Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2001, Side 40

Freyr - 01.09.2001, Side 40
Gæðastýring í sauðfjárrækt Gæðastjómun, gæðakerfí, gæðahandbók, gæða- stýring, gæðaeftirlit, gæðavottun og svo framvegis. Þessi hugtök heyrast oftar og oftar nefnd þegar einhvem rekstur ber á góma. I hugum sumra fela þessi hugtök í sér töfralausnir sem leysa allan vanda þeirra sem þau nota. Svo er þó auðvitað alls ekki. En þessi hugtök eru hluti af stjómunaraðferðum sem geta virk- að sem öflugt hjálpartæki í rekstri. Hugtakið gæðastjómun er yfir- heiti sem í raun inniheldur öll hin. Orðið gæðastjómun getur því verið notað yfir ólík viðfangsefni og spannar allt frá stefnumótun fyrir- tækis til handþvottar starfsfólks svo að dæmi sé tekið. Gæðastýring er þrengra hugtak en gæðastjórnun og nær einungis yfír framleiðsluhluta fyrirtækis. Gæðastýring felur í sér skjalfestar verklýsingar, auk skrán- ingar á lykilupplýsingum varðandi framleiðsluna. Áhersla á vottuð gæðastýringar- kerfi í matvælaiðnaði hefur aukist mjög á síðustu árum í kjölfar meiri fjarlægðar milli framleiðenda og neytenda. Það sést ekki alltaf á vömnni hvort hún er vistvæn fram- leiðsla, þar sem virt er velferð dýra og náttúru, eða afurð mengandi verksmiðjubúskapar. Þeir sem framleiða vöm á vistvænan hátt, eins og íslenskir bændur gera að mestu leyti, þurfa því að sanna framleiðsluaðferðimar fyrir þeim hluta neytenda sem lætur sig þær einhverju varða. Og þeim neytend- um virðist fara fjölgandi. Á innan- landsmarkaði, þar sem fjarlægðin er minni, er síður þörf fyrir slíka sönnun enda bera flestir Islending- ar verðskuldað traust til íslenskra bænda. Þegar gæðakerfi eru samin er Sigurður Eiríksson, verkefnisstjóri, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri grundvallaratriði að þau falli vel að starfseminni sem þau ná yfir því að þau eiga að vera hluti af eðlilegri starfsemi fyrirtækisins en ekki megintilgangur þess. Það er því höfuðviðfangsefni að gera kerfið skilvirkt þannig að það komi að sem mestu gagni án þess að verða skrifræðisbákn með sjálfstæða til- vem. Flest lönd sem við miðum okkur við eru að taka upp einhvers konar gæðastýringu í landbúnaði. Norð- urlöndin eru komin þónokkuð áleiðis og eru tilbúin með gæða- kerfi fyrir flestar búgreinar. Það má alveg reikna með því að allur búskapur framtíðarinnar muni nota gæðastýringarkerfi sem tekur til alls framleiðsluferilsins, bæði nýt- ingu aðfanga og nýtingu náttúrunn- ar. Fyrirsjáanlegt er að aðlaga þarf sameiginlega þætti gæðastýringar í sauðfjárrækt sambærilegu kerfi sem mun koma í nautgriparækt og mjólkurframleiðslu þannig að kom- ið sé í veg fyrir tvíverknað og þannig að slík gæðastýring virki sem best fyrir blandaðan búrekstur. Gæðakerfið, sem sauðfjárfram- leiðendur em að taka í notkun, er staðlað kerfi þannig að allir eru að nota sama kerfíð. Helstu gallar slíks fyrirkomulags eru þeir að kerfíð er ekki klæðskerasaumað að mismunandi verklagi og aðstæðum framleiðenda. Kostimir eru aftur á móti þeir að allir eru að vinna með sama kerfi sem gerir kerfíð ódýrara í uppbyggingu, viðhaldi og eftirliti, auk þess sem það margfaldar úr- vinnslumöguleika á þeim gögnum sem safnað er. I því sambandi má nefna að gert er ráð fyrir því að all- ar skráningar í kerfið verði inn- byggðar í nýjum útgáfum af forrit- unum Fjárvís og NPK og er þá gæðakerfið nær fullkomlega raf- rænt fyrir þá sem það kjósa. Síðast en ekki síst þá fylgir stöðl- uninni sá kostur að hægt er að votta alla þátttakendur í kerfinu með því að gera nákvæma skoðun á litlu úr- taki sem tekið er tilviljunarkennt úr hópnum. Uppbygging gæðahandbókar sauðfjárbænda Ég ætla að lýsa hér stuttlega hvernig gæðahandbók sauðfjár- bænda er byggð upp og vil benda áhugasömum á að handbókin er vistuð á heimasíðu bænda- samtakanna, www.bondi.is, og þar er hægt að skoða hana og prenta út, jafnt eyðublöð sem upplýsingar. Gæðastýring í sauðfjárrækt byggir á skjalfestingu á þeim að- stæðum og aðferðum sem notaðar eru við framleiðsluna. Tilgangurinn með slíkum skrán- ingum er tvíþættur: Annars vegar eru upplýsingamar notaðar við markaðssetningu á vör- unum, þ.e. skráningin hefur þann tilgang að upplýsa neytandann eða fulltrúa hans um það hvemig kjötið er framleitt. Á síðustu ámm hafa markaðsaðstæður breyst á alþjóð- legum matvælamarkaði á þann hátt að nær ómögulegt er að markaðs- setja vöru á þeim gmndvelli að hún sé á einhvem hátt hreinni og betri en önnur án þess að sanna þá full- yrðingu með einhverju slíku skrán- ingarkerfi. Hins vegar hefur skráning slíkra upplýsinga þann tilgang að vera 40 - pR€VR 10/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.