Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 46

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 46
Arsfundur danskra nautgriparæktenda 2001 Dagana 26. og 27. febrúar sl. var haldinn í Heming á Jótlandi ársfundur danskra nautgriparækt- enda, Landsudvalget for Kvæg og De danske Kvægavlsforeninger. Fundinn sóttu vel á annað þúsund manna og var yfirskrift fundarins að þessu sinni: Ný þekking, nýjar aðferðir og tækni - bættur hagur og betri kjör. Þróun nautgriparæktarinnar - markmið og leiðir Formaður Landsudvalget for Kvæg, Mogens Anholm, fór yfir stöðu nautgriparæktarinnar í Dan- mörku. í máli hans kom fram að á síðasta ári vænkaðist hagur naut- gripabænda nokkuð, hagnaður af búrekstri jókst um ca. 10% m.v. fyrra ár, horfumar fyrir árið 2001 væri mun verri, útlit væri fyrir að hagnaður af rekstri minnkaði um ca. 35%, sem rekja mætti til mikils kostnaðar vegna prófunar á gripum vegna kúariðu og hækkana á fóður- verði, í kjölfar banns við notkun á kjöt- og beinamjöli. Varðandi þá þróun, sem verið hefur á bústærð, sagði Mogens að hún myndi halda áfram, horfur væru á að milli 200 og 300 fjós yrðu byggð á ári, fyrir 150 kýr að jafnaði. Ekki sæi því fyrir endann á fækkun kúabúa. Um tækninýj- ungar í búskapnum, sem bændur væru í auknum mæli að hagnýta sér, sagði hann að ljóst væri að þær leiddu til aukinnar velferðar og heilbrigðis gripa, auk þess sem þær gerðu kúabúskapinn meira aðlað- andi fyrir yngra fólk. Mogens sagðist sjá fyrir sér aukningu á samstarfi Norðurlanda- þjóðanna. Þar sá hann einkum ávinning í sameiginlegu ræktunar- starfi, sem byggja myndi á þeim Baldur H. Benjamínsson, búfræði- kandidat 1,7 milljónum kúa sem eru á Norð- urlöndunum, einnig sá hann fyrir sér aukinn samruna afurðastöðva, mjólkurbúa og sláturhúsa, þvert á landamæri. Henrik Nygaard, landsráðunaut- ur hjá Landskontoret for kvæg, gerði frekari grein fyrir þróun naut- griparæktarinnar. Hann sagði að nú væri yfir helmingur kúnna í lausagöngufjósum, það hlutfall hefði verið tæp 30% árið 1997, þró- unin væri því mjög ör um þessar mundir. Stærð hjarða í lausagöngu er um 100 kýr, á móti 50 kúm í básafjósum. Tæp 90% kúnna eru hafðar á beit yfir sumartímann. Henrik kvað 1% framleiðniaukn- ingu skila meðalbúi um 500.000 ísk.kr. í aukinn hagnað, því væri ljóst að framleiðniaukningin yrði a.m.k. að vera meiri en það, ef tak- ast ætti að vega upp á móti tekju- skerðingu sem fyrirsjáanleg er á yfirstandandi ári, helst ætti hún að vera á bilinu 2-3% á ári. Leiðir til aukinnar framleiðni væru m.a. að bæta fóðrun gripanna og með því að hafa betri stjóm á efnasamsetn- ingu fóðursins. Einnig væri til nokkurs að vinna varðandi bætt heilbrigði og frjósemi gripanna. Þá yrði að auka hagkvæmni fóður- framleiðslunnar, minnka næringar- efnatap við öflun og geymslu fóð- ursins. Að afloknum hinum eiginlega ársfundi Landsudvalget for Kvæg og De danske Kvægavlsforeninger, skiptist fundurinn upp í deildir þar sem fjallað var um kynbætur mjólkurkúa, lífræna mjólkurfram- leiðslu og aukin gæði kjötfram- leiðslunnar og fylgdist ég með um- ræðum í kynbótadeildinni. Ræktun hagkvæmari gripa Á síðustu 15 árum hefur nyt dönsku svartskjöldóttu kúnna (SDM) aukist um ca. 140 kg af fitu og próteini, það jafngildir um 1.700 kg mjólkur, eða rúmlega 100 kg á ári. Aukningin í öðrum stofnum er minni Um 60% af þessari aukn- ingu stafar af erfðaframförum í kúastofninum, hitt er vegna bættrar fóðrunar og hirðingar. Ræktun fyrir aukinni afkastagetu stendur nú frammi fyrir því að erfðasamhengi milli afkastagetu og átgetu er einungis 0,5-0,85. Það þýðir að fyrir hvert kg mjólkur í aukinni afkastagetu, eykst átið að- eins sem nemur þörfinni til að framleiða 0,4-0,7 kg mjólkur. Af- leiðing þessa er sú að gæði þess fóðurs, sem gripimir fá, þurfa sí- fellt að aukast til að fullnægja orku- þörfinni. Möguleikamir til þess eru þó takmarkaðir, því þarf að leggja meiri áherslu á að auka át- getu, til þess að nýta aukna afkasta- getu gripanna til fulls. Á seinni árum hefur, m.a. af ástæðunni sem talin er hér að ofan, verið lagt minna vægi á aukna af- kastageta við kynbætur mjólkur- kúa. í stað þess hefur hreysti, frjó- semi og sk. umgengniseigileikar (mjaltir, skap) fengið aukið vægi, þ.e. eiginleikar sem lækka kostnað, fremur en að auka tekjur. Þá hefur ending gripanna verið að koma sterkari inn í kynbótastarfið og mun kynbótaeinkunn fyrir endingu verða kynnt í Danmörku nú á vor- mánuðum. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þessa éignileika. 46 - f R€VR 4-5/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.