Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 15
Þátttakan árið 2002 Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árlð 2002. ánum fjölgar hlutfallslega mun meira en skýrsluhöldurum. Það vekur einnig athygli, þegar þróun á milli ára er skoðuð, að hlutfalls- leg fjölgun er miklu meiri hjá vet- urgömlu ánum en hjá þeim full- orðnu. Áhrif ijárkaupabúa eru orðin sáralítil í samaburði við það sem var fyrir nokkrum árum þannig að þar er skýringa ekki að leita. Flest bendir því til að á þess- um búum hafi verið viss ijölgun á fé haustið 2001, þó að ekki sé hún mikil þar sem hún er sjö kindur hjá hverjum skýrsluhaldara að meðaltali. Fjárflestu SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN Sú jákvæða breyting heldur áfram að margar af stærstu eining- unum á meðal félaganna auka enn starfsemi sína, mælt sem fjöldi á skýrslufærðum ám. Þannig eru nú 23 skráð félög þar sem eru fleiri en 3000 skýrslufærðar ær. Sú breyting verður einnig, eins og spáð var á síðast ári, að Sf. Öx- firðinga hefur nú verið velt úr sæti sem ijárflesta félagið í landinu þar sem það hefúr verið um áratuga skeið. Það er Sf. Sveinsstaða- hrepps sem hefur yfírtekið þetta toppsæti en þar voru skýrslufærð- ar samtals 7.016 ær en Sf. Öxfírð- inga er þar skammt á eftir með 6.903 ær. í báðum þessum stóru félögum er umtalsverð tjölgun á skýrslufærðum ám frá fyrra ári. Önnur félög, sem að þessu sinni ná 3000 kinda strikinu, eru þessi: Sf. Þistill með 5.905 ær, Sf. Staf- holtstungna 5.237 ær, Sf. Kol- beinsstaðahrepps 5.059 ær, Sf. Reykhólsveitar 4.803 ær, Sf. Svínavatnshrepps 4.649 ær, Sf. Vopnfirðinga 4.544 ær, Sf. Vestur- ísfirðinga 4.391 ær, Sf. Jökull, Jökuldal, 4.069 ær, Sf. Neisti, Dalasýslu, 3.963 ær, Sf. Von, Lax- árdal, 3.839 ær, Sf. Akrahrepps 3.881 ær, Sf. Logi 3.839 ær, Sf. Staðarhrepps, Hrútafírði, 3.681 ær, Sf. Hálshrepps 3.656 ær, Sf. Skaftártungu 3.454 ær, Sf. Víðdæ- linga 3.338 ær, Sf. Sf. Fljótsdals 3.241 ær, Sf. Kirkjubólshrepps 3.184 ær, Sf. Fremri-Torfustaða- hrepps 3.145 ær, Sf. Langnesinga 3.068 ær og Sf. Ytri-Torfustað- hrepps 3.009 ær. Það hlýtur að vera jákvæð þró- un að starfið færist í stærri eining- ar. Þær eiga að hafa alla burði til að halda upp virku fagstarfi. Mörg lítil félög ná samt góðu heilli einnig að halda uppi virku og lif- andi starfí. Vanhöld á fúllorðnu ánum frá hausti til sauðburðarbyrjunar voru ívíð meiri en árið áður eða samtals 2.297 (2.036) ær sem skiptu um hérvistarstað á þessu tímaskeiði. Hjá veturgömlu ánum var tilsvar- andi fjöldi 228 (212). Það er vitað mál að þessar tölur gefa einhverja vantalningu á raunverulegum van- höldum á þessu tímabili, en eftir því sem aukið hlutfall af skýrslum er fært í Fjárvísi má samt ætla að þessar tölur verði réttari með hver- ju ári. Þessi vanhöld eru þannig greinilega rúmt prósent af ásettu fé á hverju hausti. Ær, sem hljóta þessi örlög, eru að sjálfsögðu ekki reiknaðar með þegar birtar eru töl- ur unr frjósemi og afurðir ánna. Allar slíkar tölur eru miðaðar við lifandi ær á sauðburði. Mynd 1 gefur yfírlit um hlut- fallslega þátttöku í starfseminni í einstökum sýslum. Mæling á því er gerð á sama hátt og áður, sem hlutfall fúllorðinna áa á skýrslu sem hlutfall af þeim aldursflokki í héraðinu haustið 2001 samkvæmt forðagæsluskýrslum. Eins og töl- umar að framan gefa tilefni til að álykta þá er þátttakan nokkru meiri en árið áður og mælist nú 53,9%. Það þarf tæpast að taka fram að þetta er mesta þátttaka, sem nokkru sinni hefúr verið í þessu starfi, sama hvort miðað er við beinar tölur eða hlutfallstölur. Breytingar á umfangi starfsins eru ekki umtalsverðar milli ára í ein- stökum héruðum. Eins og áður eru Norður-Þingeyingar þarna með afgerandi forystu, sem tæpast verður af þeim tekin, en hlutfallið er óbreytt frá síðasta ári, 88%. Það sem er jákvætt er að aukningin er helst þar sem starfíð var litið fyrir og ætti því að vera auðveldast að ná fram breytingum. Nú hefur orðið það mikil hlutfallsleg aukn- ing á Reykjanessvæðinu að mögu- Freyr 7/2003 - 15 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.