Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 16

Freyr - 01.09.2001, Síða 16
Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 2000. mun á milli sýslna í afurðum ánna haustið 2000. Þessi munur er eins og oft mikill. Það sem mesta at- hygli vekur að þessu sinni eru nán- ast ótrúlegar afurðir ánna í Stranda- sýslu. Þama eru á annan tug þús- unda ær, sem skýrslur eru um, og þar er tvílemban að skila að jafnaði 35,3 kg af dilkakjöti, eftir hverja á með lambi fást 32 kg af kjöti og eftir hverja skýrslufærða á 31 kg. Ég nefni þetta ótrúlegar afurðir því að hefði fyrir áratug síðan því verið haldið fram að þessum árangri mætti ná fyrir þennan fjölda fjár hefðu líklega flestir talið slíkt fjar- stæðu. Afurðir em einnig feikilega miklar, eins og myndin sýnir, í Vestur-Húnavatnssýslu og Barða- strandarsýslum. Myndin sýnir að haustið 2000 vom afurðir lakastar á suðvesturhluta landsins sem að all- stómm hluta má rekja til heldur minni frjósemi ánna þar en í öðmm landshlutum, eins og áður er bent á. Einnig blasir við á myndinni að svo virðist sem Austur-Húnvetningar hefðu nokkuð að vinna í fjárrækt- inni með því að líta upp til og læra af nágrönnum sínum í vestursýsl- unni. í samtals 19 félögum er fram- leiðsla eftir hverja á yfir 30 kg af dilkakjöti en fyrir allnokkrum ár- um þótti það mikill árangur hjá einstökum búum hvað þá í heilum félögum. Þessu marki ná öll félög- in í Strandasýslu nema eitt. I ein- stökum félögum eru afurðir mestar í Sf. Norðfjarðar en þar eru skýrslufærðar ær að vísu ekki nema 65 en þær ná þeim mikla árangri að skila 37,6 kg af dilka- kjöti að meðaltali. Hjá 126 ám í Sf. Eskifjarðar er framleiðsla 33,7 kg að meðaltali en þá koma stóru félögin til skjalanna, í Sf. Kirkju- hvammshrepps fást 33,4 kg eftir ána og í Sf. Blævur 33,3 kg. Við metafurðir fjölgar eðlilega mikið búum sem eru að ná mjög miklum afurðum. Samtals voru 253 aðilar, sem náðu 30 kg mörkunum, eða fleiri en nokkru sinni áður. I töflu 2 er yfirlit um þau fimm bú sem eru á toppi þessa lista haustið 2000. Þrátt fyrir miklar afurðir eru þarna ekki slegin nein eldri met. Efsta sætið skipar Lárus G. Birgisson í Miðdal í Bolungarvík, en 16 ær hans skila að meðaltali 41,3 kg af dilkakjöti. Lárus hefur oft hin síðari ár verið ofarlega á þessum lista. Sjálfur sinnir hann þessum fjárbúskap aðeins að takmörkuðu leyti eftir að hann tók að sér að leiðbeina bænd- um á Vesturlandi um sauðfjárrækt. Ljóst er af því, sem að framan hef- ur komið fram, að þar á hann óplægðan drjúgan akur áður en bændur á því svæði fara í stórum stíl að mæla sig við hann. I 3. töflu er gefið yfirlit um þau 17 bú, með 100 skýrslufærðar ær eða fleiri, sem höfðu mesta fram- leiðslu haustið 2000. Það voru 276 bú úr þessum stærðarflokki sem náðu að framleiða 28 kg af dilka- kjöti eða meira haustið 2000. Eins og síðustu ár er þama í efsta sæti bú þeirra Indriða og Lóu á Skjaldfönn. Hjá þeim eru 220 ær skýrslufærðar og þær skila að jafnaði 1,84 lömbum til nytja að hausti og reiknuð dilkakjötsfram- leiðsla er 39,5 kg eftir ána. Hér er um einstakan og frábæran árangur að ræða. Indriði hafði lýst því í viðtali í Frey fyrir nokkru árum að 40 kg markinu ætlaði hann að ná í síðasta lagi árið 2000. Þó að því marki hafi ekki verið náð er árang- urinn frábær og enn ein staðfesting um þann einstaka fjárbúskap sem þar er stundaður. Eins og á síðasta ári þá kemur bú þeirrar Hjámars og Guðlaugar á Bergsstöðum í öðru sæti. Frjósemi ánna er þar enn meiri en á Skjaldfönn því að 1,97 lömb fást til nytja að meðaltali eftir hverja á og reiknað kjötmagn er 38,8 kg eftir ána. Næstur þeim kemur nágranni þeirra, Ellert Gunnlaugsson á Sauðá, með 36,8 kg eftir ána. Þessum aðilum og raunar öllum þeim sem sjá má í töflu 3 er ástæða til að óska til hamingju Tafla 2. Bú með mest kjötmaqn eftir skýrslufærða á haustið 2000. Nafn Heimili Félag Tala áa Lömb til nytja Kg pr./á Lárgus G. Birgisson Miðdal Skutulsfjarðar 16 219 41,3 Sigurður Viðarsson Brakanda Skriðuhrepps 12 183 40,9 Steinar R. Jónasson Mjólkárvirkjun Vestur-Isfirðinga 13 185 40,0 Guðjón Jóhannesson Syðri-Knarrartungu Breiðuvíkurhrepps 22 209 39,6 Eiríkur Helgason Ytra-Gili Hrafnagilshrepps 15 200 39,6 16 - FréIYR 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.