Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 49

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 49
Sogvandamál hjá kvígum og kúm Margir bændur glíma við sogvandamál hjá kvígum og kúm og eru þessi vandamál hvimleið. Sognar kvígur verða oft mismjalta og hætta er á að þær beri með júgurbólgu. Sama gildir um fullorðnar kýr sem verða fyrir sogi, auk þess sem sogið hefur áhrif á nyt þeirra. Ýmsar leiðir hafa verið famar til að leysa sogvandamál en segja má að þær eigi það sammerkt að virka misjafnlega illa. Flest bendir til að eina færa leiðin sé að beita fyrir- byggjandi aðgerðum, þ.e. koma í veg fyrir að þetta atferli þróist. En hvað er til ráða? I fyrsta lagi vitum við með vissu að sogvandamál byrja hjá smákálf- um og halda síðan áfram. Mun sjaldgæfara er að fullorðnir gripir taki upp á því að sjúga aðrar kýr. Við þurfum því að beina athyglinni að smákálfaeldi, sérstaklega tíma- bilinu þegar kálfar eru vandir af mjólk. Síðustu ár hefur skilningur vís- indamanna á soghvöt smákálfa auk- ist mikið, sérstaldega fyrir tilstilli alþjóðlegs rannsóknarhóps í Dan- mörku og Kanada. Hluti þeirrar vinnu hefur verið kynntur áður hér- lendis, (sjá t.d. íjölrit RALA nr. 183). Niðurstaða þessarar vinnu er að soghvöt örvast fyrst og fremst af bragði mjólkur, þótt einnig hafi svengd, og það að sjá aðra kálfa sjúga eða drekka mjólk, áhrif. Sog- hvöt dvínar ekki þótt kálfar drekki sig sadda af mjólk, heldur minnkar hún smátt og smátt næstu 10-20 mínúturnar. Þennan tíma sjúga kálfar meira eða minna allt sem þeir ná í - bæði innréttingar og aðra kálfa. Þess vegna er nauðsynlegt að veita þeim aðgang að gervitúttu ef þeir eru ekki fóðraðir með gervi- spena. Aðeins þannig ná þeir að Torfi Jóhannesson, rannsóknastjóri, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri uppfylla soghvöt sína án þess að sjúga aðra kálfa. Uppfylling sogþarfar er sem sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að sogvandamál þróist. En hún er ekki nægjanleg, fleira kemur til. Síðastliðið haust lauk svissneskur doktorsnemi rannsókn á 130 kúa- búum í Sviss. Sogvandamál voru fyrir hendi hjá 303 af tæplega 3000 kvígum í könnuninni. í henni og tengdum sértilraunum komu fram tveir þættir til viðbótar sem tengja mátti sogvandanum. Þetta voru umhverfi kálfanna og fóðrun þegar vanið er af mjólk. Umhverfi Þekkt er, sérstaklega í eldi svína, að ýmiss konar atferlisvandamál þróast þegar dýr eru haldin í stíum sem bjóða ekki upp á neina örvun úr umhverfi. Sama þekkist einnig í hrossarækt, þar sem flest atferlis- vandamál (húslestir) korna fyrir þar sem hestar eru mikið innilokaðir í einangruðum stíum. Nú er að koma staðfesting á að hið sama er upp á teningnum í kálfaeldi. Kálfar eru frekar orkumikil dýr og ef þeir fá ekki næga örvun úr umhverfi kem- ur upp í þeim leiði og fikt, sem auð- veldlega þróast yfir í sog á öðrum kálfum. Þetta gerist fyrst og fremst þar sem kálfastíur eru með rimla- gólfi en ekki hálmi; þar sem kálf- arnir hafa ekki möguleika á að komast út, og þar sem stíur eru svo þröngar að þeir geta varla hreyft sig. Ef ekki er tekið tillit til þessara atriða verða sogvandamál ekki fyrirbyggð. Fóðrun Þriðja atriðið sem skiptir máli er fóðrun kálfanna. Eins og áður var minnst á hefur svengd kálfa áhrif á soghvöt. Fyrmefnd svissnesk rann- sókn benti til þess að kálfar, sem lentu í neikvæðu orkujafnvægi eftir að vera vandir af mjólk, voru mun líklegri til að venja sig á sog en kálfar sem voru aldir á nægu orkuríku fóðri. Þannig virðist sem kálfar þurfi frjálsan aðgang að kjamfóðri ásamt nægu lystugu og orkuríku gróffóðri. Niðurstaða Sogvandamál hjá kúm eiga rætur að rekja til sogs hjá kvígum. Sogvandamál hjá kvígum eiga rætur að rekja til sogs hjá kálfum. Erfitt er að uppræta sog milli gripa þegar það hefur á annað borð komist á. Þrír þættir skipta inestu til að fyr- irbyggja sog: * að gefa kálfum mjólk með túttu, eða veita þeim aðgang að gervi- túttu strax eftir mjólkurgjöf * að hýsa kálfa í rúmgóðum stíum, helst með undirburði og gjaman með möguleika á útivist þegar veður leyfir * að huga vel að fóðrun þegar kálfar eru vandir af mjólk. Veita frjálsan aðgang að kjarnfóðri og lystugu, orkuríku heyi. Stuðst var við: Keil, N.M., 2000. Development of intersucking in dairy heifers and cows. Diss. ETH N. 13693. Swiss Federal Institute of Technology, Zurich. Jóhann Magnússon, 1996. Ungkálfa- eldi. Húsvist, fóðrun, atferli, júgurheil- brigði. Fjölrit RALA nr. 183. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. FR6VR 4-5/2001 - 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.