Freyr - 01.09.2001, Page 21
Alyktanir aðalfundar
Landssamtaka sauðfjárbænda 2001
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var hald-
inn á Selfossi dagana 28. og 29. júní 2001. Hér á eftir
fara heistu ályktanir fundarins en fundargerðin
ásamt öllum ályktunum fundarins er birt á heima-
síðu Bændasamtakanna, www.bondi.is
Mat á landnýtingu
vegna gæðastýringar
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 krefst þess að stað-
ið verði við viljayfirlýsingu vegna
mats á landnýtingu sem fylgdi sauð-
fjársamningi. Jafnframt að mat á
landi liggi fyrir sem fyrst. Þá skorar
fundurinn á Alþingi að ganga frá
lagasetningu varðandi gæðastýringu
í sauðfjárrækt þegar á haustþingi
svo að hægt verði að fara í síðari
áfanga gæðastýringamámskeiða.“
Fækkun refa og minka
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 skorar á stjómvöld
að auka vemlega fjárveitingar til
eyðingar refa og minka þar sem
ljóst er að fjölgun þessara meindýra
hefur haft mjög skaðleg áhrif á líf-
ríkið. Jafnframt bendir fundurinn á
að endurgreiðsla á virðisaukaskatti
til sveitarfélaga af meindýraeyð-
ingu hefur ekki fengist, sem er þó
sjálfsögð réttlætiskrafa.“
Flutningskostnaður
á sláturfé
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til slátur-
leyfishafa að flutningskostnaður
verði reiknaður á stykkið en ekki á
kíló.“
Ullarmat
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til ull-
armatsnefndar að tekinn verði upp
lambsullarflokkur í staðinn fyrir úr-
valsflokk."
Lausnar verði leitað
vegna vandamála Goða hf.
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til stjóma
Landssamtaka sauðfjárbænda og
Bændasamtaka Islands að þær leiti
lausnar á þeim vanda sem hefur
skapast varðandi slátmn á vegum
Goða hf. á komandi hausti. Mark-
miðið verði að tryggja bændum
slátmn og fullar greiðslur fyrir af-
urðir á eðlilegum tíma.“
Miðlun á dilkakjöti
milli sláturleyfishafa
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til stjóm-
ar Landssamtaka sauðfjárbænda að
hún beiti sér fyrir því að dilkakjöti
verði miðlað milli sláturleyfishafa
þannig að vöntun eins hamli aldrei
sölu.“
Útflutningsskylda
á dilkakjöti
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 leggur til að út-
flutningsskylda verði 10% frá 10.-
31. ágúst, 20% í september og
október, nema nýjustu sölutölur
gefi tilefni til breytinga, og 12% frá
1 .-20. nóvember."
Ein útflutningsprósenta
fyrir hvert ár
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til stjóm-
ar Landssamtaka sauðfjárbænda að
hún taki til ítarlegrar athugunar fyr-
ir næsta ár að aðeins ein útflutn-
ingsprósenta gildi fyrir hvert ár.“
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 leggur til að leitað
verði allra ráða til að auka tekjur
samtakanna, t.d. með því að auka
hlut Landssamtaka sauðfjárbænda í
búnaðargjaldi.“
Lækkun tryggingagjalds
og verðs á raforku
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til stjóm-
ar LS að beita sér fyrir því að trygg-
ingargjald og raforka lækki til land-
búnaðar.
Greinargerð:
Raforku ætti að vera hægt að
lækka til íslenskrar atvinnustarf-
semi (landbúnaðar) ekkert síður en
til erlendrar stóriðju í landinu. Ekki
er heldur ásættanlegt að bændur
greiði fullt tryggingargjald miðað
við þá möguleika sem þeir hafa nú
til atvinnuleysisbóta.“
Reglugerð nr. 60/2000 um
aðbúnað sauðfjár verði breytt
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda 2001 beinir því til stjóm-
ar LS að aðbúnaðarreglugerð sauð-
fjár nr. 60/2000, verði endurskoðuð.
Greinargerð:
Segja má með fullum rétti að við-
auki við aðbúnaðarreglugerð sauð-
fjár, nr. 60/2000, komi aftan að
þeim bændum sem á undanfömum
ámm hafa búið með fé í góðri trú
um að þeir hefðu nægjanlegt hús-
rými samkvæmt gildandi reglugerð.
Telur fundurinn ekki raunhæft að
ekki sé gerður greinarmunur á rúnu
og órúnu fé í þessum efnum.“
Vandað verði til töku
garna- og heilasýna
„Aðalfundur Landssamtaka sauð-
pR€VR 10/2001 - 21