Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 16
Frjósemi ánna 2002 □ Fædd ■ Nytja Mynd 2. Fjöldi fæddra lamba og til nytja að hausti 20021 einstökum héruðum. legt var að færa skalann frá núll- punkti, breyting sem ástæða er til að benda á við samanburð á hlið- stæðum yfirlitum frá fyrri árum. Einnig er talsverð aukning bæði í Austur-Húnavatnssýslu og Suður- Múlasýslu, þó að svigrúm til land- vinninga þar sé enn umtalsvert. Skýring þess að smá hop má greina í ijármörgum héruðum, eins og Mýrasýslu, Dalasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu, skýrist af lakari skilum núna en á síðasta ári þegar uppgjör fór fram að þessu sinni. Engin breyting verður frá árinu áður á umfangi þess að fullorðnu æmar séu vigtaðar. Það hlutfall hefur hríðlækkað á síðustu árum í félögunum og er nú aðeins rúm 10% ánna sem hafa þungaupplýs- ingar bæði að hausti og vori. Vafa- lítið er slíkt úrtak nægjanlegt til að fylgjast með breytingum á stofn- inum í landinu. Þessi þáttur skýrsluhaldsins má segja að snúi því meira að innra eftirliti á búinu. Því verður tæpast á móti mælt að með því að vigta æmar reglulega þrisvar að vetri fæst mjög gott eft- irlit með fóðrun á öllum einstak- lingum í hjörðinni. Þar sem að- staða til að sinna slíkri vinnu er víða orðin ákaflega góð er full ástæða til að hvetja bændur sem þannig aðstöðu hafa að huga að þessum eftirlitsþætti í búrekstrin- um. Æmar, sem hafa upplýsingar um þunga bæði haust og vor, reyndust haustið 2001 að meðal- tali 65,2 (66,3) kg og er fóðrun þeirra með ágætum því að þær þyngjast að meðaltali um 11,0 (10,3) kg yfir veturinn. Meðal- þungi áa, sem vigtaðar eru í janú- ar, er 67,5 kg yfir landið. Þetta er stærri hópur en sá sem áður er fjallað um. Ef um er að ræða hlið- stætt úrtak úr stofninum sem þungaupplýsingar em um bæði ár- in þá hafa ærnar verið ívið léttari haustið 2001 en haustið 2000. Frjósemi ánna A seinustu árum hafa litlar breytingar orðið á frjósemi ánna í fjárræktarfélögunum þegar litið er á landsmeðaltal. í því sambandi er að vísu rétt að benda á hina miklu aukningu í þátttöku í skýrsluhaldi á síðustu árum og að þau bú, sem eru að bætast í hópinn, standa þrepi neðar að meðaltali um frjó- semi og afurðir ánna en þau sem þar vom fyrir. Þess vegna má full- yrða að raunverulegar breytingar í sauðíjárstofni landsmanna eru meiri en breytingar á landsmeðal- tali í fjárræktarfélögunum frá ári til árs sýnd. Vorið 2002 fæddust að jafnaði 1,81 (1,82) lömb eftir hverja fullorðna á og til nytja að hausti fengust að jafnaði 1,66 (1,67) lömb. Eins og svigatölum- ar sýna er þetta lambinu færra bæði að vori og hausti eftir hverj- ar 100 ær en var árið áður. Það er að vísu í góðu samræmi við það að æmar hafi á haustnóttum 2001 verið heldur léttari en árið áður. Þegar frjósemi ánna er greind nánar kemur í ljós að 6.316 eða 3,13% þeirra voru algeldar, 36.982 ær áttu eitt lamb eða 18,35%, 147.685 eða 73,26% þeirra áttu tvö lömb, þrílembdar vom 10.244 ær eða 5,08% og fleiri en þrjú lömb áttu 359 ær eða 0,18% þeirra. Minni frjósemi en árið áður kemur öðru fremur fram í heldur hærra hlutfalli geldra áa og einnig vom marglembar ær hlutfallslega örlítið færri en árið áður. Á mynd 2 er meðalfrjósemi ánna sýnd í einstökum sýslum. Þetta er að vonum mjög lík mynd og undanfarin ár þó að ætíð séu einhverjar breytingar á milli land- svæða frá ári til árs. Árið 2002 er mesta ffjósemi ánna í fjárræktar- félögunum, hvort sem hún er mæld að vori eða hausti, í Suður- Þingeyjarsýslu. Þar fæðast að meðaltali 1,87 lömb eftir ána og til nytja fást að jafhaði 1,73 lömb. í Austur-Skaftafellssýslu fæddust að meðaltali 1,86 lömb eftir hverja fullorðna á vorið 2002 og 1,71 kom til nytja að hausti að jafnaði. Meðaltalstölurnar úr Eyjafírði eru 1,85 lömb fædd og 1.71 til nytja að hausti. í Stranda- sýslu voru þessar meðaltalstölur vorið 2002 1,84 lömb fædd og 1.72 til nytja að hausti. Þá em tal- in þau hémð þar sem fást fleiri en 116 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.