Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 25

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 25
Afkvæmarannsóknir nauta Nautaárgangurinn frá árinu 1994 á Nautastöð BÍ Iþessari grein er ætlunin að gera grein fyrir framkvæmd á afkvæmarannsókn nautanna sem fædd voru 1994 og notuð frá Nautastöð BÍ. Meginefnið er samt að gera grein fyrir og skýra þær niðurstöður sem þar fengust um nautin. Það má strax gera grein fyrir þeirri niðurstöðu að þessi nauta- hópur er um flesta eiginleika miklu öflugri en nokkur sem áður hefur komið til dóms. í árgangnum voru 22 naut, sem komu til dóms, en auk þess voru tvö naut, Skúmur 94004 og Skjóni 94008, sem áttu örfáar dætur. Þessi naut fóru í sæðisútsendingu en for- fölluðust bæði nánast strax í upp- hafi. Þess vegna komu aðeins örfá- ar dætur þeirra fram þannig að um þau er ekki hægt að fella neinn dóm og koma þau ekki til frekari um- fjöllunar né áhrifa í ræktuninni. Eins og ætíð þá er hópurinn myndaður af nokkrum stórum hálf- bræðrahópum. Þannig eru 10 af nautunum í árgangnum synir Bassa 86021, Þráður 86013 á þar sex syni, bæði Listi 86002 og Þegjandi 86031 tvo syni hvor og að síðustu er sitt hvort nautið undan Hólmi 81018 og Andvara 87014. Einnig er ástæða til að benda á að 10 af naut- unum eru dóttursynir Tvists 81026. Skyldleiki nautanna í hópnum er því verulegur sem eðlilega skapar viss líkindi milli hópanna. Upplýsingagrunnnur af- kvæmarannsóknanna er þrískiptur. Fram fer reglu- leg skoðun á kvígum undan þeim nautum sem hverju sinni bíða dóms. Ur þeirri Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands skoðun koma upplýsingar um útlitseinkenni dætranna, auk umsagnar um mjaltir og skap kúnna. Mikilvægustu upplýs- ingamar fást úr skýrsluhaldi naut- griparæktarfélaganna, þaðan koma allar upplýsingar um afurðaeig- inleika kúnna, niðurstöður úr frumutölumælingum, upplýsingar um frjósemi kúnna, auk þess sem þar fást upplýsingar um förgun kúa í einstökum dætrahópum. Síðasti upplýsingabrunnurinn er síðan mjaltaathugunin. Kvíguskoðun Þegar regluleg lögbundin kúa- skoðun féll niður, þegar búfjárrækt- arlög féllu úr gildi, var tekin upp regluleg skoðun á dætrum naut- anna. Á síðasta ári var stefnt að því að koma slíkri skoðun á um allt land á hverju ári. Með þeirri breyt- Mynd 1. Sokki 94003. Dætur hans eru fádæma mjólkur- lagnar en ekki með nægjanlega sterka júgurgerð. Fitupró- senta í mjólk er lág. ingu var um leið fjölgað þeim sem koma að dómum á kúnum. Auk mín vinna því dóma nú þeir Guð- mundur Steindórsson í Eyjafirði og Guðmundur Jóhannesson og Sveinn Sigurmundsson á Suður- landi. Nú eru í fyrsta sinni við skoðunina upplýsingar um dætur þessara nauta í öllum héruðum landsins. Skoðun á þessum kúm hefur verið unnin á árunum 1999 og 2000. Samtals voru í skoðuninni 1032 kýr undan þessum nautum. I einstökum hópum voru frá 33 upp í 66 kýr, en í flestum þeirra um 50 dætur viðkomandi nauts. Ástæða er að vekja athygli á því að stærð dætrahópa undan sumum nautanna er að verða það lítil að dómur um ýmsa eiginleika verður nokkuð ónákvæmur. Þetta á öðru fremur við um þá eiginleika, sem hafa lágt arfgengi eins og frjósemi, skap, frumutala og jafnvel einstaka þættir í útlitsmati kúnna. Heildareinkenni á þessum kúm eru að þær voru mjög jafnar og gallaminni en áður hefur verið við kvíguskoðun. Að þessu sinni var enginn verulega gallaður dætrahóp- ur eins og ætíð áður hefur verið. Talsvert breytilegt er hve bolmiklum og sterkbyggð- um kúm nautin eru að skila, en þar eru margir Bassasonanna að skila glæsikúm. Yfirleitt er júgur- og spenagerð stór- gallalaus og jafnbetri en áður hefur sést. Mjaltir eru ef til vill, þegar á heildina er litið, aðeins um meðaltal en skap hjá þessum kúm mörgum mjög gott. Nokkur nautanna urðu við skoðun dætra uppvís að því að búa yfir duldum Fl3€YR 4-5/2001 - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.