Freyr - 01.09.2001, Page 64
Um vægi eiginleika
í afkvæmarannsókn á hrútum
Frá haustinu 1998 hafa verið
framkvæmdar umfangs-
miklar afkvæmarannsóknir
fyrir kjötgæðum á hrútum.
Þama eru sameinaðar upplýsingar
úr mati á lifandi lömbum undan
hrútunum og upplýsingar úr kjöt-
mati í sláturhúsi á afkvæmum
þeirra. í hlutanum fyrir lifandi
lömb eru eiginleikar, sem telja í
einkunn, ómmælingarnar, bæði
þykkt vöðva og þykkt fitu, og úr
stigun lambanna stig fyrri læri og
stig fyrri ull. í þessum hluta eru það
ómmælingarnar og þá einkum
þykkt bakvöðva sem hefur mest
vægi, m.a. líka vegna þess að það
er sá eiginleiki af þessum þar sem
yfirleitt er mestur breytileiki fyrri
hendi á milli afkvæmahópanna.
Úr kjötmatshluta er unnið þannig
að unnt er að velja vægi fyrir ann-
ars vegar mat fyrir gerð og hins
vegar mat fyrir fitu, þ.e. hlutfalls-
lega skiptinu á vægi á þessa tvo
þætti.
Ymsir hafa skoðað niðurstöður
fyrir sláturlömbin nánar. Með að-
gang að töflureikni er mjög fljót-
gert að reikna út verðmæti lamba
undan einstökum hrútum. Þetta
hafa margir gert og sumir fá þá
stundum niðurstöður sem þeim
þykja í litlu samræmi við
niðurstöður afkvæmarannsóknar-
innar. Hér á eftir vil ég aðeins
bregða ljósi á hvers vegna svo er.
Vona ég að eftir það verði lesend-
um ljóst að við getum tæpast búist
við miklum ræktunarlegum ávinn-
ingi með því að byggja úrval á slík-
um niðurstöðum.
Verðmæti framleiðslunnar ráðast
bæði af magni og gæðum hennar.
Þetta birtist bóndanum í mismun-
andi verðlagningu á mismunandi
gæðaflokkun.
Við skulum fyrst aðeins skoða
Jón Viðar
Jónmundsson,
Bænda-
samtökum
íslands
áhrifin af mismun í annars vegar
gerð og hins vegar fitumati lamb-
anna þegar þessir þættir eru metnir
hjá lömbunum við mismunandi
þunga.
Það sem þarf að byrja á að gera
sér grein fyrir er að í kjötmati er
fyrir hendi ákveðið samband á milli
fallþunga lambanna og flokkunar
þeirra, bæði með tilliti til vöðva-
fyllingar (gerðar) og fitusöfnunar.
Létta lambið hefur ekki náð sama
vöðvaþroska og það sem þyngra er
og er því að öðru jöfnu með lægra
mat fyrir vöðvafyllingu. Þyngra
lambið hefur hins vegar að öðru
jöfnu safnað meiri fitu en létta
lambið og lendir því í hærri fitu-
flokki (lakara mati). Þegar gera á
samanburð á kjötmati lamba, sem
eru misþung, verður því að taka til-
lit til þessara áhrifa. Þessi áhrif fall-
þungans á kjötmatið em vel þekkt
og má því leiðrétta með tilliti til
þeirra. Rétt er samt að leggja
áherslu á að slíkt er ætíð meðaltals-
leiðrétting og því verður ætíð að
gæta varúðar ef um er að ræða mik-
inn mun í fallþunga á milli hópa
eins og ég kem síðar að.
Áhrif gerðar og fitusöfnunar
á verðmæti dilkafalla
Til að sýna áhrif þess við hvaða
þunga mat, sem fer fram, hefur á
reiknuð verðmæti hef ég því sett
upp tvö einföld dæmi. í öðm dæm-
inu geri ég ráð fyrir að verið sé að
bera saman afkvæmahópa undan
þrem hrútum þar sem allur munur
milli þeirra liggur í vöðvafyllingu
afkvæmanna (mati fyrir gerð), en í
hinu tilvikinu er munurinn allur á
milli fitusöfnunar hjá afkvæmun-
um.
í fyrra dæminu geng ég út frá því
að við höfum þrjá hrúta, A, B og C.
Við emm með lömb undan þeim
við 15 kg fallþunga þar sem lömb
undan A flokkast í U fyrir gerð að
jafnaði, undan B í R og undan C í
O. Þá er gert ráð fyrir að við þenn-
an fallþunga fari helmingur lamba í
fituflokk 3 og hinn hlutinn í fitu-
flokk 2. Ég nota verðtölur fyrir
gæðaflokka eins og þær em sam-
kvæmt verðskrá SS fyrir komandi
haust. Síðan skoða ég niðurstöður
fyrir afkvæmahópa undan þessum
sömu hrútum þar sem ég geri ráð
fyrir annars vegar að lömbin séu
mun vænni eða 19 kg að meðaltali
eða mun rýrari eða aðeins 12 kg að
meðaltali. Hliðrun verður þá um
leið á flokkun lamba undan hrútun-
um, bæði í fitumati og mati fyrir
Tafla 1. Innleggsverð dilka af mismunandi vöðvafyllingu
við breytilegan fallþunga (sjá texta um frekari skýringar).
Hrútur A B C
Fallþungi Raunt. Hlutf. Raunt. Hlutf. Raunt. Hlutf.
19 kg 5571 104 5311 100 5137 96
15 kg 4470 105 4245 100 4192 99
12 kg 3540 107 3323 100 3233 97
64- FR6VR 10/2001