Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 46
Arsfundur danskra
nautgriparæktenda 2001
Dagana 26. og 27. febrúar
sl. var haldinn í Heming
á Jótlandi ársfundur
danskra nautgriparækt-
enda, Landsudvalget for Kvæg og
De danske Kvægavlsforeninger.
Fundinn sóttu vel á annað þúsund
manna og var yfirskrift fundarins
að þessu sinni: Ný þekking, nýjar
aðferðir og tækni - bættur hagur og
betri kjör.
Þróun nautgriparæktarinnar -
markmið og leiðir
Formaður Landsudvalget for
Kvæg, Mogens Anholm, fór yfir
stöðu nautgriparæktarinnar í Dan-
mörku. í máli hans kom fram að á
síðasta ári vænkaðist hagur naut-
gripabænda nokkuð, hagnaður af
búrekstri jókst um ca. 10% m.v.
fyrra ár, horfumar fyrir árið 2001
væri mun verri, útlit væri fyrir að
hagnaður af rekstri minnkaði um
ca. 35%, sem rekja mætti til mikils
kostnaðar vegna prófunar á gripum
vegna kúariðu og hækkana á fóður-
verði, í kjölfar banns við notkun á
kjöt- og beinamjöli.
Varðandi þá þróun, sem verið
hefur á bústærð, sagði Mogens að
hún myndi halda áfram, horfur
væru á að milli 200 og 300 fjós
yrðu byggð á ári, fyrir 150 kýr að
jafnaði. Ekki sæi því fyrir endann
á fækkun kúabúa. Um tækninýj-
ungar í búskapnum, sem bændur
væru í auknum mæli að hagnýta
sér, sagði hann að ljóst væri að þær
leiddu til aukinnar velferðar og
heilbrigðis gripa, auk þess sem þær
gerðu kúabúskapinn meira aðlað-
andi fyrir yngra fólk.
Mogens sagðist sjá fyrir sér
aukningu á samstarfi Norðurlanda-
þjóðanna. Þar sá hann einkum
ávinning í sameiginlegu ræktunar-
starfi, sem byggja myndi á þeim
Baldur H.
Benjamínsson,
búfræði-
kandidat
1,7 milljónum kúa sem eru á Norð-
urlöndunum, einnig sá hann fyrir
sér aukinn samruna afurðastöðva,
mjólkurbúa og sláturhúsa, þvert á
landamæri.
Henrik Nygaard, landsráðunaut-
ur hjá Landskontoret for kvæg,
gerði frekari grein fyrir þróun naut-
griparæktarinnar. Hann sagði að
nú væri yfir helmingur kúnna í
lausagöngufjósum, það hlutfall
hefði verið tæp 30% árið 1997, þró-
unin væri því mjög ör um þessar
mundir. Stærð hjarða í lausagöngu
er um 100 kýr, á móti 50 kúm í
básafjósum. Tæp 90% kúnna eru
hafðar á beit yfir sumartímann.
Henrik kvað 1% framleiðniaukn-
ingu skila meðalbúi um 500.000
ísk.kr. í aukinn hagnað, því væri
ljóst að framleiðniaukningin yrði
a.m.k. að vera meiri en það, ef tak-
ast ætti að vega upp á móti tekju-
skerðingu sem fyrirsjáanleg er á
yfirstandandi ári, helst ætti hún að
vera á bilinu 2-3% á ári. Leiðir til
aukinnar framleiðni væru m.a. að
bæta fóðrun gripanna og með því
að hafa betri stjóm á efnasamsetn-
ingu fóðursins. Einnig væri til
nokkurs að vinna varðandi bætt
heilbrigði og frjósemi gripanna. Þá
yrði að auka hagkvæmni fóður-
framleiðslunnar, minnka næringar-
efnatap við öflun og geymslu fóð-
ursins.
Að afloknum hinum eiginlega
ársfundi Landsudvalget for Kvæg
og De danske Kvægavlsforeninger,
skiptist fundurinn upp í deildir þar
sem fjallað var um kynbætur
mjólkurkúa, lífræna mjólkurfram-
leiðslu og aukin gæði kjötfram-
leiðslunnar og fylgdist ég með um-
ræðum í kynbótadeildinni.
Ræktun hagkvæmari gripa
Á síðustu 15 árum hefur nyt
dönsku svartskjöldóttu kúnna
(SDM) aukist um ca. 140 kg af fitu
og próteini, það jafngildir um 1.700
kg mjólkur, eða rúmlega 100 kg á
ári. Aukningin í öðrum stofnum er
minni Um 60% af þessari aukn-
ingu stafar af erfðaframförum í
kúastofninum, hitt er vegna bættrar
fóðrunar og hirðingar.
Ræktun fyrir aukinni afkastagetu
stendur nú frammi fyrir því að
erfðasamhengi milli afkastagetu og
átgetu er einungis 0,5-0,85. Það
þýðir að fyrir hvert kg mjólkur í
aukinni afkastagetu, eykst átið að-
eins sem nemur þörfinni til að
framleiða 0,4-0,7 kg mjólkur. Af-
leiðing þessa er sú að gæði þess
fóðurs, sem gripimir fá, þurfa sí-
fellt að aukast til að fullnægja orku-
þörfinni. Möguleikamir til þess
eru þó takmarkaðir, því þarf að
leggja meiri áherslu á að auka át-
getu, til þess að nýta aukna afkasta-
getu gripanna til fulls.
Á seinni árum hefur, m.a. af
ástæðunni sem talin er hér að ofan,
verið lagt minna vægi á aukna af-
kastageta við kynbætur mjólkur-
kúa. í stað þess hefur hreysti, frjó-
semi og sk. umgengniseigileikar
(mjaltir, skap) fengið aukið vægi,
þ.e. eiginleikar sem lækka kostnað,
fremur en að auka tekjur. Þá hefur
ending gripanna verið að koma
sterkari inn í kynbótastarfið og
mun kynbótaeinkunn fyrir endingu
verða kynnt í Danmörku nú á vor-
mánuðum. Ekki þarf að fjölyrða
um mikilvægi þessa éignileika.
46 - f R€VR 4-5/2001