Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 5
Daði stendur við töfluna þar sem má sjá skráningu yfir það hvaða ær voru sprautaðar og með hverju. Einfalt og öruggt kerfi. Ljósm. TB. þeir feðgar tveir en meðalíjöldi starfsmanna á sauðburði var þrír. Mest hafa borið um 80-100 ær á sólarhring og þannig var það nú í vor í heila þrjá daga. UM 1.700 LÖMB Á ÁRI Æmar em settar á tún og ræktað land að vori en fara síðan á íjall um 17. júní. Allt fé kemur aftur á tún um 20. október. Féð er síðan tekið inn um mánaðamótin okt.-nóv. en það getur farið eftir því hvenær rúningsmaður er á ferðinni. „Kári Þorgrímsson í Garði kemur árlega i það verk,“ segir Daði. „Eg sagði við Kára að hann hlyti að vera illa þokkaður í sínu heimahéraði fyrst hann þyrfti að sækja rúning alla leið til okkar.“ Þá svaraði Kári um hæl: „Og þá þið að þurfa að sækja rúningsmann svona langt að.“ Svo er innifóðrun á húsi allan veturinn. Sætt var 18. og 20. des. og hleypt til gemlinganna 20. des og til ánna 22. des. 93 ær voru sæddar í ár. Daði sér um féð yfir veturinn, gefur og sprautar allt féð einn síns liðs. Fósturtalningin er tækni SEM SAUÐFJÁRBÆNDUR ÞURFA AÐ TILEINKA SÉR Mikil vinna sparaðist á Lamb- eyrum um sauðburðinn með því að láta fósturtelja í vetur. „Það gekk mjög vel að venja undir. Við náðum undan öllum þrílembum, gemlingum og öllum júgurbólgu- ám og alls skipti 91 lamb um móður,“ sagði Daði. „Helsta breytingin við fósturtalninguna er sú, að það er hægt að skipuleggja hvað er vanið undir nær fyrir fram. Við fóðruðum þrílembumar sér allan tímann og tvílembdu lambgimbramar voru sérstaklega vel á sig komnar.“ I heildina séð gekk nær allt eft- ir sem norski talningarmaðurinn sagði en yfír 99% öryggi var í mælingunum. Alls tóku mælingar um 5-6 klst. en talningamaðurinn tók um 200 ær á klukkustund þeg- ar allt var komið í gang. „Þetta er tvímælalaust tækni sem við eigum að tileinka okkur og nauðsynlegt að bjóða upp á í framtíðinni fyrir alla sem þess óska, gjörbylting og sparar mannskap,“ sagði Daði. Lenging sláturtíma Lítið hefur verið um slátrun ut- an hefbundins sláturtíma en Sauðfjárræktarvefur Lambeyrabúsins - www.lambeyrar.is Það eru ekki mörg býli á ís- landi sem halda úti heima- síðu en Ásmundur hefur um nokkurt skeið haldið úti síðunni lambeyrar.is. Þar geta vefnotendur orðið sér úti um ýmsan fróðleik og fréttir af búinu. Á heimasíð- unni er t.d. veltikerfinu lýst út í hörgul en eins og segir á forsíðu þá er fjallað um sauðfjárrækt í sem víðustu samhengi. stefnt er að henni á Lambeyrum. Grunnurinn að því að geta slátrað fyrr er að koma beitarstjóm í gott horf, telur Daði, en það verður gert með girðingarkerfi sem hef- ur verið í þróun á Lambeyrum um nokkurt skeið. Meginverkefni næstu ára felast í endurræktun, beitarstjómun og kynbótum. Skýrsluhald og RÆKTUNARMARKMIÐ Skýrsluhald hefur verið á bú- inu frá 1973 með hléum. Frá ár- inu 1985 hefur verið skipulagt skýrsluhald og vorið 1992 var byrjað að nota skýrsluhaldsforrit- ið Fjárvís og hefur það verið not- að síðan. Markmiðið er að auka ræktunina mikið á komandi ár- um. Stofninn er að stærstum hluta kollóttur og byggist að mestu á Strandafé. Keypt hefur verið töluvert af hrútum í gegn- um tíðina. Árið 1997 var byrjað að sæða á hverju ári og hafa hrútakaup dregist verulega sam- an frá þeim tíma. Þeir þættir sem lögð er sérstök áhersla á í rækt- uninni eru frjósemi, mjólkur- lagni, snemmþroski, lítil fita og vel hvít ull. Texti: Tjörvi Bjarnason. Freyr 7/2003 - 5 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.