Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2001, Page 31

Freyr - 01.09.2001, Page 31
15,0: Verulega gölluð lærahold. Lamb sem áreiðanlega getur ekki flokkast nema í O flokk. 14,5: (eða lakara). Afleit lærahold. Um er að ræða lömb sem lík- ur eru á að gætu farið að flokkast í P. UIl Fyrir þennan eiginleika skal miða við að helst eigi ásetnings- hrútar að ná 8 (nema mislitir eða dökkir hrútar), lömb með 7,5 teljast samt ásetningshæf, 7 verður hins vegar falleinkunn fyrir þennan eig- inleika. 10,0: Einstakir ullareiginleikar og feikilegt ullarmagn, tæplega notað. Um væri að ræða ein- staklega mikla, hreinhvíta, hrokkna, en um leið silki- mjúka ull með mikinn gljáa. 9,5: Fádæma ullargæði. Gífur- lega mikið ullarmagns, en um leið að öllu leiti gallalaus ull að gæðum og mjög fín og tog mjúkt og liðað. 9,0: Frábær ull að magni og gæð- um. Mjög mikið ullarmagn en um leið frábær ullargæði, alhvít kind með mjúka og fína og glansandi ull. 8,5: Mjög góð ull. Ullarmagn mikið og ullargæði góð. Um er að ræða alhvítan einstakl- ing með fremur fína ull. 8,0: Góð ull. Ullarmagn hið minnsta í meðallagi. Yfirleitt vel hvít kind, má finnast gult á haus og fótum en vart finn- ast gul hár á bol, ef til vill ör- lítið í skæklum eða á mölum. Svört og mórauð lömb með hreinan, jafnan lit, mikið ull- armagn og fína ull. 7,5: Greinilegir gallar. Ullarmagn ef til vill í tæpu meðallagi. Gul hár greinileg í ull en ull- in samt ekki áberandi gróf, ekki augljósir aðrir áberandi gæðagallar á ull. Dökkar kindur með hreina liti og meðalull að magni og fín- leika fá einnig þessa eink- unn. Refsað er með þessari einkunn fyrir áberandi dökk- ar dropur á haus. 7,0: Verulega gölluð ull. Mjög lítil ull að magni. Mjög áber- andi gular illhærur í ull. Mjög gróf og ójöfn ull. Ohreinir dökkir litir. Tvflitar kindur. (Þessi einkunn fellir að sjálfsögðu ekki tvílitt lamb sem ásetningslamb). 6,5: (eða lægra). Óhæf ull. Ullar- snoðin, algul kind, hvítar ill- hærur, úr hófi gróf ull, áber- andi dökkir blettir á bol. Slæmur dökkur litur eða mislitur, einnig t.d. goltótt sem er áberandi gult um leið á bol. Fætur Hér er beitt sömu aðferð og við stigun fyrir haus. Ekki er stigað hærra en 8 fyrir þennan eiginleika en 8 stig fá hins vegar öll lömb sem eru í lagi, 7,5 er gallað og 7,0 er orðin hrein falleinkunn. 8,0: Fótstaða í lagi þannig að ekki er ástæða til að lækka heildareinkunn vegna þessa eiginleika. 7,5: Greinilegur galli. Náin fót- staða, áberandi grannir og veiklulegir fætur, linar kjúk- ur, vottar fyrir snúningi í fót- stöðu. 7,0: Verulega gallað, þannig að ekki komi í ásetning. Greini- lega snúin fótstaða. Mjög slakar kjúkur. Fótstaða sem greinilega háir hreyfingum lambsins. 6,5: (eða lægra). Akaflega alvar- legir gallar eða hrein van- sköpun. Samræmi Þessi eiginleiki er samsafn nokkurra atriða sem eðlilegt er að horfa til þegar verið er að meta væntanleg ásetningslömb, en eru atriði sem koma ekki beint í mat á öðrum eiginleikum. Þarna ber að nota 8 fyrir það sem við erum vel sátt við. Hærri einkunnir eru not- aðar fyrir áberandi kosti, bollöng, kviðlétt lömb með gott samræmi í byggingu. 7,5 sett á galla, sem eru samt ekki meiri en svo að við getum fellt okkur við lambið sem ásetningslamb. Einkunn 7 eða lægra væri hins vegar túlkað þannig að lambið sé, vegna aug- ljósra galla, sem ekki koma í stig- un á öðrum eiginleikum, ekki tækt sem ásetningslamb. Við þessa stigagjöf hlýtur fyrst og fremst að verða að horfa á atriði sem eru ekki með í annarri stigun eða mælingum á lambinu. Rétt er að geta hnikað heildareinkunn til um hálft stig upp eða niður, hafi lambið verið of stíft eða vægt metið í heild með þessari eink- unn. Þættir sem eðlilegt er að valdi því að lamb falli niður á 7 eða lægri einkunn ættu að vera: Eineistungar, ákaflega bolstutt lömb, áberandi kviðmikil lömb, sérstaklega bagga- kviðuð lömb, mjög háfætt lömb, og áberandi siginn hryggur. Aðrir út- litsgallar sem eru það áberandi að lambið komi ekki til álita sem ásetningslamb. Hér er hins vegar rétt að athuga að alls ekki ber hér að draga niður fyrir alvarlega galla á haus eða fótum sem áður er búið að refsa eða fella viðkomandi ein- stakling fyrir. Ætíð verður að hafa hugfast að stigun sem þessi á búfé er mat. Þess vegna verður ætíð einhver breyti- leiki í áherslum og vægi hjá ein- stökum dómurum. í eðli sínu er ætíð talsverður munur á mati, eins og hér er lýst, og hins vegar mæl- ingum með stöðluðum mælitækj- um. Forsíðumynd Á forsíðu er mynd af þremur hrútum í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi haustið 2001. Þeir eru taldir frá vinstri: Trítill Molason, Dreitill Læksson og Stútur Bútsson. FR€VR 10/2001 - 31

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.