Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 19

Freyr - 01.09.2001, Síða 19
undan Hnykk 95-780 og Prúð 94- 069 sem er dóttir Völundar 90-635. Hnokki er hvítur og kollóttur og var notaður á stöðinni á Möðruvöll- um. Hörvi 99-856 frá Melum I í Ár- neshreppi, undan Spak 98-060 og Signý 95-136 sem er undan Vöðva 94-749. Hörvi er hvítur og kollóttur og var á stöðinni á Möðruvöllum. Hagi 98-857 frá Hagalandi í Þist- ilfirði, undan Blóma 96-695 og Löngu 94-214 sem er dóttir Hólma 94-545. Hagi er hvítur og hymdur og var notaður á stöðinni á Möðm- völlum. Túli 98-858 frá Leirhöfn á Sléttu, undan Garpi 92-808 og ær 93-008 sem er dóttir Fóla 88-911. Túli er hvítur og hymdur og notaður á stöðinni á Möðruvöllum. Nánar má lesa um ættir og afrek þessara úrvalshrúta í hrútaskrá stöðvanna og einnig í grein um af- kvæmarannsóknir í sauðfjárblaði Freys frá síðasta vori. Það sem ein- kennir nýju hrútana er að þetta eru ungir gripir. Þeir em því nánast óreyndir sem ærfeður en em komn- ir á stöðvamar vegna kjötgæða hjá afkvæmum þeirra. Það vekur einn- ig athygli hve margir af þessum hrútum eru undan ungum mæðrum, undan tvævetlum eða jafnvel geml- ingslömb. Starfsemin í desember gekk með miklum ágætum á báðum stöðvun- um. Tíðarfar var mjög gott þannig engar truflanir vom á flutningi og dreifingu sæðis. Þátttaka í sæðing- um varð hjá báðum stöðvunum meiri en áður sem að sjálfsögðu er mjög jákvæð þróun. Það sem ein- kennir þróun síðustu ára er að bændur á þeim svæðum, þar sem aðeins er boðið upp á reglulegar sæðingar annað hvort ár, leita meira og meira í að nota sæðingar árlega. Einnig er sífellt meira um að bændur leiti eftir sæðingum frá báðum stöðvunum en ekki aðeins þeirri sem þjónar þeirra eigin svæði. Með því fæst sá ræktunar- legi ávinningur að betri beinn sam- anburður á hrútum á milli stöðv- anna fæst en áður var. Eðlilegt sýn- ist að hugað verði að því að bjóða upp á reglulega starfsemi um allt land á hverju ári. Samgöngur em orðnar það góðar að vandkvæði á slíku ættu að vera fá lengur þó að stöðvarnar séu aðeins tvær. Skipting eftir héröðum Sæðingar frá stöðinni í Laugar- dælum skiptust þannig eftir hér- uðum: Kjalames....................201 Borgarfjörður...............460 Snæfellsnes.................329 Dalasýsla...................418 Barðastrandarsýslur..........91 Strandasýsla................205 Skagafjörður.................10 Þingeyjarsýslur............ 153 Múlasýslur.................1633 A-Skaftafellsýsla..........1426 V-Skaftafellssýsla.........2371 Rangárvallasýsla...........1506 Ámessýsla..................1913 Vestmannaeyjar...............67 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem sæðingar eru í Vestmannaeyjum. Samtals voru sæddar 10783 ær frá stöðinni hér á landi auk þess sem sæði var sent til Vesturheims. Frá stöðinni á Möðruvöllum var skipting milli héraða þessi; Borgarfjörður.................50 Dalasýsla ...................473 Vestfirðir ..................568 V-Húnavatnssýsla............1141 A-Húnavatnssýsla.............726 Skagafjörður................1571 Eyjafjörður.................1294 S-Þingeyjarsýsla............2681 N-Þingeyjarsýsla ...........1524 Austurland .................1644 A-Skaftafellssýsla............85 Samtals voru því sæddar frá stöð- inni 11.747 ær. Eins og ætíð þá vom hrútamir misvinsælir til notkunar og aldrei mögulegt að fullnægja eftirspum eftir vinsælustu gripunum hverju sinni. Tveir hrútar forfölluðust að vísu að mestu í notkun, sinn á hvorri stöð. Sveppur 94-807 á stöðinni í Laugardælum, þar sem hann átti að vera í notkun fjórða árið í röð, var alveg óvirkur sem sæðisgjafi nema rétt í byijun vertíðarinnar og var því felldur eftir sæðingarvertíð. Stúfur 97-854 á stöðinni á Möðruvöllum, sem þar var nýr á stöð en hafði vakið mikla athygli og var mjög eftirspurð- ur, var aðeins virkur sem sæðisgjafi Bessi 99-851, einn af nýjum hrútum á sæðingarstöð haustið 2000. Frévr 10/2001 - 19

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.