Freyr - 01.09.2001, Síða 6
Fiskeldisstöðin Hólalax hf.
að þær fjalli allar um eflingu at-
vinnulífs á landsbyggðinni. Jafn-
framt eru þær allar útflutnings-
greinar eða afla gjaldeyris, ásamt
því að þjóna heimamarkaði.
í framhaldi af þessu hefur vaknað
sú hugmynd að bjóða hér upp á
nám í „byggðafræðum", á ensku
nefnd „rural study“. Þessi náms-
grein verður í upphafi vistuð á
ferðamálabraut, en hugmyndin er
að gera hana að sérstöku námi. Þar
verða þá teknir inn félagsfræðileg-
ir, sagnfræðilegir og rekstrarlegir
þættir sem lúta að t.d. uppbyggingu
lítilla fyrirtækja.
Norðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar
Hér á Hólum er staðsett ýmis
starfsemi, auk Hólaskóla.
Já, sumt er beinlínis á vegum
skólans, en annað er sjálfstætt en í
sterkum tengslum við skólann. Þar
vil ég fyrst nefna Norðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar sem komið var
hér á fót árið 1983. Hún hefur með
höndum rannsóknir á veiðiám og
vötnum á Norðurlandi og þjónustu
við veiðifélög á því svæði. Náið
samstarf er milli Veiðimálastofnun-
ar og fiskeldisbrautar skólans og
raunar einnig við ferðamálabraut-
ina enda er veiði mikilvægur þáttur
í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
Hólalax hf.
Bakhjarl allra fiskeldisrannsókna
hér á Hólum er svo Hólalax hf. sem
á og rekur hér fiskeldisstöð.
Fyrirtækið Hólalax hf. var stofnað
árið 1980 og stöðvarhúsið var frá
upphafi hannað með kennsluað-
stöðu til fiskeldisnáms. Hólalax hf.
er í eigu veiðifélaga á Norðurlandi
vestra, auk þess sem ríkið átti í
upphafi stóran hlut í stöðinni, sem
var síðan seldur og Fiskiðjan Skag-
firðingur á Sauðárkróki keypti stór-
an hluta hans.
Hitaveita Hjaltadals
Lykilhlutverki í öllu fiskeldi hér
á Hólum gegnir Hitaveita Hjalta-
dals hf. sem einnig var stofnuð árið
1980. Ríkið á langstærstan hlut í
henni en hún fær vatn úr borholu á
Reykjum í Hjaltadal. Hún sér, auk
fiskeldisins, öllum Hólastað fyrir
heitu vatni, sem og öllum bæjum í
Hjaltadal framan við Hóla.
Vatnalífssýning
Já, hér er safn lífvera, sem lifa í
fersku vatni hér á landi, og heyrir
undir Fiskeldisbraut skólans. Því
safni var komið á fót árið 1996 í
haughúsinu í garnla fjósinu héma.
Markmið með sýningunni er að
kynna rannsóknarstarfsemi okkar
og að gefa fólki kost á að sjá þessar
lífverur, sem það sér næstum aldrei.
Ekki má fara með fólk í fiskeldis-
stöðina sjálfa vegna sjúkdóma-
varna. Auk þess emm við að kynna
það sem er sérstakt í íslenskum
vötnum en þar er margt mjög at-
hyglisvert að sjá. Þannig em búr
sem sýna mismunandi vistkerfi,
þ.e. votlendi, stöðuvötn og straum-
vötn, og þær tegundir sem þar em
algengar.
Á sumrin er sýningin fyrst og
fremst fyrir ferðamenn en á vorin
og vetuma kemur hingað stríður
straumur grunnskólanemenda til að
skoða sýninguna. Þá emm við með
sértæk námskeið fyrir kennara, t.d.
eitt á síðasta vori fyrir grunnskóla-
kennara í Skagafirði um líffræði
Skagafjarðar, þar sem safnið kemur
að góðum notum.
Þá tengist þessi aðstaða ýmsum
rannsóknum á staðnum, t.d. um
vistfræði homsfla og bleikju.
Bleikjukynbótastöð
Hið nýjasta í sambandi við fisk-
eldið og Fiskeldisbrautina hér á
Hólum er svo að sl. vor var opnuð
hér ný bleikjukynbótastöð í göml-
um fjárhúsum hér á staðnum. Hún
er fyrsti áfangi í byggingu rann-
sóknarhúsnæðis í fiskeldi á Hólum,
en fiskeldisrannsóknir eru lang-
stærsta rannsóknarverkefni skólans
eins og áður er komið fram. Skól-
inn stendur einn að þessari stöð.
Hún byggir á endumýtingu vatns
og er fullkomlega umhverftsvæn.
Héraðssetur Landgræðslu
ríkisins á Hólum
Hér er einnig Héraðssetur Land-
græðslu rfldsins. Það hefur verið
samstarfsverkefni Landgræðslunn-
ar, Búnaðarsambands Skagfirð-
inga, Skógræktar ríkisins og Hóla-
skóla. Skólinn nýtur starfsmanna
setursins að vissu marki í kennslu
en öll stafsemi, sem fram fer á Hól-
um, styrkir skólann mikið, bæði
hvað varðar starfskrafta og
tækjabúnað.
Dýralæknir hrossasjúkdóma
Hér hefur aðsetur, frá Embætti
6 - pR€VR 10/2001