Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 42

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 42
ulsár á Fjöllum. Meðaltal fyrir gerð er langtum hæst í Sf. Slétt- unga, 8,42, en dilkar eru þar óhæfilega feitir þannig að hlutfall i matinu er aðeins 105. I Múlasýslum er verulegur munur á milli félaga enda einnig feikilega mikil breidd í fallþunga. í Vopnafirði eru dilkar óhæfilega feitir, þannig að hlutfall í mati þar er aðeins 95. Þess má að vísu geta að þetta mun vera eini staður á landinu þar sem mat á kjöti fer fram á köldu kjöti og hefur verið talið að það gæti komið óhagstætt út gagnvart fítumatinu. 1 sumum litlu félögunum niður á fjörðum, þar sem dilkar eru úrtökuvænir, eru þeir um leið úr hófi feitir. Sf. Tunguhrepps sker sig mjög úr öll- um félögum á svæðinu um hlutfall i matinu sem þar er 120, en dilkar þar eru talsvert léttari en í flestum öðrum sveitum á svæðinu. í Aust- ur-Skaffafellssýslu eru eins og áð- ur hefur komið fram einhverjar hagstæðustu niðurstöður úr kjöt- mati og góðar í öllum félögunum. Hagstæðasta hlutfallið er í Sf. Nesjahrepps eða 122. I Sf. Mýra- hrepps er meðaltal í vöðvamati 8,01 og í því félagi er hlutfall vöðva- og fitumats 114. Munur í kjötmati á milli sveita í Vestur-Skaftafellssýslu, sem ekki skýrist af mun í fallþunga, er eins og árið áður ekki jafn áberandi mikill og víða annars staðar á land- inu. Eins og árið áður er hagstæð- asta matið í félögum í Rangárvalla- sýslu, í Sf. Jökli og Sf. Hnífli. í Ár- nessýslu er feikilega mikill munur á milli sveita í matinu og mjög gott samræmi þar á milli ára. Hagstæð- asta hlutfallið, 122, er í Sf. Hraun- gerðishrepps og þar er meðaltal fýrir gerð 8,71. í Sf. Stokkseyrar er meðaltal fyrir gerð 9,46, sem er það hæsta í einstökum félögum á landinu, en um er að ræða ffemur fáa dilka ffá þekktum ljárræktarbú- um. Þessi lömb eru ffemur feit miðað við þunga en hlutfall samt hagstætt eða 120. MUNUR Á MILLl BÚA Þó að umtalsverðan mun megi sjá á milli einstakra fjárræktarfé- laga verður hann samt miklu meiri þegar farið er að bera saman nið- urstöður frá einstökum búum, eins og eðlilegt er. Tafla 2 sýnir þau bú í félögun- um þar sem upplýsingar koma úr kjötmati fyrir 100 dilka eða fleiri og meðaltal fyrir gerð er 8,50 eða hærra. Efsta búið í þessari töflu að þessu sinni er hjá Þóru og Sigvalda á Urriðaá í Miðfirði. Meðaltal úr mati um gerð hjá þeim er 10,42 en þessi lömb eru feikilega væn, með- alfallþungi 19 kg og lömbin full feit, en hlutfall samt 120 sem er umtalsvert betra en landsmeðaltal enda feikilega vel gert fé að finna á þessu búi, en það hefur verið að finna mjög ofarlega í sömu töflum á undanfömum árum. Tvö önnur bú ná að þessu sinni meðaltali í gerð yfir 10, en það em toppbúin frá fyrra ári, hjá Elvari Einarssyni á Syðra-Skörðugili og hjá Hjálmari og Guðlaugu á Bergsstöðum á Vatnsnesi. Á báðum þessum búum er ákaflega hagstætt hlutfall mats- þátta eða 129 og 132. Þegar hlutfallið í matinu er skoðað á þessum búum kemur í ljós að það er víða feikilega hag- stætt og langt umfram landsmeð- altal. Aðeins á einu þeirra nær hlutfallið ekki 100. Þetta er mjög sterk bending um að á þessum bú- um sé að finna vel gert fé. Þegar skoðuð eru nánar þau bú, sem hafa allra hagstæðast hlutfall í mati, koma þar langefstir Jón Gústi í Steinadal og Bragi á Hey- dalsá en hjá þeim er þetta hlutfall yfir 150. Féð í Steinadal hefur á síðustu árum mjög mótast af kyn- bótahrútum frá Braga á Heydalsá. Næst kemur bú Halldóru á Hey- dalsá og hjá Ægi í Stekkjardal, en þar er fjárskiptafé sem mun tals- vert ættað frá Heydalsá. Með sama hlutfall er einnig Gunnar á Stóru-Ökrum, en eins og fram kom í umfjöllun um afkvæma- rannsóknir í síðasta vetrarblaði Freys, 3. tbl. 2003, komu þar ffarn haustið 2002 hrútar með fádæma hagstætt fitumat. Búin, sem efst eru á lista um hagstætt hlutfall í kjötmati, eru öll landsþekkt rækt- unarbú. Auk þeirra sem að framan eru nefnd eru þama búin í Bald- ursheimi í Mývatnssveit, búin á Melum í Ámeshreppi og á Bæ í sömu sveit, Jón í Broddanesi, Smáhamrar, Ytri-Ós, Þorbergs- staðir, Akur, Búrfell í Svínavatns- hreppi, Kambur í Reykhólasveit, Hægindi, Kópareykir, Oddgeirs- hólar, Álftagerði, Skútustaðir og Torfunes. Eru þá talin þau bú sem hafa hlutfall 130 eða hærra. Meðaltöl sláturlamba undan SÆÐINGARSTÖÐVAHRÚTUNUM Þriðja taflan í greininni sýnir meðaltöl úr kjötmatinu haustið 2002 fyrir sláturlömb undan sæð- ingarstöðvahrútum. Eins og áður hefur verið bent á þá eru það margir þættir sem þama hafa áhrif á niðurstöður að þær má ekki túlka mjög sterkt umffam það sem meðaltölin segja beint. Nokkur atrið má samt benda á. Vænleiki þessara lamba er um- talsvert umfram meðaltal sem vart kemur að óvart þar sem þessi lömb eru nokkuð eldri en önnur lömb að jafhaði. Fyrir gerð skipa sér afgerandi á toppinn þeir Vinur 99-867 með 8,83 að meðaltal- i fyrir á fimmta hundrað slátur- lömb og Lóði 00-871 með 8,77 að meðaltali fyrir sín afkvæmi. Fyrir utan forystuhrútana, sem eru nokkuð sér á blaði, eru afkvæmi Dals 97-838 með hagstæðasta Frh. á bls. 48 142 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.