 1999. Breytingar á efnahlutföllum mjólkur eru ekki miklar. Hjá öllum kúm er örlítil hækkun á prótein- hlutfalli 3,32% (3,31) en fitupró- senta lækkar örlítið 4,03% (4,06). Þetta er áframhaldandi vísbending um það að sú einhliða lækkun á próteinhlutfalli mjólkur sem verið hafði um árabil sé nú að snúast við. Eins og fram kemur á öðmm stað í blaðinu eru slíkar breytingar að öllu leyti í takt við það sem fram kemur um breytingar í nautastofn- inum, svörun fáist strax vegna þeirra breytinga sem gerðar voru í kjölfar þess að verðlagningu mjólk- ur var breytt árið 1993. Fituhlutfall mjólkur hefur um mörg undanfarin ár verið að sveiflast um örfá pró- sentubrot, sitt á hvað til hækkunar eða lækkunar, frá ári til árs. Alveg hliðstæðar breytingar á efnahlut- Samanburður 1999-2000 5500 1 5000 4500 4000 ill ilU j lllllllillll Cj 0 c c Kjal Borg Snæf Dal Vestf — V-Hún co A-Hún ® Skag IV) a O O Eyjaf O S-Þing Aust A-Skaft V-S&R Árn Mynd 2. Samanburður afurða eftir héruðum árin 1999 og 2000. 14- FR6VR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.