Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 8
Auðunarstofa í byggingu. Hóladómkirkja Kirkjan, og allt sem tengist henni, gegnir hér veigamiklu hlut- verki og samband skóla og kirkju á þessum sögustað er afar náið. Þá hefur vígslubiskup Hólastiftis að- setur hér og það gefur staðnum enn aukið vægi. Nú er jafnframt verið að endur- byggja Auðunarstofu í upphaflegri mynd og á hún að þjóna kirkjunni og starfsemi á vegum hennar. Auð- unn biskup Þorbergsson, kallaður hinn rauði, lét byggja Auðunar- stofu hér árið 1315 úr viði sem hann flutti frá Noregi og hún stóð allt til ársins 1810 að hún var rifin og timbrið selt, og sagt ófúið. Auð- unarstofa hin nýja er unnin af mik- illi snilld, og er í raun mikið lista- verk og mikilvægt innlegg í bygg- ingarsögu Islands. Nýtir kirkjan sér mikið aðstöð- una hér á Hólum til fundahalda og námskeiða ? Já, hún gerir það umtalsvert og það er þónokkuð af verkefnum sem eru beint samstarf kirkju og skóla. Oftast eru þau tengd svokallaðri Hólanefnd sem hefur með málefni kirkjunnar hér á staðnum að gera. Formaður hennar er vígslubiskup en auk hans eru í nefndinni prófastur Skagafjarðarprófasts- dæmis, formaður sóknarnefndar Hólakirkju og skólameistari Hóla- skóla. Þá hefur nefndin fram- kvæmdastjóra. Hlutverk Hólanefndar er m.a. að skipuleggja ýmsa starfsemi þar sem kirkjan kemur við sögu, sem bæði fer fram í kirkjunni sjálfri, svo sem messuhald á sumrin og tónleika- hald, og fundi og ráðstefnuhald á staðnum. Það er svo tengt þessu að í sam- bandi við Kristnihátíð, í tilefni af þúsund ára afmæli kristni á Islandi, ákvað Alþingi að stofna svokallað- an Kristnihátíðarsjóð og veita til hans kr. 100 milljónum á ári í fimm ár, alls 500 milljónum króna. Þar er mælt svo fyrir að meðal verkefna sem sjóðurinn styrkir séu fomleifa- rannsóknir á Hólum, í Skálholti og á Þingvöllum. Núna er þetta eitt mest spennandi verkefni hér á staðnum, þ.e. að skipuleggja þessar rannsóknir og hrinda þeim af stað. Hólaskóli kem- ur beint að því ásamt kirkjuyfir- völdum og með fulltingi Þjóðminja- safnsins. Hér verður um víðtækt samstarfsverkefni að ræða sem mun án efa skipta staðinn og þjóðina alla mjög miklu máli. Hólaskóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Hér- aðsskjalasafn Skagfirðinga standa saman að stöðu sagnfræðings á Hól- um. Þessi fræðimaður mun koma mikið að þessum rannsóknum. Hvemig sérðu fyrir þér þróun Hóla á nœstu árum? Ég hef þegar nefnt aðild skólans að byggðaþróun. Við hlið þess og sem þátt í því vildi ég nefna um- hverfismál og sjálfbæra þróun, þ.e. að þróun í ferðaþjónustu í dreifbýli, fiskeldi og í hestamennsku verði þannig að umhverfíð beri ekki tjón af. Ég tel að markaðssetning og ímyndarsköpun verði í æ ríkari mæli háð því að fullt tillit sé tekið til umhverfisins. Augu almennings eru sífellt meira að opnast fyrir umhverfismálum. Þess vegna erum við að kenna mikla umhverfisfræði. Hún kemur við sögu á öllum brautum og er að aukast. Til dæmis er kennt sérstakt námskeið í umhverfisfræði á ferða- málabraut og umhverfisvæn ferða- þjónusta hefur nú þegar mikinn hljómgrunn. Hvað varðar Hólastað þá viljum við vera í fararbroddi hér í Skaga- firði í þessum efnum og eigum nú í viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð um að unnið verði til- raunaverkefni í anda Staðardag- skrár 21 að Hólum, svo sem í sam- bandi við meðferð sorps o.fl. Hér búa að jafnaði um 100 manns og þetta er því þéttbýli sem hefur nokkuð umleikis. í þessu sambandi er einnig vert að átta sig á þeim miklu breyting- um sem orðið hafa á stöðu Hóla nú á fáum árum. Á síðustu 10 árum hefur straumur ferðamanna hingað margfaldast. Vegakerfið hefur stór- batnað og ferðalög íslenskra sem erlendra ferðamanna hafa aukist hreint ótrúlega. Þá hefur Alnetið og upplýsingabyltingin sem henni fylgir komið Hólum miklu meira inn á kortið en áður. Þetta er líka skýringin á því hve auðvelt er að fá hingað gott starfs- fólk, fólk sem áttar sig á því að hér býr það við óskaaðstæður og nýtur allra þeirra þæginda sem það sækir eftir, stutt í verslun og aðra þjónustu 8 - FR€VR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.