Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 26
Ahrif lýslngar á þrif lamba í innifóðrun Inngangur A undanförnum árum hafa bændur verið að prófa sig áfram með framleiðslu lambakjöts utan hefðbundins sláturtíma en að vísu í smáum stíl. Þá er lömbum slátr- að upp úr miðju sumri eða seint á haustin. Slátrun utan hefðbundins sláturtíma kostar talsverða fyrir- höfn og framleiðslan verður dýr- ari, mismunandi eftir því hversu lengi lömbin eru alin. Lömb, sem alin eru fram eftir vetri, þrífast misjafnlega vel og hefur reynst erfítt að ná fram við- unandi vexti lamba í svartasta skammdeginu. Erlendar rann- sóknir sýna jákvæð áhrif aukinnar daglengdar á vöxt lamba án þess að það hafi afgerandi áhrif á gæði afurðanna (6). Almennt ber rann- sóknum saman um að aukin lýs- ing auki át og örvi með því vöxt lamba, en þegar kemur að áhrifum á samsetningu skrokka eru niður- stöður misvísandi. Athugun var gerð á tilraunabú- inu Hesti í Borgarfirði veturinn 1999-2000 þar sem voru tveir hópar, annar var hafður við eðli- lega daglengd en hinn við lýsingu allan sólarhringinn. Þau lömb, sem höfðu lýsingu allan sóla- hringinn, uxu betur (8). Það kem- ur ekki alveg heim og saman við erlendar niðurstöður sem benda til að lýsing í 16 tíma á sólahring sé vaxtarhvetjandi en að lýsing í 20 tíma hafí engin áhrif á vöxt lamb- anna. Þar sem sauðfé er fóðrað eftir átlyst getur aukin daglengd haft áhrif á átmagn (2, 9). Lýsing hef- ur einnig jákvæð áhrif á vöxt þeg- ar fóður er skammtað en vöxtur- inn er töluvert meiri þegar fóðrað 1. mynd. Þungaaukning lambanna eftir Ijóslotu og kynjum. Meðalþungi lambanna á tveggja vikna fresti. eftir Sigríði Jóhannesdóttur, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri og Emmu Eyþórsdóttur, Rannsókna- stofhun land- búnaðarins er eftir átlyst (3). Áhrifín eru ekki einungis bundin við átið heldur koma einnig fram áhrif á nýtingu fóðursins sem er mun betri við aukna daglengd (16 klst. ljós: 8 klst. myrkur) (3, 6, 7). Þó svo að lýsing hafí áhrif á út- seytingu melatonins og þar með seytingu annarra hormóna þá virðast þau hormón ekki hafa bein áhrif á vöxtinn. Samt hefur lýsing þau áhrif að líffræðileg starfsemi raskast og því getur það haft trufl- andi áhrif á aðra starfsemi, eins og t.d. kynstarfsemi (4). Framkvæmd Tilraunin var framkvæmd á til- raunabúinu á Hesti í Borgarfírði veturinn 2001-2002. í tilrauninni voru 64 smálömb sem alin voru inni í 14 vikur frá byrjun nóvemb- er. Lömbin voru tekin beint af Qalli, vanin undan og alin á græn- fóðri þar til innifóðrun tók við. Þau voru öll rúin, þeim gefíð ormalyf og hrútamir geltir. Lömb- unum var síðan skipt í tvo hópa | 26 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.