Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 14
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftlr héruðum árið 2000.
mælikvarði um faglegan styrk
greinarinnar vegna þess að nútíma
mjólkurframleiðsla verður trauðla
stunduð af faglegri nákvæmni
nema fyrir hendi sé sú upplýsinga-
öflun innan búsins sem skýrslu-
haldið á að tryggja.
Á mynd 1 er sýnd hlutfallsleg
þátttaka í þessu starfi í einstökum
héruðum. Að vonum er hún mjög
lík því sem verið hefur síðustu ár. í
heild mælist þátttaka nú sem svarar
til að 84% framleiðslunnar sé á bú-
um með skýrsluhald. Þátttakan hef-
ur þannig enn aukist og aldrei verið
hlutfallslega jafn mikil. Breytingar
síðustu ár í þessum efnum gerast
mest vegna þess að brotthvarf búa
úr framleiðslu, sem standa utan
skýrsluhalds, er miklu meira en á
skýrslubúum og framleiðslan færist
þannig til þeirra. Lítinn hluta og já-
kvæðan má einnig rekja til þess að
á nokkrum búum sem staðið hafa
utan skýrsluhaldsins, er á hverju ári
tekið upp skýrsluhald. Sá hópur,
sem þannig getur komið til leiks,
minnkar hins vegar sífellt. Eins og
sjá má á myndinni er samt í þeim
efnum enn nokkurt svigrúm og má
þar sérstaklega benda á Austurland,
Rangárvallasýslu og Borgarfjörð.
Af því sem þegar er rakið er ljóst
að meðalbúið stækkar sífellt og
talsvert mikið á árinu 2000. Þannig
eru að jafnaði á hverju búi 36,2
(34,7) kýr skýrslufærðar á árinu og
reiknaðar árskýr 25,5 (25,1). Það
er hins vegar nokkuð forvitnilegt
að meðalbústærðin eykst langsam-
lega mest þar sem bún voru stærst
áður, en í sumum héraðanna, þar
sem búin eru minni, eru þau að
jafnaði víða með færri kýr árið
2000 en árið áður. Búin eru eins og
áður, svo að nokkru munar, stærst í
Eyjafirði þar sem að meðaltali eru
33,7 árskýr á hverju búi og stækkar
meðalbúið þar þannig um nær 6%
frá fyrra ári.
Eins og árið áður eru þrjú félög í
landinu þar sem á skýrslur koma
fleiri en 1000 kýr á árinu. Flestar
eru kýmar, eins og áður, í Nf. Aust-
ur-Húnvetninga 1305 eða einni
fleira en árið áður, í Nf. Hrunamana
fjölgar kúnum enn og voru 1139 og
í Nf. Snæfellinga eru þær 1007.
Afurðir
Þegar niðurstöður um afurðir eru
skoðaðar kemur fram að afurða-
aukning síðustu ára heldur enn
áfram. Reiknaðar meðalafurðir em
4657 (4579) kg eftir hverja árskú
og er það aukning um 78 kg frá
fyrra ári eða um 1,7%. Afurða-
aukning er öllu meiri þegar skoðað-
ar eru tölur um fullmjólka kýr. Fyr-
ir þær er meðaltalið árið 2000,
4664 (4563) kg. Á síðasta ári gerð-
ist það í fyrsta sinn að meðalafurðir
árskúa voru meiri en hjá fullmjólka
kúnum, en að þessu sinni em með-
altöl þessara tveggja hópa nánast
þau sömu. Hér er ekki um að ræða
það miklar breytingar á þessum
hópum á milli ára að það gefi til-
efni til mikilla ályktana, þó að þetta
gæti verið vísbending um að fyrsta
kálfs kvígumar hafi ekki verið al-
veg eins sprækar til afurða haustið
2000 og þær vom haustið 1999.
Breytingar á efnahlutföllum
mjólkur eru ekki miklar. Hjá öllum
kúm er örlítil hækkun á prótein-
hlutfalli 3,32% (3,31) en fitupró-
senta lækkar örlítið 4,03% (4,06).
Þetta er áframhaldandi vísbending
um það að sú einhliða lækkun á
próteinhlutfalli mjólkur sem verið
hafði um árabil sé nú að snúast við.
Eins og fram kemur á öðmm stað í
blaðinu eru slíkar breytingar að
öllu leyti í takt við það sem fram
kemur um breytingar í nautastofn-
inum, svörun fáist strax vegna
þeirra breytinga sem gerðar voru í
kjölfar þess að verðlagningu mjólk-
ur var breytt árið 1993. Fituhlutfall
mjólkur hefur um mörg undanfarin
ár verið að sveiflast um örfá pró-
sentubrot, sitt á hvað til hækkunar
eða lækkunar, frá ári til árs. Alveg
hliðstæðar breytingar á efnahlut-
Samanburður 1999-2000 5500 1
5000 4500 4000 ill ilU j lllllllillll
Cj 0 c c Kjal Borg Snæf Dal Vestf — V-Hún co A-Hún ® Skag IV) a O O Eyjaf O S-Þing Aust A-Skaft V-S&R Árn
Mynd 2. Samanburður afurða eftir héruðum árin 1999 og 2000.
14- FR6VR 4-5/2001