Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2001, Page 54

Freyr - 01.09.2001, Page 54
Kynbótamat á hrútum um kjötgæði Þegar niðurstöður haustsins 1998 úr kjötmatinu lágu fyrir var farið í úrvinnslu á kynbótamati eftir BLUP aðferð og þær kynntar í sauðfjár- blaði Freys haustið 1999. Lesend- um er bent á þessa grein til að kynna sér frekar þær forsendur sem liggja að baki slíkum útreikning- um. Við frekari skoðun á niðurstöð- um virtist okkur að þá hefðu ekki fengist nægjanlega skýrar niður- stöður úr útreikningunum. Skýring- in var, að okkar mati, sú að eins árs gögn næðu ekki nægjanlega traust- um tengingum. Tengingar á milli búa í slíkum útreikningum byggja á ættartengingu gripa. Þama skipta afkvæmi hrúta á sæðingarstöðvun- um sköpum. Ljóst er hins vegar að undan þessum hrútum veljast lömb til slátrunar á allt annan hátt en undan öðrum hrútum. Hátt hlutfall lamba stöðvahrútunum er sett á til lífs og um þá einstaklinga koma skiljanlega engar upplýsingar úr kjötmati. Þegar gögn fleiri ára bæt- ast við fást ákveðnar leiðréttingar vegna þessa vals. Nú hafa bæst við gögnin upplýs- ingar úr kjötmatinu fyrir lömb sem slátrað var haustin 1999 og 2000. Þess vegna var ákveðið að gera nýja tilraun til útreikninga á kyn- bótamati fyrir kjötgæði með þess- um aðferðum vegna þess að með gögnum fleiri ára myndast þannig tengingar í gögnunum að leiðrétt- ingar eiga að fást vegna þeirra þátta sem trufluðu útreikna í gögnunum frá haustinu 1998. Rifjum aðeins upp hvað útreikn- ingar með þessum aðferðum eiga að skila okkur. Á þennan hátt eig- um við að fá samanburð á öllum þeim einstaklingum sem teknir eru með í uppgjörið. Mælingar eru á Jón ViðarJónmundsson og Agúst Sigurðarsson, Bændasamtökum íslands dilkum, sem slátrað er, og kynbóta- mat þeirra er því í raun ekki áhuga- vert þar sem þau koma aldrei til með að nýtast í ræktunarstarfinu. Hins vegar mynda þessar upplýs- ingar grunn að mati fyrir foreldra þeirra. í þessum útreikningum eru síðan notaðar allar þær ættarteng- Tafla 1. Hæstu hrútar landsins í heildarkynbótamati fyrir kjötmat sem hafa upplýsingar um 30 afkvæmi eða fleiri Heildareinkunn Nafn Nr Bær Fjöldi Fita Gerð Heild 97-133 Steinadal 264 118 139 129 Sólon 98-101 Holtahólum 77 115 140 128 Dagur 98-016 Mávahlíð 36 107 146 127 Kóngur 97-847 251 120 129 125 Lækur 98-454 Svínafelli 96 104 144 124 Sjóður 97-846 73 141 105 123 Óri 98-564 Heydalsá 46 128 118 123 Nagli 96-133 S-Skörðugili 149 124 122 123 Styggur 99-583 Miðdalsgröf 34 118 128 123 Bruni 99-458 Svínafelli 33 114 132 123 Lúður 95-560 Amarvatni 225 100 146 123 Tafla 2. Hæstu hrútar í kynbótamati um fitu þegar gerð er krafa um 100 að lágmarki í mati um gerð og að upplýsingar séu um 30 afkvæmi með kjötmat hið fæsta Fita Nafn Nr. Bær Fjöldi Fita Gerð Heild Sjóður 97-846 73 141 105 123 Ljóri 95-825 394 137 100 119 Lómur 97-111 Gröf 117 133 110 122 Busti 92-645 Refsstað 44 131 101 116 Sveppur 94-400 Heydalsá 57 130 105 118 : Hóll 96-428 Mávatúni 152 130 101 116 Áll 98-059 Melum 67 130 101 116 Kollur 97-085 Hauksstöðum 111 129 107 118 Óri 98-564 Heydalsá 46 128 118 123 Dalur 97-838 159 128 105 117 Hringur 98-142 Valþjófsstöðum 81 128 100 114 54 - FR€YR 10/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.