Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 18

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 18
Sauðfjársæðingar Starfsemin árið 2000 Iþessari grein verður gefið yfir- lit um breytingar í hrútakosti sæðingarstöðvanna á árinu 2000, auk þess sem gerð er grein fyrir umfangi starfsins í des- ember. Sæðingamar eru einn grunnþátt- ur í framkvæmd ræktunarstarfsins og hefur mikilvægi þeirra farið jafnt og þétt vaxandi í þeim efnum. Umfang starfsins hefur verið að vaxa verulega þrátt fyrir að fé hafi fækkað í landinu. Mjög víða virðist að 60-80% af endumýjun í hrúta- stofninum verði með lambhrútum sem eru tilkomnir við sæðingar. Meiri notkun á sæðingum leiðir einnig til þess að víða hækkar hlut- fall ásetningsgimbra tilkominna við sæðingar. Á slíkum búum má mjög oft sjá fljótt árangur af slíku í fjár- stofninum á búinu. Allt mælir því með að umfang sæðinganna vaxi enn á næstu árum. Það gerir um leið kröfur til stöðv- anna um að þar fari fram sífelld endumýjun í hrútakosti þannig að á stöðvunum sé hverju sinni í boði blóminn af kynbótahrútum í land- inu. Til að vinna að slíku fékkst leyfi dýralæknayfirvalda haustið 1999 til að feta nýjar leiðir í hrúta- vali fyrir stöðvamar með því að fá að taka hrúta inn á stöðvamar að hausti úr einangrunargirðingum úti í héruðum þar sem úrvalshrútum hafði á nokkrum stöðum verið safnað saman til prófunar. Um þetta vísast að öðm leyti til um- fjöllunar um afkvæmarannsóknir í vorblaði Freys á þessu ári um sauð- fjárrækt og hrútaskrár sæðingar- stöðvanna. Nú gáfu stöðvarnar öðm sinni út sameiginlega glæsi- lega og vandaða hrútaskrá en sú breyting hefur tvímælalaust einnig orðið mjög til að auka áhuga á starfseminni. Jón Viðar ifiT Jónmundsson, Bænda- \ samtökum íslands --v Árið 2000 vom reknar stöðvam- ar í Laugardælum og á Möðmvöll- um. Hrútamir á stöðinni í Laugar- dælum voru 21 eða jafnmargir og árið áður, en á stöðinni á Möðm- völlum vom 22 hrútar eða tveimur fleiri en á stöðinni í Borgarnesi árið áður. Veruleg umskipti höfðu orðið á hrútastofni. Samtals 11 hrútar, sem notaðir voru árið 1999, eru nú fallnir af ýmsum ástæðum, flestir samt vegna þess að talið var að þeir hefðu lokið eðlilegu hlutverki sínu í slíkri notkun. Um var að ræða eft- irtalda hrúta: Flekk 89-965, Bjart 93-800, Njóla 93-826, Sólon 93- 977, Atrix 94-824, Kúnna 94-997, Stubb 95-815, Massa 95-841, Són 95-842, Hnoðra 96-837 og Lagð 98-819. I hrútastofn stöðvanna bættust 13 nýir úrvalshrútar. Þeir eru: Sjóður 97-846 frá Efri-Gegnishólum í Flóa undan Hörva 92-972 og Krónu 91- 390 sem er dóttir Rasps 89-151. Sjóður er hvítur og hymdur og var á stöðinni í Laugardælum. Kóngur 97-847 frá Stóru-Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi en hann er hálfbróðir Sjóðs, eins og hann son- ur Hörva 92-972 en móðir Prúð 92- 040 sem er dóttir Fóla 88-911. Kóngur er hvítur og hymdur og var notaður á stöðinni í Laugardælum. Hængur 98-848 frá Nýpugörðum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, undan Garpi 92-808 og Loðnu 96- 055 sem er undan Simba 95-010. Hængur er hvítur og hymdur og notaður á stöðinni í Laugardælum. Spónn 95-849 frá Ytri-Skógum í Austur-Eyjafjallahreppi, undan Glað 96-085 og Stássu 97-015 en faðir hennar er Moli 93-986. Spónn er hvítur og hymdur og notaður á stöðinni í Laugardælum. Flotti 98-850 frá Gnmsstöðum í Vestur-Landeyjum, undan Bút 93- 982 en móðir hans var númer 96- 612 en faðir hennar var Gráni 95- 157. Flotti, sem er hvítur og hymd- ur, var notaður á stöðinni í Laugar- dælum. Bessi 99-851 frá Háholti í Gnúp- verjahreppi, undan Mola 93-986 og ær 93-340 sem var frá Steinsholti í sömu sveit, undan Ás 90-288 frá Ásum þar í sveit. Bessi er hvítur og hymdur og notaður á stöðinni í Laugardælum. Styrmir 98-852 frá Tröðum í Staðarsveit (eigandi Eiríkur Helga- son í Stykkishólmi), undan Spón 94-993 en móðir hans, Kolla 96- 009, er dóttir Hnykks 91-958. Styrmir er hvítur og kollóttur og var hann notaður á stöðinni í Laug- ardælum. Vestri 00-853 frá Meiri-Tungu í Holtum, undan Hnykli 95-820 og Svínku 93-358 sem er undan hrút frá Næfurholti. Vestri er grábotn- óttur og kollóttur og var á stöðinni í Laugardælum en honum er öðm fremur ætlað að verða ættfaðir ís- lensks fjár í öðmm heimsálfum en ekki til stórvirkja í íslenskri sauð- fjárrækt. Stúfur 97-854 frá Bassastöðum í Kaldrananeshreppi, undan Hnífli 93-285 og ær 96-438 sem er dóttir Nökkva 91-665 frá Melum I í Ár- neshreppi. Stúfur er hvítur og koll- óttur og var á stöðinni á Möðru- völlum. Hnokki 97-855 frá Melum I í Ár- neshreppi (keyptur frá Melum II), 18 - FR€VR 10/2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.