Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 44

Freyr - 01.09.2001, Síða 44
beitinni og allt að 4 kg í bestu ár- um. Skrokkmælingar sýndu að vöðvar og bein höfðu vaxið veru- lega á tilraunatímanum og fita jókst hlutfallslega minna en búast mátti við miðað við þungaaukningu. A þessum tíma var féð á Hesti af vest- firskum stofni og fremur stórvaxið. Niðurstöður tilrauna á Hesti 1968 og 1969 voru á sömu lund, lömb á kálbeit bættu við sig 2,4 til 4,7 kg af kjöti umfram samanburð- arhópa á úthaga. í þessum tilraun- um kom fram að lifur lamba á kál- beit var allt að 90% þyngri en lamba á úthaga og skjaldkirtill meira en tvöfalt þyngri. Þetta var talin vera afleiðing af mikilli um- setningu næringarefna í gripum sem eru á kjammiklu fóðri og ekk- ert benti til að neitt amaði að lömb- unum. Þegar lömb voru tekin af kálbeit og sett á tún, léttust bæði lifur og skjaldkirtill. Sigurgeir Þorgeirsson o. fl. (1990) könnuðu samhengi fitu- þykktar á síðu (J-mál) og fallþunga í lömbum sem slátrað var af úthaga og af kálbeit á Hesti 1965-1958 og sýndu fram á að fita jókst hlutfalls- lega minna með auknum þunga lamba á kálbeit, eða um 0,5 mm/kg fallþunga í samanburði við 0,7 mm/kg í skrokkum af úthagalömb- um. Þessi niðurstaða er í samræmi við fyrri niðurstöður frá Hesti. Gögn um kálbeit lamba á Hesti á tímabilinu 1965-1977 voru birt í Handbók bænda 1979 og voru nið- urstöður þær að hrútlömb höfðu að meðaltali bætt fallþunga um 3,35 kg og gimbrar um 2,88 kg eftir 34,9 daga meðalbeitartíma (30-44 dag- ar). Töluverðar árasveiflur voru í þessum gögnum. Beit á kál í styttri tíma en 30 daga gaf mun lakari árangur, miðað við vaxtarauka á dag, enda reiknað með að fyrsta vikan á kálbeit nýtist illa á meðan lömbin eru að venjast fóðurkálinu. Samanburður á grœnfóðurbeil og innibötun. I tilraunum á Möðruvöllum og Skriðuklaustri 1976-1978 var böt- un á grænfóðurbeit borin saman við innifóðrun, ýmist á heyi og kjam- fóðri, graskögglum og fiskimjöli og næpum í einu tilfelli. Tilraun- imar stóðu í frá 21 degi upp í 34 daga og beitt var á fóðurkál, næpur og rýgresi. Grænfóðurbeitin gafst að jafnaði betur en innifóðrun, fall- þungaaukning lamba á beit var frá 2 kg upp í 4,8 kg í hverri tilraun, yf- irleitt mest á fóðurkálinu, þó að munur væri oft óverulegur á græn- fóðurtegundum. Besti árangur af innifóðmn náðist í síðustu tilraun- inni á Skriðuklaustri 1978, þar sem fóðrað var á heyi og kúafóður- blöndu, og þar jókst fallþungi um 2,3 kg á 29 dögum. Betri árangur af innifóðrun í þessari tilraun held- ur en öðmm má að öllum líkindum skýra með því að þama var prótein- hlutfall í fóðrinu tiltölulega hátt, en nokkuð skorti á það í flestum hinna tilraunaliðanna. í einni af þessum tilraunum voru könnuð áhrif þess að taka lömb af grænfóðri viku fyr- ir slátrun og beita á tún eða fóðra inni. Þau lömb, sem beitt var á há, töpuðu hluta af fallþungaaukning- unni á þessari síðustu viku en inni- fóðruðu lömbin héldu sama þunga og lömbin sem tekin vom beint af káli. Niðurstöður skrokkmælinga og krufninga úr tilraununum á Skriðuklaustri sýndu eðlilegan vöxt beina, vöðva og fitu í lömbum á grænfóðurbeit en vöðvar rýmuðu hins vegar eða stóðu í besta falli stað í lömbum, sem fóðruð voru inni, og fituhlutfall hækkaði. Þetta var mest áberandi við fóðrun á fitu- blönduðum graskögglum en pró- teininnihald kögglanna reyndist mjög lágt, enda skýrist vöðvarým- un yfirleitt af próteinskorti. í til- rauninni 1978 þyngdust lömbin mikið í öllum tlokkum og fita á hrygg mældist á bilinu 4-5 mm, sem er meira en í öðrum tilraunum (sjá 1. töflu). Samanburður á háarbeit og kál- beit. Tilraunir á Hesti 1979 og 1980 (Halldór Pálsson o.fl., 1981) sner- ust um samanburð á háarbeit og kálbeit og sérstaklega var meining- in að kanna mun á beit á há, sem bitin hafði verið áður, í samanburði við friðaða, áboma há. Þetta var þó aðeins gert fyrra árið. Niðurstöður sýndu jafnmiklar framfarir hjá lömbum á há, sem hafði verið frið- uð og á kálbeit en þessir flokkar bættu við sig 2-3 kg í fallþunga á 34 dögum. Hins vegar var ekki góður árangur af beit á há sem hafði verið beitt fyrr um sumarið, þó að uppskera væri nægileg. Mælingar á meltanleika og próteini í beitargróðrinum voru í samræmi við þessar niðurstöður, meltanleiki fóðurkálsins mældist 87% í upphafi tilraunar, 76% í óbitinni há en ein- ungis 63% í bitinni há. Hráprótein var hæst í fóðurkálinu (27,8%) en svipað í báðum háarhólfunum (18,6og 18,9%). Meltanleiki gróð- urs á úthaga (mýri) var hins vegar aðeins 49 % með 8,7% hrápróteini, enda nær engin framför í lömbum sem þar var beitt. Meltanleiki lækkaði í öllum beitargróðri á til- raunatímanum. Mælingar á fitu og vöðva á skrokkum voru í samræmi við fyrri niðurstöður, töluverð aukning var á þykkt hryggvöðva í flokkum þar sem lömbin uxu vel, samhliða aukningu í fitu. Meðal- þykkt fitu á síðu var innan við 10 mm í öllum flokkum í þessum til- raunum, nema öðrum kálflokknum 1980 en þá var tekið fram að hluti lambanna í tilrauninni hefði í raun ekki átt erindi í bötun undir venju- legum kringumstæðum. Samanburður á beittu og friðuðu landi til haustbötunar. Ahrif hni'sla- lyfja- Síðasta tilraunin í þessari röð 1981, var nokkuð breytt og áhersla lögð á að kanna mun á beittu og frið- uðu landi, bæði há og úthaga, en kálbeit var ekki hluti af þeirri tilraun. Meltanleiki og prótein magn var svipað í bitinni og óbitinni há í þeirri tilraun (um 70% meltanleiki og um 17% hráprótein) en verulegur munur var á vexti lamba. Bestur vöxtur var 44 - pR€VR 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.