Freyr - 01.09.2003, Síða 41
málið mest í Norður-Þingeyjar-
sýslu, en meðaltal úr fitumati þar
er 7,36 og hefur hækkað nokkuð
frá íyrra ári, en haustið 2001 var
lang hagstæðasta fitumat á dilkum
þar í héraði sem nokkru sinni hef-
ur verið.
Hlutfall vöðva- og fjtumats
Þegar horft er á hlutfallið á milli
vöðva- og fitumats er það hag-
stæðast í Strandasýslu þar sem
það er 117, en hér að framan hef-
ur verið bent á hagstætt mat dilk-
anna þar með tilliti til beggja
þátta. Þá kemur Borgarfjarðar-
sýsla (nokkuð yfir 10% lamba eru
frá Hestbúinu) og Austur-Skafta-
fellssýsla þar sem þetta hlutfall er
116 í báðum sýslunum. Þegar
breytingar á milli ára eru skoðað-
ar þá vekur verulega athygli sam-
anburður á breytingum í Austur-
og Vestur-Húnavatnssýslum. I
austursýslunni hækkar hlutfallið í
matinu úr 106 í 115 og áður eru
nefndar mjög jákvæðar breytingar
í fitumati sem skýra þessa breyt-
ingu að verulegu leyti. Um leið
hrapar hlutfallið í Vestursýslunni
úr 117 í 110 sem skýrist af umtals-
verðri hækkun á meðaltali úr fitu-
mati, sem ekki verður á nokkum
hátt skýrð með fallþungabreyting-
um. Þessi meðaltöl eru mynduð af
upplýsingum fyrir að meginhluta
sama fé bæði árin og breytingar í
vænleika fjárins skýra ekki mun-
inn. Þess vegna verður vart fram
hjá því horft að einhverjir þættir í
framkvæmd matsins í sláturhús-
um á svæðinu hljóti að skýra þess-
ar óeðlilega miklu breytingar á
milli ára.
Samanburður á kjötmatinu á
milli ára bæði á Austurlandi og á
Suðurlandi virðist að öllu leyti
skýrast af breytingu í vænleika
dilka og þátttöku í skýrsluhaldinu
þannig að samræmi á þessum
svæðum í matinu virðist ágætt.
Eins og sjá má þá er það aðeins
Kjósarsýsla, sem ekki nær hlut-
fallinu 100 á milli vöðva og fitu-
matsins, og er fallið stórt á því
svæði en það var einna hæst þar
árið áður. Þama er hins vegar
meðaltalið myndað af miklu færri
dilkum en alls staðar annars stað-
ar á landinu. Lömbum með kjöt-
matsupplýsingar fjölgar að vísu
um meira en helming á milli ára
vegna nýrra búa með skýrsluhald.
Þessar miklu breytingar á milli ára
undirstrika því fyrst og fremst
þann gífúrlega mikla mun sem er
á milli búa í kjötmati.
MATIÐ f EINSTÖKUM
FJÁRRÆKTARFÉLÖGUM
Þegar mat í einstökum félögum
á landinu er skoðað er margt mjög
forvitnilegt sem þar má lesa.
í Borgarfirði er eins og áður
besta vöðvamatið í Sf. Reykholts-
dals þar sem meðaltal úr vöðva-
mati er 8,26 og matið hagstætt þar
sem hlutfall vöðva- og fitumats er
121. Á Snæfellsnesi er hagstæð-
asta matið í Sf. Miklaholtshrepps
þar sem hlutfall er 116 og meðal-
tal úr vöðvamati 8,05. í Sf. Búa er
meðaltal úr vöðvamatinu talsvert
hærra en dilkar þar eru hins vegar
margir óhóflega feitir. Eins og áð-
ur þá er munur í kjötmati á milli
stóru félaganna í Dalasýslu frem-
ur lítill.
Áður hefur verið bent á mjög
hagstætt fitumat í Barðastrandar-
sýslu og á það sérstaklega við um
félögin á starfssvæði sláturhúss-
ins í Króksfjarðarnesi. I Isafjarð-
arsýslum er hlutfall í kjötmatinu í
öllum félögum undir landsmeðal-
tali. í Sf. Von í Ámeshreppi eru
glæsilegri niðurstöður úr kjötmat-
inu en nokkru sinni og einhverjar
þær bestu á landinu. Meðaltalið
úr vöðvamati er 8,01 og fitumat
mjög hagstætt þannig að hlutfall-
ið verður 127 sem er það besta á
öllu landinu. Ákaflega glæsilegar
niðurstöður eru í flestum félögun-
um í sýslunni. í Sf. Kirkjubóls-
hrepps og Sf. Norðra í Brodda-
neshreppi er mjög áþekkt meðal-
tal úr vöðvamati og í Ámeshreppi
og hlutfallið 123 og 122, en dilk-
ar í þessum félögum em með
þeim vænstu á landinu að meðal-
tali. Þrátt fyrir það er fitumat að
meðaltali talsvert hagstæðara en
landsmeðaltal.
1 Vestur-Húnavatnssýslu er mat-
ið á dilkunum úr Sf. Kirkju-
hvammshrepps langsamlega best.
Vænleiki er gríðarmikill eða 17,6
kg meðalfallþungi. Meðaltal úr
vöðvamati er 8,54 og fitumati
7,32 og hlutfallið því 117. Lítill
munur er á milli félaganna í Aust-
ur-Húnavatnssýslu í matinu, nema
hvað dilkar í Sf. Skagahrepps eru
snöggtum þyngri en í hinum fé-
lögunum og ineðaltöl bæði úr
vöðva- og fitumati tilsvarandi
hærri. í Skagafirði er ekki mikill
munur á milli félaganna, en hag-
stæðasta matið er í Sf. Rípur-
hrepps með 8,27 í vöðvamati að
meðaltali og þar er hagstæðasta
hlutfall í sýslunni sem er 115. Á
svæði Bsb. Eyjafjarðar eru mörg
félög. Þar er langsamlega hag-
stæðasta hlutfallið í Sf. Grýtu-
bakkahrepps, sem kemur til vegna
mjög hagstæðs fitumats, en með-
altal úr því er 5,74 og hlutfall í
matinu þar 122.
í Suður-Þingeyjarsýslu er hlut-
fallið í matinu snöggtum lakara en
árið áður þegar það var sérlega
glæsilegt. Talverður munur er
milli sveita eins og áður. Hag-
stæðasta hlutfallið er 122 sem er
bæði í Sf. Ljósavatnshrepps og Sf.
Mývetninga, en í síðamefnda fé-
laginu er meðaltal fyrir vöðvamat
það langhæsta í sýslunni eða 8,17.
I Norður-Þingeyjarsýslu er hlut-
fallið verulega hagstæðara í Sf.
Keldhverfinga en í hinum félög-
unum, þar sem það er 111, en
Keldhverfingar eru á öðm slátur-
hússvæði en félögin austan Jök-
Freyr 7/2003 - 41 j