Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 2

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 2
Landbúnaður og loftslagsbreytingar Á alþjóðlegri ráðstefnu um lofts- lag á jörðinni á 21. öldinni, sem haldin var nýlega, kom fram að ætla má að meðalhiti muni hækka á öldinni um 1,4-4,8°C eftir því hvar á jörðinni er. í Finnlandi er talið að hitinn hækki um 2,4°C fram til ársins 2050 og 4,4°C fram til 2100. Að áliti Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur hækkandi hiti m.a. í för með sér: * Veðurspár verða óáreiðanlegri sem gerir bændum erfiðara fyrir við búreksturinn. * Meiri breytileiki í veðurfari veldur erfiðleikum á viðkvæm- um svæðum til búskapar. * Afbrigðilegt veðurfar verður al- gengara. * Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á viðkæmum svæð- um. * Veðurfars- og ræktunarbelti flytjast til og það mun neyða bændur til að breyta búskapar- háttum sínum. * Aflabrögð og lífbelti í hafinu munu taka miklum breytingum. * Sjúkdómar og skordýr munu dreifast á auðveldari hátt en áður og leggja undir sig svæði þar sem þau hafa ekki áður þekkst. FAO bendir á að loftslagsbreyt- ingar geti einnig haft jákvæð áhrif. Aukinn koltvísýringur í andrúms- lofti eykur vöxt jurta og auðveldar þeim upptöku vatns. Það getur aukið uppskeru í tempraða belt- inu. Þó sýna útreikningar að með einnar gráðu hækkun á hitastigi í Bandaríkjunum muni uppskera þar minnka um 17%. í 40 löndum f hitabeltinu, þar á meðal Bangla- desh, Brasiliu, Indlandi og í mörg- um löndum Afríku, mun uppskera dragast verulega saman. Jafnvel Ástralía, Belgía, Holland og Stóra-Bretland sjá fram á minni uppskeru. FAO hvetur þjóðir heims til að búa sig undir afleiðingar af lofts- lagsbreytingum. Það má t.d. gera með því að taka til ræktunar teg- undir og afbrigði nytjajurta sem þola betur þurrka og saltmengað vatn eða yfirleitt nýta vatn betur en þær tegundir sem hafa verið ræktaðar hingað til. í öðru lagi á að nýta eftir því sem unnt er upplýsingar um veðurfarsbreytingar sem eru framundan og afla má með hjálp gervitungla og varðað geta dreifingu sjúkdóma og skordýra sem og uppskeruhorf- ur. Þá ber að vinna að því að draga úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Því miður á landbúnaður nú á dögum sjálfur þátt hækkun á hitastigi jarðar. A.m.k. fjórðungur af aukningu koltvísýrings í and- rúmsloftinu stafar af eyðingu skóga á jörðinni, einkum í hita- beltinu. Því ber að leggja áher- slu á plöntun trjáa sem og hver- ja þá leið sem finna má til að binda koltvísýring í jurtum. Draga verður úr notkun brenn- anlegra jarðefna, þ.e. olíu, kola og gass, en auka notkun endur- nýjanlegra orkugjafa, þar á með- al lífrænna orkugjafa. Sýringar af köfnunarefni, sem fara út í andrúmsloftið, auka gróð- urhúsaáhrif en þá er að finna í til- búnum áburði. Draga þarf úr slíkri áburðarnotkun og nota frekar jurt- ir sem vinna sjálfar köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Metan, sem jórturdýr gefa frá sér, veldur gróðurhúsaáhrifum og bregðast þarf við því með breyttri fóðrun og kynbótum bú- fjárins. Áætla má að barrskógabeltið flytjist 400-500 km norðar á hnettinum og að lauftré leggi undir sig víðfeðm ný svæði. Jafnframt mun ásókn skordýra á skóga aukast. Þá mun skógar- brunum fjölga sem og storm- sköðum á skógi. Vöxtur skóga mun aukast, einkum á norðlæg- um slóðum. Það verður ekki auðvelt að gera varúðarráðstafanir vegna loftlagsbreytinga. Ýmislegt má þó gera með skynsamlegri stefnu- mörkun í rannsóknum í landbún- aði og orkumálum. Að því ber að stefna. (Útdráttur úr grein eftir U.B. Lindström í Landsbygdens Folk nr. 23/2003). Altalað á kaffistofunni Fjárgæsla Jóhannes Grímsson var fjár- maður á Jökuldal, var hann einn af þeini sem fór á fætur fyrir birtingu og stóð yfir fé allan daginn. Þegar klukkur fóru að koma á markaðinn vildu vinnumenn hafa þær til hliðsjónar við gegn- ingar og jafnvel láta þær vekja sig á morgnana. Þetta fannst Jóhannesi óráð mikið og sagði er talað var um þetta: „Eg hef passað öll sort fjár en aldrei látið út eftir klukku- fjölda“. Heimild: Hákon Aöal- steinsson frá Vaðbrekku. 12 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.