Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 8

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 8
Tafla 2. Umfang landbúnaðar Landbúnaðarland 14,0 millj. ha Land undir skógrækt 1,7 millj. ha Fjöldi búfjár í júní 2000 Sauðfé 45,5 millj. Holdanautgripir 4,6 millj. Mjólkurkýr 3,4 millj. Aðrir gripir á kúabúum 1,1 millj. Dádýr 2,4 millj. Svín 400 þús. Land í kornrækt 170.000 ha" Land í grænmetisrækt 51.000 ha ávaxtarækt 112.000 ha Fjöldi búa í júní 1999 Komrækt + kornrækt og annað 2.628 Blandað, holdanaut og sauðfé 10.908 Sauðfé 9.420 Holdanaut 12.138 Kýr 15.951 Alifuglar og svín 477 Dádýr 1.914 Hross 618 Grænmeti og ávextir 1.917 Annað eða óflokkað 19.407 Fjöldi búa alls: 75.378 Útflutningur (verðmæti í NZ dollurum) Búfjárafurðir 8,7 milljarðar 77 % Garðyrkjuafurðir 1,4 milljarðar 13 % Aðrar afurðir 1,0 milljarðar 10 % Landbúnaðarafurðir alls 11,1 milljarðar 100 % 55 % Vöruútflutningur alls 20,0 milljarðar 100% 1 NZ-dollari = 35 ísl. kr. " Hveiti, hafrar, bygg, maís, baunir, alls um 1 milljón tonn af komi. Landbúnaður og úrvinnsla hon- um tengd er meginstoð efnahags- lífsins og leggur til um 15% af vergri þjóðarframleiðslu og 55% af vöruútflutningi. Um 16% vinnu- afls er bundið í þessum greinum. (Tafla 2). Jarðrækt og landnýting Eins og komið er fram er land í landbúnaðarnotkun á Nýja-Sjá- landi rétt tæpir 16 milljón hektarar eða 59% af heildarflatarmáli lands- ins. Langmestur hluti þessa lands er nýttur sem beitiland. Uppskera er mjög breytileg eftir árstímum en spretta er allt árið um kring. Það má búast við að hektar- inn gefi um 10 tonn þurrefnis á ári og með góðri beitarstjórn má ná beitarþunga sem svarar til 3ja kúa/ha. (Mynd 1). Langmest er ræktað af fjölæru rýgresi (Lolium perenne) og hvít- smára (Trifolium repens). Mjög sjaldan er þörf á að endurrækta tún eftir að einu sinni hefur verið sáð í þau. Það er helst ef túnin skemmast af völdum skordýra eða illgresis sem þarf að endurrækta. Nýsjálenskir bændur vanda mjög til nýtingar túnanna (beitilandsins) og reyna að halda meltanleika sem hæstum sem og lystugleikanum. Fari spretta fram úr þörfum bú- stofnsins er beitarhólfum fækkað og hluti þeirra slegin í vothey. Byrj- að er að beita t.d kúm í beitarhólf er beitarframboð nær orðið 2500- 3000 kg þe./ha og hætt að beita hólfið er framboðið er komið niður í 1600 kg þe./ha. Jörðunum er skipt upp í mjög mörg beitarhólf og skiptibeit stund- uð nær undantekningarlaust. Girð- ingar eru fremur vandaðar, auk þess sem mikið er um færanlegar rafgirðingar sem teknar eru niður á veturna er dregur úr sprettu. Þá fækka bændur yfirleitt beitarhólf- unum. Nautgriparækt Nýsjálensk nautgriparækt byggir einkum á framleiðslu mjólkur og kjöts af grasinu einu saman. Þannig er beitamýting með því albesta sem gerist í heiminum og hey- eða kjarnfóðurgjöf tíðkast ekki nema þegar grasspretta bregst að ein- hverju leyti vegna árferðis eða ann- arra þátta. (Mynd 2). Mjólkurframleiðsla er mest á Norðureynni, í Waikato, Bay of Plenty og Taranaki, en sökum hækkandi landverðs þar hefur mjólkurframleiðsla aukist á öðrum svæðum, t.d. á Canterbury háslétt- unum á Suðureynni. Mjólkurframleiðsla er stærsta einstaka búgreinin. Heildarfjöldi nautgripa er 9,1 milljón gripa, þar af 3,4 millj. kýr á 14.500 kúabúum. Farming regions lwau>D ÍCf d Pknry/Sout Ataáxt: 1 Mynd 1. Helstu landbúnaðarhéruð Nýja-Sjálands (Heimild: Farmadviser 1/99). 8 - FReVR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.