Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 41

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 41
málið mest í Norður-Þingeyjar- sýslu, en meðaltal úr fitumati þar er 7,36 og hefur hækkað nokkuð frá íyrra ári, en haustið 2001 var lang hagstæðasta fitumat á dilkum þar í héraði sem nokkru sinni hef- ur verið. Hlutfall vöðva- og fjtumats Þegar horft er á hlutfallið á milli vöðva- og fitumats er það hag- stæðast í Strandasýslu þar sem það er 117, en hér að framan hef- ur verið bent á hagstætt mat dilk- anna þar með tilliti til beggja þátta. Þá kemur Borgarfjarðar- sýsla (nokkuð yfir 10% lamba eru frá Hestbúinu) og Austur-Skafta- fellssýsla þar sem þetta hlutfall er 116 í báðum sýslunum. Þegar breytingar á milli ára eru skoðað- ar þá vekur verulega athygli sam- anburður á breytingum í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum. I austursýslunni hækkar hlutfallið í matinu úr 106 í 115 og áður eru nefndar mjög jákvæðar breytingar í fitumati sem skýra þessa breyt- ingu að verulegu leyti. Um leið hrapar hlutfallið í Vestursýslunni úr 117 í 110 sem skýrist af umtals- verðri hækkun á meðaltali úr fitu- mati, sem ekki verður á nokkum hátt skýrð með fallþungabreyting- um. Þessi meðaltöl eru mynduð af upplýsingum fyrir að meginhluta sama fé bæði árin og breytingar í vænleika fjárins skýra ekki mun- inn. Þess vegna verður vart fram hjá því horft að einhverjir þættir í framkvæmd matsins í sláturhús- um á svæðinu hljóti að skýra þess- ar óeðlilega miklu breytingar á milli ára. Samanburður á kjötmatinu á milli ára bæði á Austurlandi og á Suðurlandi virðist að öllu leyti skýrast af breytingu í vænleika dilka og þátttöku í skýrsluhaldinu þannig að samræmi á þessum svæðum í matinu virðist ágætt. Eins og sjá má þá er það aðeins Kjósarsýsla, sem ekki nær hlut- fallinu 100 á milli vöðva og fitu- matsins, og er fallið stórt á því svæði en það var einna hæst þar árið áður. Þama er hins vegar meðaltalið myndað af miklu færri dilkum en alls staðar annars stað- ar á landinu. Lömbum með kjöt- matsupplýsingar fjölgar að vísu um meira en helming á milli ára vegna nýrra búa með skýrsluhald. Þessar miklu breytingar á milli ára undirstrika því fyrst og fremst þann gífúrlega mikla mun sem er á milli búa í kjötmati. MATIÐ f EINSTÖKUM FJÁRRÆKTARFÉLÖGUM Þegar mat í einstökum félögum á landinu er skoðað er margt mjög forvitnilegt sem þar má lesa. í Borgarfirði er eins og áður besta vöðvamatið í Sf. Reykholts- dals þar sem meðaltal úr vöðva- mati er 8,26 og matið hagstætt þar sem hlutfall vöðva- og fitumats er 121. Á Snæfellsnesi er hagstæð- asta matið í Sf. Miklaholtshrepps þar sem hlutfall er 116 og meðal- tal úr vöðvamati 8,05. í Sf. Búa er meðaltal úr vöðvamatinu talsvert hærra en dilkar þar eru hins vegar margir óhóflega feitir. Eins og áð- ur þá er munur í kjötmati á milli stóru félaganna í Dalasýslu frem- ur lítill. Áður hefur verið bent á mjög hagstætt fitumat í Barðastrandar- sýslu og á það sérstaklega við um félögin á starfssvæði sláturhúss- ins í Króksfjarðarnesi. I Isafjarð- arsýslum er hlutfall í kjötmatinu í öllum félögum undir landsmeðal- tali. í Sf. Von í Ámeshreppi eru glæsilegri niðurstöður úr kjötmat- inu en nokkru sinni og einhverjar þær bestu á landinu. Meðaltalið úr vöðvamati er 8,01 og fitumat mjög hagstætt þannig að hlutfall- ið verður 127 sem er það besta á öllu landinu. Ákaflega glæsilegar niðurstöður eru í flestum félögun- um í sýslunni. í Sf. Kirkjubóls- hrepps og Sf. Norðra í Brodda- neshreppi er mjög áþekkt meðal- tal úr vöðvamati og í Ámeshreppi og hlutfallið 123 og 122, en dilk- ar í þessum félögum em með þeim vænstu á landinu að meðal- tali. Þrátt fyrir það er fitumat að meðaltali talsvert hagstæðara en landsmeðaltal. 1 Vestur-Húnavatnssýslu er mat- ið á dilkunum úr Sf. Kirkju- hvammshrepps langsamlega best. Vænleiki er gríðarmikill eða 17,6 kg meðalfallþungi. Meðaltal úr vöðvamati er 8,54 og fitumati 7,32 og hlutfallið því 117. Lítill munur er á milli félaganna í Aust- ur-Húnavatnssýslu í matinu, nema hvað dilkar í Sf. Skagahrepps eru snöggtum þyngri en í hinum fé- lögunum og ineðaltöl bæði úr vöðva- og fitumati tilsvarandi hærri. í Skagafirði er ekki mikill munur á milli félaganna, en hag- stæðasta matið er í Sf. Rípur- hrepps með 8,27 í vöðvamati að meðaltali og þar er hagstæðasta hlutfall í sýslunni sem er 115. Á svæði Bsb. Eyjafjarðar eru mörg félög. Þar er langsamlega hag- stæðasta hlutfallið í Sf. Grýtu- bakkahrepps, sem kemur til vegna mjög hagstæðs fitumats, en með- altal úr því er 5,74 og hlutfall í matinu þar 122. í Suður-Þingeyjarsýslu er hlut- fallið í matinu snöggtum lakara en árið áður þegar það var sérlega glæsilegt. Talverður munur er milli sveita eins og áður. Hag- stæðasta hlutfallið er 122 sem er bæði í Sf. Ljósavatnshrepps og Sf. Mývetninga, en í síðamefnda fé- laginu er meðaltal fyrir vöðvamat það langhæsta í sýslunni eða 8,17. I Norður-Þingeyjarsýslu er hlut- fallið verulega hagstæðara í Sf. Keldhverfinga en í hinum félög- unum, þar sem það er 111, en Keldhverfingar eru á öðm slátur- hússvæði en félögin austan Jök- Freyr 7/2003 - 41 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.