Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 47

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 47
2. tafla. Útlagður kostnaður við ræktun nokkurra grænfóðurtegunda (sjá nánar um forsendur í texta) 75% 50% Grænf. - teg. Fræ, kr./ha Áburður, Vélakostn. Útl. kostn. Uppskera, kr./ha kr/ha alls, kr./ha kg þe/ha FEm/kg þe FEm/ha nýting, kr/ FEm nýting, kr/FEm V.rýgresi 4.000 14.400 6.000 24.400 6.000 0,87 5.220 6,23 9,35 Bygg 9.500 14.400 6.000 29.900 5.000 0,78 3.900 10,22 15,33 Hafrar 11.600 18.000 6.000 35.600 7.000 0,82 5.740 8,27 12,40 Mergkál 6.875 15.600 6.000 28.475 5.250 0,99 5.198 7,30 10,96 V. repja 1.140 15.600 6.000 22.740 6.250 0,99 6.188 4,90 7,35 Næpa 1.620 15.600 6.000 23.220 7.000 0,99 6.930 4,47 6,70 nýtingu. Vetrarrepja og næpa eru líklega ódýrustu tegundimar, vegna lágs frækostnaðar, en vetrarrýgresi og fóðurmergkál fylgja fast á eftir (2. tafla). Framleiðslugeta á hektara Hver er þá framleiðslugetan á hektara? Við skulum segja að við viljum ná 250 g aukningu lifandi þunga á dag, sem gæti þýtt um 0,7 kg kjötþungaaukningu á viku. Er það ekki fjarri lagi miðað við ýms- ar af þeim tilraunaniðurstöðum sem getið er um hér að framan. Lamb af meðalstærð þarf allt að 1,5 FEm á dag til að ná slíkum vexti (Jó- hannes Sveinbjömsson & Bragi L. Ólafsson, 1999). Tökum sem dæmi vetrarrepju sem skv. 2. töflu gefur 6.188 FEm/ha. Miðað við fulla nýtingu, sem reyndar er ekki raunhæfur möguleiki, væru beitar- dagar á hektara af repjunni: 6188/1,5 = 4.125. Ef við komum okkur niður á jörðina og segjum að nýtingin sé aðeins 50% þá em beit- ardagamir 2.062, en 3.094 ef nýt- ingin er 75%. Hvað þýðir þá þessi beitardagafjöldi? Við skulum segja að við setjum það markmið að beita lömbunum á repjuna í 5 vikur, eða 35 daga, sem út frá tilraunaniður- stöðum hefur oft verið nefnt sem lágmarkstímalengd bötunar. Ef við deilum með þessum 35 dögum á lamb í heildarfjölda beitardaga þá fáum við 2062/35 = 59 lömb á ha miðað við 50% nýtingu, en 3094/35= 88 lömb á ha miðað við 75% nýtingu. Ef við rúnnum töl- umar aðeins af þá getum við sagt að hver hektari af repjunni í þessu tiltekna dæmi framfleyti um 60-90 lömbum (háð nýtingu) í fimm vik- ur, og á þeim tíma gemm við ráð fyrir að þau vaxi um 0,7 x 5 = 3,5 kg kjöts. Þetta samsvarar vel þeirri reynslu úr tilraunum að hektarinn af grænfóðrinu dugi 70-100 lömb- um í mánuð. Miðast þetta við að ræktun heppnist tiltölulega vel. Góð plæging, hæfileg vinnsla og vönduð sáning og áburðardreifing eru þar lykilatriði, án þess að hér verði farið frekar út í þá sálma. Kostnaður á kg kjöts Kjötmagnið sem hver ha repj- unnar í dæminu að ofan býr til er 210 kg (60 lömb x 3,5 kg) eða 315 kg (100 lömb x 3,5 kg) eftir því hvort reiknað er með 50% eða 75% nýtingu. Utlagður kostnaður var alls 22.740 kr./ha sbr. 2. töflu . Á hvert framleitt kg gerir þetta : Miðað við 75% nýtingu: 22.740/315 = 72 kr./kg kjöts Miðað við 50% nýtingu: 22.740/210 = 108 kr./kg kjöts. Arðurinn...og yndið Arðurinn af grænfóðurræktinni er háður nokkrum þáttum 1) Kostnaði á framleitt kg kjöts á grænfóðrinu, sbr. að framan 2) Áhrifum sláturtímans á kjöt- verðið 3) Áhrifum vaxtarins á gæðaflokk- un kjöts (fita og gerð). Alla þessa þætti þurfa menn að leggja sig fram um að meta til þess að gera sér sem besta grein fyrir hugsanlegum ávinningi af bötun- inni. Við höfum þegar tekið dæmi um hvemig meta má fyrsta þáttinn. Annan þáttinn tökum við fyrir í tengslum við innifóðrun slátur- lamba hér á eftir, en þriðja þættin- um ætlum við að gera nokkur skil héma. Eins og rakið var að framan gefur vöxtur á grænfóðurbeit fylli- lega sambærileg vefjahlutföll og önnur beit við sama fallþunga og ekkert hefur komið fram sem bend- ir til aukinnar fitusöfnunar á græn- fóðurbeit miðað við beit á annan næringarríkan gróður. Það sem hins vegar er ljóst er að það er sam- hengi milli fallþunga og gæða- flokkunar, bæði hvað varðar fitu og gerð. Með auknum þunga aukast líkumar á að lömb fari í efri flokk- ana fyrir gerð, þ.e. R, U og E, m.a. vegna þess að bakvöðvinn er til- tölulega aftarlega í þroskaröðinni miðað við aðra vöðva lambsins, en þroski hans skiptir vemlegu máli varðandi flokkun fyrir gerð. Fituþykkt á síðu er meginbreytan við ákvörðun um fituflokkun, þó svo einnig sé tekið tillit til fitudreif- ingarinnar á skrokknum. Mörkin milli fituflokks 1 og 2 liggja við 5 mm, milli 2 og 3 við 8 mm, milli 3 og 3+ við 11 mm, o.s.frv. Áhrif fallþungans á fituþykkt á síðu hafa verið metin tölulega eins og vikið var að við umfjöllun um grænfóð- urtilraunir hér að framan. Ljóst er að áhrif fjárstofna em töluverð, en að meðaltali má kannski segja eftir- pR6VR 10/2001 - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.