Freyr - 01.09.2001, Side 50
10. Innieldi á húsi að lokinni
grænfóðurbeit getur aukið
hagnað eldisins vegna hærra
meðalverðs eftir 1. nóvember.
Slíkt eldi er þó ekki síður
vandasamt en grænfóðurbeitin
og nauðsynlegt að afla frekari
reynslu um það hvernig er best
að taka lömb af grænfóðrinu
yfir á innieldi. Lykilatriði í
öllu þessu ferli er að lömbin
skorti aldrei prótein í fóðrinu
þar sem slíkt leiðir til vöðva-
rýrnunar.
11. Beit lamba á tún og grænfóður
að sumri með sumarslátrun að
markmiði hefur lítið verið
reynd hérlendis en ýmsar beit-
arplöntur eru til sem gætu skil-
að árangri á þessu sviði. Slíkt
framleiðslukerfi þarf að meta
nánar m.t.t. hagkvæmni.
Heimildir
Guðjón Þorkelsson, Stefán Aðal-
steinsson, Jón Óttar Ragnarsson og
Hannes Hafsteinsson, 1979. Áhrif
haustbeitar á gæði dilkafalla. Ráðu-
nautafundur 1979:158-166.
Halldór Pálsson og Ólafur R. Dýr-
mundsson, 1979. Beit lamba á græn-
fóður. Handbók bænda 29:174-180.
Halldór Pálsson, Ólafur Guðmunds-
son og Stefán Sch. Thorsteinssn, 1981.
Haustbeit sauðfjár. Ráðunautafundur
1981:106-120.
Halldór Pálsson og Pétur Gunnars-
son, 1961. Bötun sláturlamba á rækt-
uðu landi. Rit landbúnaðardeildar At-
vinnudeildar háskólans, B flokkur nr.
15.
Hólmgeir Bjömsson, 2000. Fjölært
rýgresi. Ráðunautafundur 2000: 298-
314.
Jóhannes Sveinbjömsson & Bragi L.
Ólafsson, 1999. Orkuþarfir sauðfjár og
nautgripa í vexti með hliðsjón af
mjólkurfóðureiningakerfi. Ráðunauta-
fundur 1999: 204-217.
Jón Viðar Jónmundsson, 2001. Ur
kjötmati fjárræktarfélaganna haustið
1999. Freyr 97 (6-7): 62-68.
Ólafur R. Dýrmundsson og Ólafur
Guðmundsson, 1987. Vor- og haust-
beit sauðfjár. Ráðunautafundur
1987:205-213.
Ólafur Guðmundsson og Ólafur R.
Dýrmundsson, 1983. Haustbeit sauð-
fjár. Búnaðarrit, 96:424-435.
Ólafur Guðmundsson og Ólafur R.
Dýrmundsson, 1989. Beit og vöxtur
lamba. í: Frjósemi, vöxtur og fóðmn
sauðfjár. Rit til minningar um dr. Hall-
dór Pálsson: 147-168.
Sigurður H. Richter, Matthías Eydal
og Baldur Símonarson, 1983. Sníkju-
dýr og haustbeit lamba á há. íslenskar
landbúnaðarrannsóknir 15:29-40.
Sigurgeir Þorgeirsson, Stefán Sch.
Thorsteinsson og Guðjón Þorkelsson,
1990. The influence of pre-slaughter
grazing management on carcass com-
position and meat quality in lambs.
Búvísindi 3:29-55.
Sigurjón Jónsson Bláfeld, 1976.
Fóðurkál og áhrif þess á sláturlömb.
íslenskar landbúnaðarrannsóknir, 8:66-
85.
Stefán Aðalsteinsson, Jón Tr. Stein-
grímsson, Þór Þorbergsson og Páll Sig-
bjömsson, 1978. Haustfóðrun slátur-
lamba. Ráðunautafundur 1978:299-
307.
Stefán Aðalsteinsson og Jón Tr.
Steingrímsson, 1979. Innifóðmn slát-
urlamba. Ráðunautafundur 1979:144-
152.
Þóroddur Sveinsson og Gunnar Rík-
harðsson, 1991. Nýting og arðsemi
grænfóðurræktar. Ráðunautafundur
1991: 26-43.
Molar
Harðari reglur í ESB
til að draga úr
salmónellusmiti
Reglur sem koma eiga í veg
fyrir salmónellusmit og smit af
öðrum sjúkdómum, sem berast frá
dýrum til manna, á að herða í
löndum ESB. Embættismannaráð
ESB hefur ákveðið að setja nýjar
reglur sem gera kröfur til aðildar-
landa þess um strangara eftirlits-
kerfi.
Að frumkvæði David Byme,
sem stjómar málefnum heilsu- og
neytendavemdar, mun embættis-
mannaráðið einnig setja sér ný og
metnaðarfyllri markmið um að
fækka sjúkdómstilfellum í búfé
innan ESB-landa. Reglurnar
munu snerta eldi á öllu fiðurfé,
þ.e. kjúklingum, varphænum, og
kalkúnum, sem og svínum.
Salmónella, kamphylobakter og
listeria em allt sjúkdómar sem
berast frá búfé til manna. Al-
gengastur þessara sjúkdóma er
salmónella en árið 1999 var
tilkynnt um 166 þúsund tilfelli af
salmónella og 127 þúsund tilfelli
af camphylobakter í löndum ESB.
(Landsbygdens Folk, nr. 31/2001).
Lífrænn landbún-
aður í sókn í ESB
Lífræn ræktun í löndum ESB
hefur vaxið um 25% á ári að með-
altali frá árinu 1995. í lok ársins
2000 vom ræktaðir 3,7 milljón ha
lífrænt, og fjöldi býla með lífræna
ræktun var þá 130 þúsund á sam-
bandssvæðinu. Það samsvarar
2,9% af ræktuðu landi þar og
1,9% af fjölda býla.
Þriðjungur býla þar sem stund-
aður er lífrænn búskapur er á
Italíu og fjórðungur af lífrænt
ræktuðu landi sem nemur um 7%
af öllu ræktuðu landi á Italíu.
Hæst hlutfall af lífrænt ræktuðu
landi í ESB er hins vegar í Aust-
urríki eða 8%. í þriðja sæti er
Finnland með 6,8%. Þar á eftir
koma Svíþjóð og Danmörk. Tvö
síðustu ár hefur aukning í lífræn-
um landbúnaði í ESB verið
hægari en áður en þess er vænst
að kúariða og gin- og klaufaveiki
í Evrópu, ásamt umræðu um
framtíðar stefnumörkun í málefn-
um landbúnaðarins muni hvetja til
aukins lífræns landbúnaðar.
(Landsbygdens Folk nr. 33/2001).
50 - FR6YR 10/2001