Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 30

Freyr - 01.09.2001, Síða 30
Bak Við stigagjöf fyrir þennan þátt er mjög stuðst við ómsjármælingu bæði mælitölur og stigun fyrir lög- un bakvöðva. Hér væri 7,5 orðið slakt ásetningslamb og færri stig hrein falleinkunn. 10,0: Eitthvað alverg einstakt sem tæpast hefur áður sést. Þykkt bakvöðva í allra efstu mörk- um þess sem mælst hefur, þunn fita og lögun bakvöðva 5. í átaki væri feikilega þykkt, breitt og sterkt bak. 9,5: Fádæma góð bakhold. Þykkt bakvöðva í allra efstu mörkun, lítil fituþykkt, lögun 5. Átak frábært og bak breitt. 9,0: Frábær bakhold. Mjög þykk- ur bakvöðvi, fremur lítil fita, gerð vöðva ekki lægri en 4. Átak feikilega gott og spjald- breidd mikil. 8,5: Mjög góð bakhold. Bak- vöðvi mælist mjög þykkur í ómsjá, fituþykkt innan hæfi- legra marka, lögun ekki lægri en 4. Átak mjög gott, bak sterkt og spjaldbreidd góð. 8,0: Góð bakhold. Þykkt óm- vöðva í góðu meðallagi (æskilegt að sett séu tiltekin lágmörk, að teknu tilliti til fallþunga fyrir hverja ómsjá) og fita ekki óhæfileg. Lögun ekki lægri en 3. Gott átak á baki, háþom eða þverþom finnist vart og spjaldbreidd í góðu lagi. 7,5: Greinileg aðfinnsluatriði, en lambið kemur þó til greina sem ásetningslamb. Þykkt ómvöðva í meðallagi, of mikil fita, leiðindalögun bakvöðva. Átak lítilega gall- að, spjaldbreidd í neðri mörkum, linur í baki. 7,0: Áberandi gallar. Ommæl- ingu talsvert áfátt, bæði um þykkt og lögun. Átak greinilega gallað, greinilega finnst fyrir háþornum og þverþornum. Spjaldbreidd áfátt. 6,5: Áberandi gallar, slakt slát- urlamb. Malir Hér em viðmiðanir líkar og fyrir bak. Ásetningshrútar helst með 8 eða meira, 7,5 sleppur, en 7 væri falleinkunn. Við mat á þessum eig- inleika er einnig mikil þörf á að reyna að glöggva sig á hvort um geti verið að ræða fitupunga og forðast ofstigun þeirra. 10,0: Eitthvað einstakt og því vart notað. 9,5: Fádæma góð malahold. Feikilega breiðar, langar malir með kúptum mjög þykkum vöðva. 9,0: Frábær malahold. Mjög breiðar, jafnar malir með góða lengd.Vöðvafylling feikilega mikil og vöðvi vel kúptur. 8,5: Mjög góð malahold. Ágæt- lega breiðar, jafnar, nokkuð langar malir með þykkan vel fylltan og kúptan vöðva. 8,0: Góð malahold. Breiðar, jafn- ar og vel holdfylltar malir. Malir mega vera hallandi eða afturdregnar ef holdfylling er góð. 7,5: Greinilegir gallar. Malir full grannar, full stuttar malir, afturdregnar malir, aðeins tortuberir. Holdfylling ekki meiri en í meðallagi. 7,0: Áberandi gallar. Mjög grannar malir, alltof stuttar malir, áberandi tortuber. Vöðvafylling slök, þannig að líklega er ekki um að ræða nema O lamb. 6,5: Óhæfur gripur, slakt slátur- lamb. Lamb sem áreiðanlega getur ekki flokkast ofar en í Oflokk. Læri Þetta er vafalítið langmikilvæg- asti þátturinn í mati á lömbunum. Hér þarf að leggja mikla áherslu á skýran mun á milli 16 og 15,5 í mati. Stigun 16 á að vera lágmarks- mat fyrir ásetningslamb, en 15,5 í einkunn fyrir læri á að jafngilda því að lambið sé ekki, vegna læra- holda, talið hæft í ásetning. 20,0: Tala sem tæplega er notuð. 19,5: Einstök lærahold. Ótrúlega mikil vöðvafylling í lærum, bólgnir vöðvar sem bunga alls staðar bæði utan- og inn- anlæris. Öruggt að lærafyll- ing mætir kröfum um E flokk í kjötmati. 19,0: Fádæma góð lærahold. Feikilega þykkur, kúptur vöðvi sem klæðir alveg niður á hækil og einstök fylling í krika. Nánast víst að ætti að flokkast sem E. 18,5: Feikilega mikil lærahold. Gífurlega mikill þykkur og kúptur vöðvi með frábæra fyllingu í krika. Mjög líklega E flokkur. 18,0: Gríðarlega mikil lærahold. Mjög þykkur kúptur vöðvi sem fyllir vel í krika. Áreið- anlega U flokkur, jafnvel E. 17,5: Umtalsverð lærahold. Mjög mikill og þykkur lærvöðvi með góða fyllingu í krika. Nokkuð víst að flokkaðist í Uflokk. 17,0: Veruleg lærahold. Mikill og þykkur lærvöðvi sem fyllir vel í krika. Góðar líkur að sé U lamb, en áreiðanlega ekki neðar en R. 16,5: Mjög góð lærahold. Góð fylling bæði niður á hækil og í krika og vel þykkur lær- vöðvi með ávölun línum þannig að áreiðanlega sé um R flokk að ræða. 16,0: Góð lærahold. Vöðvinn fyll- ir bæði niður á hækil og upp í krikann og er um leið nokk- uð þykkur og ávalur, þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að um R lamb sé að ræða. 15,5: Gallar í læraholdum. Vantar vöðva niður á hækil, fyllingu í krika ábótavant, vöðvi of langur og ekki nægjanlega þykkur. Talsverðar líkur á að um O flokks lamb sé að ræða. 30 - FR6VR 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.