Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 6

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 6
Fiskeldisstöðin Hólalax hf. að þær fjalli allar um eflingu at- vinnulífs á landsbyggðinni. Jafn- framt eru þær allar útflutnings- greinar eða afla gjaldeyris, ásamt því að þjóna heimamarkaði. í framhaldi af þessu hefur vaknað sú hugmynd að bjóða hér upp á nám í „byggðafræðum", á ensku nefnd „rural study“. Þessi náms- grein verður í upphafi vistuð á ferðamálabraut, en hugmyndin er að gera hana að sérstöku námi. Þar verða þá teknir inn félagsfræðileg- ir, sagnfræðilegir og rekstrarlegir þættir sem lúta að t.d. uppbyggingu lítilla fyrirtækja. Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar Hér á Hólum er staðsett ýmis starfsemi, auk Hólaskóla. Já, sumt er beinlínis á vegum skólans, en annað er sjálfstætt en í sterkum tengslum við skólann. Þar vil ég fyrst nefna Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar sem komið var hér á fót árið 1983. Hún hefur með höndum rannsóknir á veiðiám og vötnum á Norðurlandi og þjónustu við veiðifélög á því svæði. Náið samstarf er milli Veiðimálastofnun- ar og fiskeldisbrautar skólans og raunar einnig við ferðamálabraut- ina enda er veiði mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hólalax hf. Bakhjarl allra fiskeldisrannsókna hér á Hólum er svo Hólalax hf. sem á og rekur hér fiskeldisstöð. Fyrirtækið Hólalax hf. var stofnað árið 1980 og stöðvarhúsið var frá upphafi hannað með kennsluað- stöðu til fiskeldisnáms. Hólalax hf. er í eigu veiðifélaga á Norðurlandi vestra, auk þess sem ríkið átti í upphafi stóran hlut í stöðinni, sem var síðan seldur og Fiskiðjan Skag- firðingur á Sauðárkróki keypti stór- an hluta hans. Hitaveita Hjaltadals Lykilhlutverki í öllu fiskeldi hér á Hólum gegnir Hitaveita Hjalta- dals hf. sem einnig var stofnuð árið 1980. Ríkið á langstærstan hlut í henni en hún fær vatn úr borholu á Reykjum í Hjaltadal. Hún sér, auk fiskeldisins, öllum Hólastað fyrir heitu vatni, sem og öllum bæjum í Hjaltadal framan við Hóla. Vatnalífssýning Já, hér er safn lífvera, sem lifa í fersku vatni hér á landi, og heyrir undir Fiskeldisbraut skólans. Því safni var komið á fót árið 1996 í haughúsinu í garnla fjósinu héma. Markmið með sýningunni er að kynna rannsóknarstarfsemi okkar og að gefa fólki kost á að sjá þessar lífverur, sem það sér næstum aldrei. Ekki má fara með fólk í fiskeldis- stöðina sjálfa vegna sjúkdóma- varna. Auk þess emm við að kynna það sem er sérstakt í íslenskum vötnum en þar er margt mjög at- hyglisvert að sjá. Þannig em búr sem sýna mismunandi vistkerfi, þ.e. votlendi, stöðuvötn og straum- vötn, og þær tegundir sem þar em algengar. Á sumrin er sýningin fyrst og fremst fyrir ferðamenn en á vorin og vetuma kemur hingað stríður straumur grunnskólanemenda til að skoða sýninguna. Þá emm við með sértæk námskeið fyrir kennara, t.d. eitt á síðasta vori fyrir grunnskóla- kennara í Skagafirði um líffræði Skagafjarðar, þar sem safnið kemur að góðum notum. Þá tengist þessi aðstaða ýmsum rannsóknum á staðnum, t.d. um vistfræði homsfla og bleikju. Bleikjukynbótastöð Hið nýjasta í sambandi við fisk- eldið og Fiskeldisbrautina hér á Hólum er svo að sl. vor var opnuð hér ný bleikjukynbótastöð í göml- um fjárhúsum hér á staðnum. Hún er fyrsti áfangi í byggingu rann- sóknarhúsnæðis í fiskeldi á Hólum, en fiskeldisrannsóknir eru lang- stærsta rannsóknarverkefni skólans eins og áður er komið fram. Skól- inn stendur einn að þessari stöð. Hún byggir á endumýtingu vatns og er fullkomlega umhverftsvæn. Héraðssetur Landgræðslu ríkisins á Hólum Hér er einnig Héraðssetur Land- græðslu rfldsins. Það hefur verið samstarfsverkefni Landgræðslunn- ar, Búnaðarsambands Skagfirð- inga, Skógræktar ríkisins og Hóla- skóla. Skólinn nýtur starfsmanna setursins að vissu marki í kennslu en öll stafsemi, sem fram fer á Hól- um, styrkir skólann mikið, bæði hvað varðar starfskrafta og tækjabúnað. Dýralæknir hrossasjúkdóma Hér hefur aðsetur, frá Embætti 6 - pR€VR 10/2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.