Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 19

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 19
undan Hnykk 95-780 og Prúð 94- 069 sem er dóttir Völundar 90-635. Hnokki er hvítur og kollóttur og var notaður á stöðinni á Möðruvöll- um. Hörvi 99-856 frá Melum I í Ár- neshreppi, undan Spak 98-060 og Signý 95-136 sem er undan Vöðva 94-749. Hörvi er hvítur og kollóttur og var á stöðinni á Möðruvöllum. Hagi 98-857 frá Hagalandi í Þist- ilfirði, undan Blóma 96-695 og Löngu 94-214 sem er dóttir Hólma 94-545. Hagi er hvítur og hymdur og var notaður á stöðinni á Möðm- völlum. Túli 98-858 frá Leirhöfn á Sléttu, undan Garpi 92-808 og ær 93-008 sem er dóttir Fóla 88-911. Túli er hvítur og hymdur og notaður á stöðinni á Möðruvöllum. Nánar má lesa um ættir og afrek þessara úrvalshrúta í hrútaskrá stöðvanna og einnig í grein um af- kvæmarannsóknir í sauðfjárblaði Freys frá síðasta vori. Það sem ein- kennir nýju hrútana er að þetta eru ungir gripir. Þeir em því nánast óreyndir sem ærfeður en em komn- ir á stöðvamar vegna kjötgæða hjá afkvæmum þeirra. Það vekur einn- ig athygli hve margir af þessum hrútum eru undan ungum mæðrum, undan tvævetlum eða jafnvel geml- ingslömb. Starfsemin í desember gekk með miklum ágætum á báðum stöðvun- um. Tíðarfar var mjög gott þannig engar truflanir vom á flutningi og dreifingu sæðis. Þátttaka í sæðing- um varð hjá báðum stöðvunum meiri en áður sem að sjálfsögðu er mjög jákvæð þróun. Það sem ein- kennir þróun síðustu ára er að bændur á þeim svæðum, þar sem aðeins er boðið upp á reglulegar sæðingar annað hvort ár, leita meira og meira í að nota sæðingar árlega. Einnig er sífellt meira um að bændur leiti eftir sæðingum frá báðum stöðvunum en ekki aðeins þeirri sem þjónar þeirra eigin svæði. Með því fæst sá ræktunar- legi ávinningur að betri beinn sam- anburður á hrútum á milli stöðv- anna fæst en áður var. Eðlilegt sýn- ist að hugað verði að því að bjóða upp á reglulega starfsemi um allt land á hverju ári. Samgöngur em orðnar það góðar að vandkvæði á slíku ættu að vera fá lengur þó að stöðvarnar séu aðeins tvær. Skipting eftir héröðum Sæðingar frá stöðinni í Laugar- dælum skiptust þannig eftir hér- uðum: Kjalames....................201 Borgarfjörður...............460 Snæfellsnes.................329 Dalasýsla...................418 Barðastrandarsýslur..........91 Strandasýsla................205 Skagafjörður.................10 Þingeyjarsýslur............ 153 Múlasýslur.................1633 A-Skaftafellsýsla..........1426 V-Skaftafellssýsla.........2371 Rangárvallasýsla...........1506 Ámessýsla..................1913 Vestmannaeyjar...............67 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem sæðingar eru í Vestmannaeyjum. Samtals voru sæddar 10783 ær frá stöðinni hér á landi auk þess sem sæði var sent til Vesturheims. Frá stöðinni á Möðruvöllum var skipting milli héraða þessi; Borgarfjörður.................50 Dalasýsla ...................473 Vestfirðir ..................568 V-Húnavatnssýsla............1141 A-Húnavatnssýsla.............726 Skagafjörður................1571 Eyjafjörður.................1294 S-Þingeyjarsýsla............2681 N-Þingeyjarsýsla ...........1524 Austurland .................1644 A-Skaftafellssýsla............85 Samtals voru því sæddar frá stöð- inni 11.747 ær. Eins og ætíð þá vom hrútamir misvinsælir til notkunar og aldrei mögulegt að fullnægja eftirspum eftir vinsælustu gripunum hverju sinni. Tveir hrútar forfölluðust að vísu að mestu í notkun, sinn á hvorri stöð. Sveppur 94-807 á stöðinni í Laugardælum, þar sem hann átti að vera í notkun fjórða árið í röð, var alveg óvirkur sem sæðisgjafi nema rétt í byijun vertíðarinnar og var því felldur eftir sæðingarvertíð. Stúfur 97-854 á stöðinni á Möðruvöllum, sem þar var nýr á stöð en hafði vakið mikla athygli og var mjög eftirspurð- ur, var aðeins virkur sem sæðisgjafi Bessi 99-851, einn af nýjum hrútum á sæðingarstöð haustið 2000. Frévr 10/2001 - 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.