Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 20
Kg dilkakjöts hjá veturgömlu ánum 2002 Mynd 5. Reiknaó magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 2002. upp til hópa bú sem þekkt eru fyr- ir miklar afurðir og góðan rekstur um langt árabil. Það má segja að upplýsingaöfl- un um ullarframleiðslu sé að hverfa úr skýrsluhaldi félaganna. Aðeins 174 ær hafa skráðar upp- lýsingar um ullarþunga og er hann að meðaltali 2,77 kg. Það er ljóst að verðþróun ullar hefur verið snöggtum neikvæðari en dilka- kjötsins á undanfomum árum og ullin orðið enn meiri aukaafurð en áður. Það hlýtur samt að vera um- hugsunarefni hvort með öllu megi vanrækja þennan þátt framleiðsl- unnar í framleiðslunni og ræktun- arstarfínu eins og ffamangreindar tölur eru I raun talandi dæmi um. Veturgamlar ær í þessari grein er ekki fjallað um niðurstöður úr kjötmati dilka. Þeim þætti er gerð grein fyrir í sérstakri grein á öðrum stað í blaðinu. Hér skal að lokum farið nokkr- um orðum um niðurstöður úr skýrsluhaldinu um veturgömlu æmar árið 2002. Eins og áður hef- ur komið fram voru þær samtals 42.538 (39.625), sem skýrslur voru gerðar upp fyrir haustið 2002 og var aukning þeirra frá árinu áð- ur hlutfallslega nokkru meiri en hjá fullorðnu ánum, sem bendir til ásetnings umfram meðaltal haust- ið 2001. Fyrir þann hóp, sem hef- ur þungaupplýsingar bæði haust og vor, var meðalþungi 41,1 kg (41,9) haustið 2001 sem er góður vænleiki þó að hann sé talsvert minni en metárið 2000. Fóðmn gemlinga er víða orðin með af- brigðum góð, sem m.a lýsir sér í 11,8 kg þungaukningu hjá þessum hópi yfir veturinn. Líkt og hjá fullorðnu ánum þá er smávegis minni frjósemi hjá gemlingunum vorið 2001 en hún var árið áður hjá sama hópi. Effir hvern skýrslufærðan gemling fæðast að meðaltali 0,82 lömb (0,85) og til nytja koma 0,69 lömb (0,72) að meðaltali. Minni frjó- semi má að öllu leyti rekja til þess að hærra hlutfall gemlinganna var geldur vorið 2002 en vorið áður, en frjósemi þeirra sem lömb eiga er sist minni 2002 en vorið áður. Hlutfall geldu gemlinganna er hærra hvort sem litið er á þann hóp sem haldið var frá hrút, eða hópinn sem reyndist geldur en var ætlað að eiga lamb. Greining á frjóseminni sýnir að 6.166 eða 14,58% gemlinganna voru hafði geldir. Af þeim sem ætlað var að eiga lamb reyndust 6.823 eða 18,88% lamblausir, 24.068 áttu eitt lamb eða 66,59%, 5.224 áttu tvö lömb eða 14,45% þeirra sem ætlað var að eiga lömb og 29 þeirra eða 0,08% áttu þrjú lömb. Fallþungi gemlingslambanna tekur að sjálfsögðu líkum breyt- ingum á milli ára eins og hjá full- orðnu ánum og þegar við bætist heldur minni frjósemi 2002 en 2001 þá verður framleiðslumagn aðeins minna árið 2002 en árið áður. Haustið 2002 var reiknað magn dilkakjöts eftir hverja vet- urgamla á, sem skilaði lambi, 16,9 kg (17,1) og eftir hverja vet- urgamla á, sem lifandi var á vor- dögum, fást að jafnaði 10,5 kg (11,1). Mynd 5 sýnir framleiðslu eftir hverja veturgamla á haustið 2002, greint eftir sýslum. Eins og áður er héraðamunurinn í þessum efn- um miklu meiri hlutfallslega en hjá fullorðnu ánum. Þó að fram- leiðslumagn hjá veturgömlu ánum sé aðeins tæplega 40% þess sem er hjá fullorðnu ánum er raun- munur í framleiðslu á milli héraða þar sem afurðir eru mestar og minnstar áþekkur hjá veturgömlu og fullomum ánum. Þessi stað- reynd er vísbending um það að víða um land sé ástæða til að horfa sterkar á framleiðslumögu- leikana hjá veturgömlu ánum en sumir bændur hafa gert til þessa. Eins og áður er framleiðslan mest í Strandasýslu, 14,3 kg, og í Vest- ur-Húnavatnssýslu 13,7 kg. Eins og áður er meðalframleiðslan minnst hjá veturgömlu ánum í Mýrasýslu, 7,1 kg að jafnaði, eða meira en helmingi minni en á Ströndum. Aðeins 50 veturgamlar ær höfðu uppfysingar um ullarfram- leiðslu og var ullannagn þeirra að meðaltali 2,43 kg. 120 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.