Freyr - 01.09.2001, Side 48
farandi: Við 12-13 kg fallþunga er
fituþykktin gjarnan 5-7 mm og fara
þá flest lömbin í fituflokk 2. Við
um 15 kg fallþunga eru enn ívið
meiri líkur á að lömb lendi í fitu-
flokk 2 heldur en 3, þar sem líkleg
fituþykkt á síðu er þá að meðaltali
6-8 mm. Við 17-19 kg fallþunga
eru líkur á að meginhluti lambanna
fari í fituflokk 3, eitthvað þó í fitu-
flokk 2 og einnig eitthvað í 3+ og
ofar. Við 20 kg fallþunga eru líkur
á að fituþykktin á síðu sé að meðal-
tali 10-11 cm, og þar með líkur á að
nokkur hluti lambanna geti fallið í
fituflokk 3+ eða ofar. Hér erum við
að tala um meðaltöl sem hver og
einn verður að aðlaga reynslu sinni.
Byggt á þessu má taka nokkur mis-
munandi dæmi um hagkvæmni böt-
unar. Gert er ráð fyrir að grænfóð-
urbeitin kosti um 100 kr./kg kjöts,
sjá nánar um það hér að framan.
Dœmi 1: Lamb er 10 kg (fall)
um réttir og líklegt til að flokkast í
Pl, sem gefur um 230 kr/kg þegar
búið er að leiðrétta fyrir útflutn-
ingsskyldu. Verðmæti fallsins er
þá 2.300 kr. Grænfóðurbeit í 5 vik-
ur (þar til 20.-25. okt.) gerir það að
verkum að lambið er orðið 13,5 kg
og fer í 02 (leiðrétt verð um 260
kr./kg). Verðmæti fallsins er þá um
3.500 kr., sem er 1.200 kr. meira en
um réttir. Kostnaðurinn við bötun-
ina er 350 kr., þannig að hagnaður-
inn er 850 kr. fyrir þetta lamb.
Dœmi 2: Lamb er 13,5 kg (fall)
um réttir og líklegt til að fara í 02.
Verðmæti fallsins er þá, (sbr. dæmi
1) um 3.500 kr. Grænfóðurbeit í 5
vikur (þar til 20.-25. okt.) gerir það
að verkum að lambið er orðið 17 kg
og fer í R3 (leiðrétt verð um 252
kr./kg). Verðmæti fallsins er þá um
4.300 kr„ sem er 800 kr. meira en
um réttir. Kostnaðurinn við bötun-
ina er 350 kr„ þannig að hagnaður-
inn er 450 kr. fyrir þetta lamb.
Dœmi 3: Lamb er 17 kg (fall) um
réttir og líklegt til að fara í R3.
Verðmæti fallsins er þá, (sbr. dæmi
2) um 4.300 kr. Grænfóðurbeit í 5
vikur (þar til 20.-25. okt.) gerir það
að verkum að lambið er orðið 20,5
kg og fer í R3+ (leiðrétt verð um
230 kr./kg). Verðmæti fallsins er
þá um 4.700 kr„ sem er 400 kr.
meira en um réttir. Kostnaðurinn
við bötunina er 350 kr„ þannig að
hagnaðurinn er aðeins 50 kr. fyrir
þetta lamb, svo að segja má að nán-
ast ekkert hafi fengist fyrir fyrir-
höfnina.
Áhrif kynbóta á möguleika
grænfóðurbeitar
Þegar horft er á niðurstöður bestu
sauðfjárbúa landsins (Jón Viðar
Jónmundsson, 2001) virðist sem
margir af þeim sem bestum árangri
hafa náð hvað varðar frjósemi og
fallþunga séu einnig mjög framar-
lega í flokki hvað varðar kynbætur
gagnvart gerð og fitusöfnun. Þetta
ágæta fólk hefur áttað sig á að eitt
af því sem er líklegast til að auka
nettótekjur þeirra í framtíðinni er
að rækta fjárstofn sem getur náð
miklum fallþunga og góðri gerð án
þess að fitna óhóflega. Þónokkur
bú þar sem meðalfallþungi er á bil-
inu 16-18 kg hafa fituflokkun á bil-
inu 5-7 á tölulegum skala, sem
svarar til þess að stór hluti lamb-
anna fari í fituflokk 2 við þennan
háa fallþunga. Líklegt er að obbinn
af lömbunum á þessum búum þyldi
að fara nokkuð yfir 20 kg fallþunga
án þess að fara í fituflokka 3+ og
yfir. Slíkar kynbætur víkka auðvit-
að út möguleika grænfóðurræktar
til að bæta hag búanna. A tilrauna-
búinu á Hesti hefur verið unnið
markvisst að ræktun fjár með mik-
inn vöðva og litla fitu og margir
bændur, sem náð hafa góðum ár-
angri, hafa nýtt sér árangur þessa
kynbótastarfs.
Innifóðrun
Ljóst er að ekki er hægt að
treysta á það að beit geti að jafnaði
varað fram yfir mánaðamótin októ-
ber-nóvember þar sem á þeim tíma
er allra veðra von. Þar sem inni-
fóðrun sláturlamba er líkleg til að
vera dýrari og vinnufrekari en
grænfóðurbeit, er fyrst og fremst
hægt að réttlæta hana með því að
hún lengi sláturtímann. Avinning-
ur bænda af slíku eldi ræðst því
einkum af því hvort og þá hve
miklu hærra verð fæst fyrir kjötið
eftir hefðbundna sláturtíð, svo og
af því að lömbin haldi áfram að
vaxa eftir að þau koma á hús og að
hlutfall vöðva og fitu versni ekki.
Þegar þetta er ritað er enn nokkur
óvissa um greiðslufyrirkomulag hjá
sumum sláturleyfishöfum, en sé
tekið tillit til breytilegrar útflutn-
ingsskyldu og og greiðslu á vaxta-
og geymslugjaldi til bænda, þá má
a.m.k. gera ráð fyrir að meðalverð á
kg kjöts hækki um ca. 10% 1. nóv-
ember frá því sem það er í hefð-
bundinni sláturtíð, og um 5% til
viðbótar eftir 25. nóvember. Sumir
sláturleyfishafar greiða svo til við-
bótar álag á ákveðna gæðaflokka
dilkakjöts, sem er stighækkandi
eftir því sem líður nær jólum.
Ef menn vilja nýta sér þann
ávinning sem felst í hærra meðal-
verði í nóvember og síðar verða
menn að hafa aðstöðu, tíma og fóð-
ur til að halda eldinu áfram á húsi.
í flestum tilvikum væri þar um að
ræða gimbrar þar sem hrútlömb eru
verðfelld eftir lok október. Taki
menn þann kostinn að láta gelda
hrútlömb til frekara eldis virðist
það álit flestra, sem reynt hafa, að
betra sé að gera það sem fyrst að
haustinu, til að draga úr þeim aftur-
kipp sem vill verða fyrstu dagana
eftir geldingu. Lykilatriði þess að
lömbin leggi ekki af á húsi og helst
bæti við sig er að þau fái hey af
toppgæðum og próteinríkt kjam-
fóður með. Sömuleiðis þarf að
gæta að því að fylgjast vel með
hníslasmiti sem gjarnan vill magn-
ast upp þegar lömb koma á hús.
Hreinlæti er þar lykilatriði og rétt
er að taka strax frá þau lömb sem
greinast með hníslasmit og með-
höndla þau. Lömb þessi verða að
bíða slátrunar þar til síðar, sam-
kvæmt reglum um útskolunartíma
þess lyfs sem gefið er við hnísla-
48 - FR6VR 10/2001