Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 43

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 43
Á 3. mynd má sjá mun á milli búa: Alls uppfyllir 801 bú þau skilyrði sem sett eru, en þau eru minnst 10 árskýr og 80 skráðir burðir að lág- marki á tímabilinu. Eins og sjá má er breytileik- inn verulega mikill, allt frá 1,7% vanhöldum upp í 29,6%. Ekki er hægt að skýra hinn gríðarlega mikla mun á milli búa, en eins og bent hefur verið á, hefur fóðrun, hirðing og umhverfi gripanna áhrif á hversu vanhöld kálfa eru mikil. Mun á vanhöldum eftir kyni kálfsins má sjá á 4. mynd Eins og við mátti búast eru vanhöld ívið hærri meðal nautkálfa en kvígukálfa, fleirkelfing- ar koma þó sýnu verr út, og er það einnig í sam- ræmi við væntingar. Þá ber að hafa í huga að tal- an um þríkelfingana byggir aðeins á 8 mæl- ingum, þannig að skekkjumörk eru nokkuð rúm í því tilfelli. Hin óhagstæða út- koma nautkálfanna er í fullu samræmi við niður- stöður erlendra rann- sókna. Sama gildir um fleirkelfingana, erlendis er vanhöld miklu tíðari meðal þeirra en þegar einn kálfur fæðist í einu. Á 5. mynd má sjá áhrif lengdar meðgöngu. Meðallengd meðgöngu er 286,4 dagar, staðalfrá- vik er 6,9 dagar, fjöldi mælinga er 73.547. Eins og áður segir er sambandið sem hér um ræðir hámarktækt, þar sem P < 0,001. Þessi áhrif lengdar meðgöngu eru á sömu lund og þekkjast erlendis, eftir því sem frávik lengdar meðgöngu frá meðaltali er meira, því meiri eru vanhöldin. Ekki er hægt að merkja í þeim gögnum sem hér eru til úrvinnslu að bústærð eða afurðastig hafi áhrif á hversu mikil vanhöld á kálfum eru. Áhrif feðra kálfanna á vanhöld má sjá á ó.mynd Munur milli búa 3. mynd. Munur á vanhöldum milli búa. Áhrif kyns á vanhöld 40% 2 30% | 20% ra > 10% 0% Naut Kvíga Tvö naut Tvær kvígur Naut og Þríkelfingar kvíga Kyn kálfsins 4. mynd. Kynjaáhrif. FR€VR 4-5/2001 - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.