Freyr - 01.09.2001, Page 55
Lækur 97-843 er með mjög gott kynbótamat eins og fjölmargir af sonum Garps
92-808.
ingar sem finnast í gögnunum.
Langsamlega mikilvægustu teng-
ingamar, sem myndast á milli búa,
verða með afkvæmum hrúta á sæð-
ingarstöðvunum. Þar við bætast
gripir sem seldir eru á milli búa en
hafa upplýsingar um ætterni. I
þeim efnum hefur samt því miður
feikilega mikill upplýsingagrunnur
farið forgörðum á síðustu árum
vegna þess að menn, sem staðið
hafa í fjárskiptum, hafa mjög marg-
ir ekki hirt um að koma til skila
upplýsingum um ættemi þessa fjár.
Hið sama má raunar einnig segja
um alltof mikið af þeirri hrútaversl-
un sem átt hefur sér stað í landinu á
milli landshluta á síðustu árum.
Rétt er því að nota tækifærið til að
brýna þá aðila sem hugsanlega eiga
slíkar upplýsingar í fórum sínum að
koma þeim á framfæri.
Með ættartengingunum nýtast
einnig allar upplýsingar um skylda
gripi innan búsins. í hinum hefð-
bundnu afkvæmarannsóknum, sem
hafa verið miklar að umfangi síð-
ustu ár, eru það aðeins upplýsingar
um afkvæmi hrútsins sem notaðar
eru. í þessum útreikningum koma
til viðbótar upplýsingar frá ýmsum
skyldum gripum. Hrúturinn á t.d.
oft stóran hóp hálfsystra á búinu og
ef um er að ræða fullorðinn hrút
getur hann einnig vera kominn með
stóran hóp dætra. Auk þessa, ef um
er að ræða hrúta undan stöðvarhrút-
um, þá geta þeir átt hálfsystkini
dreifð vítt um landið. Upplýsingar
um alla þessu skyldu gripi eru í
þessum útreikningum vegnar á rétt-
an hátt inn í matið til viðbótar upp-
lýsingunum um lömbin undan
hrútnum.
Með því að taka á þennan hátt til-
lit til ættemis er einnig tekið tillit til
þess ef verið er að velja á ákveðinn
hátt ær undir ákveðna hrúta og þann-
ig gerð leiðrétting vegna slíkra áhrifa
í þessum útreikningum. Með því að
nú em einnig unnið með gögn frá
fleiri ámm verða leiðréttingar vegna
slíks vals undir hrútana, sem víða er
mikið, mun betri en hægt er að fá úr
gögnum fyrir aðeins eitt ár.
Með útreikningum eftir þessari
aðferð eiga að fást niðurstöður sem
gera mögulegan samanburð á milli
gripa um allt land. Tvímælalaust er
það stærsti ávinningurinn sem
þannig fæst.
Umfangsmikil gögn
Gögnin em orðin feikilega um-
fangsmikil og í þessum útreikning-
um vom upplýsingar úr kjötmati
frá þessum þremur árum fyrir rúm-
lega 731 þúsund lömb, en kynbóta-
mat reiknað fyrir rúmlega 1.113
þúsund einstaklinga. Hér á eftir
verður brugðið upp örfáum niður-
stöðum útreikninganna.
í töflu 1 er birt yfirlit um þá hrúta
landsins, sem efst raðast í heildar-
einkunn, þegar heildareinkunn er
mynduð með því að gefa mati fyrir
fitu og gerð jafnt vægi. Þeir hrútar,
sem þama koma í sviðsljósið, em
margir vel þekktir úr afkvæma-
Kóngur 97-847 er með afburða kynbótamat, bæði um gerð og fitu falla.
FR€YR 10/2001 - 55