Freyr - 15.04.2001, Síða 43
Á 3. mynd má sjá mun á milli
búa:
Alls uppfyllir 801 bú þau skilyrði
sem sett eru, en þau eru minnst 10
árskýr og 80 skráðir burðir að lág-
marki á tímabilinu. Eins
og sjá má er breytileik-
inn verulega mikill, allt
frá 1,7% vanhöldum upp
í 29,6%. Ekki er hægt að
skýra hinn gríðarlega
mikla mun á milli búa,
en eins og bent hefur
verið á, hefur fóðrun,
hirðing og umhverfi
gripanna áhrif á hversu
vanhöld kálfa eru mikil.
Mun á vanhöldum
eftir kyni kálfsins má sjá
á 4. mynd
Eins og við mátti búast
eru vanhöld ívið hærri
meðal nautkálfa en
kvígukálfa, fleirkelfing-
ar koma þó sýnu verr út,
og er það einnig í sam-
ræmi við væntingar. Þá
ber að hafa í huga að tal-
an um þríkelfingana
byggir aðeins á 8 mæl-
ingum, þannig að
skekkjumörk eru nokkuð
rúm í því tilfelli.
Hin óhagstæða út-
koma nautkálfanna er í
fullu samræmi við niður-
stöður erlendra rann-
sókna. Sama gildir um
fleirkelfingana, erlendis
er vanhöld miklu tíðari
meðal þeirra en þegar
einn kálfur fæðist í einu.
Á 5. mynd má sjá áhrif
lengdar meðgöngu.
Meðallengd meðgöngu
er 286,4 dagar, staðalfrá-
vik er 6,9 dagar, fjöldi
mælinga er 73.547.
Eins og áður segir er
sambandið sem hér um
ræðir hámarktækt, þar
sem P < 0,001. Þessi
áhrif lengdar meðgöngu
eru á sömu lund og
þekkjast erlendis, eftir
því sem frávik lengdar meðgöngu
frá meðaltali er meira, því meiri eru
vanhöldin.
Ekki er hægt að merkja í þeim
gögnum sem hér eru til úrvinnslu
að bústærð eða afurðastig hafi áhrif
á hversu mikil vanhöld á kálfum
eru.
Áhrif feðra kálfanna á vanhöld
má sjá á ó.mynd
Munur milli búa
3. mynd. Munur á vanhöldum milli búa.
Áhrif kyns á vanhöld
40%
2 30%
| 20%
ra
>
10%
0%
Naut Kvíga Tvö naut Tvær kvígur Naut og Þríkelfingar
kvíga
Kyn kálfsins
4. mynd. Kynjaáhrif.
FR€VR 4-5/2001 - 43