Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 17
1,7 lömb til nytja að hausti. Þetta
eru þau sömu héruð þar sem frjó-
semi hefur verið mest um langt
árabil þó að innbyrðist röð þeirra
sé nokkuð önnur en árið áður. Þó
að munur í frjósemi ánna á milli
héraði hafi farið verulega minnk-
andi á síðari árum er hann en tals-
verður. Þegar það munar nokkuð
yfir 0,1 lambi til nytja að hausti á
milli héraða er það mikill munur.
Það sem ef til vill vekur athygli er
að þessi munur kemur ekki hvað
síst fram í mun á höldum lamba.
Það er greinilegt þegar héraðam-
eðaltölin eru skoðuð að ekkert
samband er á milli vanhalda og
fjölda fæddra lamba. Þess vegna
sýnist full þörf að huga að því að
reyna að bæta lambahöld þar sem
vanhöld virðast orðið mest. Þetta
á ekki hvað síst við víða á Vestur-
og Suðurlandi.
Góð frjósemi er alger undir-
stöðuþáttur til að mögulegt sé að
reka arðsamt sauðfjárbú. Enginn
einn eiginleiki hefur jafn afger-
andi áhrif á hagkvæmni fram-
leiðslunnar og frjósemi ánna. Ef
til vill er full þörf á að veita þess-
um þætti enn meiri athygli en
víða hefur verið gert á síðustu ár-
um. Frjósemin mótast bæði af
fjárstofninum og meðferð hans.
Hugsanlega hefur á síðasta áratug
verið óþarflega mikið slakað á
frjóseminni sem eiginleika í rækt-
unarstarfmu og full ástæða til að
skerpa þar athyglina að nýju. Eins
og athygli hefur verið vakin á þá
virðist sem hlutfall af geldum ám
fari ef eitthvað er vaxandi og er
það þáttur sem full ástæða er til
að horfa til. Eins og vikið er að
hér að framan eru vanhöld lamba
einnig á einstaka stöðum of mikil
þó að í heildina sé ástand í þeim
efnum gott og mjög gott í saman-
burði við sauðijárrækt í mörgum
nálægum löndum. A síðustu dög-
um hef ég verið að gera upp mik-
inn fjölda af skýrslum frá vorinu
2003. Þar tel ég mig hafa séð allt-
of mörg dæmi þess að frjósemi
hjá tvævetlum er alls ekki viðun-
andi. A búum þar sem ekki eru að
fæðast að jafnaði nema um eða
innan við 1,6 lömb eftir tvævetl-
una, þar sem hefur verið góð frjó-
semi í fé, hefur eitthvað farið úr-
skeiðis. Ef munur á fjölda fæddra
lamba hjá tvævetlunum og eldri
ánum fer yfir 0,15 lömb verða
menn að huga að því hvort ein-
hverja þætti í meðferð vetur-
gömlu ánna megi ekki bæta. Slíkt
fall í frjósemi hjá þessum hópi áa
hlýtur að hafa veruleg áhrif á af-
komu fjárbúskapar á þessum bú-
um.
I töflu 1 má sjá að feikilegur
munur er á milli einstakra fjár-
ræktarfélaga í frjósemi ánna. í ör-
fáu félögum, (Sf. Hrafnagils-
hrepps, Sf. Frey og Sf. Norðfjarð-
ar), þar sem frekar fáar ær eru
skýrslufærðar, fæðast tvö Iömb
eða fleiri eftir ána sem er frábær
árangur. Enn meiri ástæða er samt
til að beina athyglinni að niður-
stöðunum í Sf. Kirkjuhvamms-
hrepps þar sem eru nær tvö þús-
und ær skýrslufærðar. Að meðal-
tali fæðast hjá þeim 1,98 lömb
vorið 2002 og þær skila að hausti
1,84 lambi að jafnaði. Fjárbú-
skapur á mörgum búum í þessu
félagi er löngur landsþekktur fyr-
ir mikla fagmennsku og ræktun
og arðbærari sauðfjárbúskap en
víðast annars staðar hér á landi.
Eins og oft áður er niðurstaða í
hinu stóra félagi í Sf. Kirkjubóls-
hreppi athyglisverð þar sem 1,91
lömb fæðast að meðaltali og 1,76
lömb koma til nytja eftir ána að
jafnaði.
Mynd 3 sýnir hlutfall marg-
lembna í einstökum sýslum vorið
2002. Að vonum speglast þessi
mynd mjög vel við mynd 2 hvað
varðar meðalfrjósemi eftir sýsl-
um. Það er ljóst að aukinni frjó-
semi hlýtur ætíð að fylgja hærra
hlutfalla af marglembum. Mjög
góð frjósemi næst tæpast án þess.
I 10 félögum eryfir 10% ánna eða
fleiri marglembdar og þau félög,
þar sem þetta hlutfall er hæst, eru
þau sömu og hér að framan eru
nefnd í sambandi við mesta með-
alfrjósemi.
Miklar afurðir
Síðustu ár hefur vænleiki dilka
verið mikill og þannig var árið
Hlutfall fleirlembna 2002
Mynd 3. Hlutfall af merglembum I fjárræktarfélögunum vorið 2002 flokkað
eftir héruöum.
Freyr 7/2003 - 17 |