Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2003, Side 2

Freyr - 01.09.2003, Side 2
Landbúnaður og loftslagsbreytingar Á alþjóðlegri ráðstefnu um lofts- lag á jörðinni á 21. öldinni, sem haldin var nýlega, kom fram að ætla má að meðalhiti muni hækka á öldinni um 1,4-4,8°C eftir því hvar á jörðinni er. í Finnlandi er talið að hitinn hækki um 2,4°C fram til ársins 2050 og 4,4°C fram til 2100. Að áliti Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur hækkandi hiti m.a. í för með sér: * Veðurspár verða óáreiðanlegri sem gerir bændum erfiðara fyrir við búreksturinn. * Meiri breytileiki í veðurfari veldur erfiðleikum á viðkvæm- um svæðum til búskapar. * Afbrigðilegt veðurfar verður al- gengara. * Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar á viðkæmum svæð- um. * Veðurfars- og ræktunarbelti flytjast til og það mun neyða bændur til að breyta búskapar- háttum sínum. * Aflabrögð og lífbelti í hafinu munu taka miklum breytingum. * Sjúkdómar og skordýr munu dreifast á auðveldari hátt en áður og leggja undir sig svæði þar sem þau hafa ekki áður þekkst. FAO bendir á að loftslagsbreyt- ingar geti einnig haft jákvæð áhrif. Aukinn koltvísýringur í andrúms- lofti eykur vöxt jurta og auðveldar þeim upptöku vatns. Það getur aukið uppskeru í tempraða belt- inu. Þó sýna útreikningar að með einnar gráðu hækkun á hitastigi í Bandaríkjunum muni uppskera þar minnka um 17%. í 40 löndum f hitabeltinu, þar á meðal Bangla- desh, Brasiliu, Indlandi og í mörg- um löndum Afríku, mun uppskera dragast verulega saman. Jafnvel Ástralía, Belgía, Holland og Stóra-Bretland sjá fram á minni uppskeru. FAO hvetur þjóðir heims til að búa sig undir afleiðingar af lofts- lagsbreytingum. Það má t.d. gera með því að taka til ræktunar teg- undir og afbrigði nytjajurta sem þola betur þurrka og saltmengað vatn eða yfirleitt nýta vatn betur en þær tegundir sem hafa verið ræktaðar hingað til. í öðru lagi á að nýta eftir því sem unnt er upplýsingar um veðurfarsbreytingar sem eru framundan og afla má með hjálp gervitungla og varðað geta dreifingu sjúkdóma og skordýra sem og uppskeruhorf- ur. Þá ber að vinna að því að draga úr magni koltvísýrings í andrúmslofti. Því miður á landbúnaður nú á dögum sjálfur þátt hækkun á hitastigi jarðar. A.m.k. fjórðungur af aukningu koltvísýrings í and- rúmsloftinu stafar af eyðingu skóga á jörðinni, einkum í hita- beltinu. Því ber að leggja áher- slu á plöntun trjáa sem og hver- ja þá leið sem finna má til að binda koltvísýring í jurtum. Draga verður úr notkun brenn- anlegra jarðefna, þ.e. olíu, kola og gass, en auka notkun endur- nýjanlegra orkugjafa, þar á með- al lífrænna orkugjafa. Sýringar af köfnunarefni, sem fara út í andrúmsloftið, auka gróð- urhúsaáhrif en þá er að finna í til- búnum áburði. Draga þarf úr slíkri áburðarnotkun og nota frekar jurt- ir sem vinna sjálfar köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Metan, sem jórturdýr gefa frá sér, veldur gróðurhúsaáhrifum og bregðast þarf við því með breyttri fóðrun og kynbótum bú- fjárins. Áætla má að barrskógabeltið flytjist 400-500 km norðar á hnettinum og að lauftré leggi undir sig víðfeðm ný svæði. Jafnframt mun ásókn skordýra á skóga aukast. Þá mun skógar- brunum fjölga sem og storm- sköðum á skógi. Vöxtur skóga mun aukast, einkum á norðlæg- um slóðum. Það verður ekki auðvelt að gera varúðarráðstafanir vegna loftlagsbreytinga. Ýmislegt má þó gera með skynsamlegri stefnu- mörkun í rannsóknum í landbún- aði og orkumálum. Að því ber að stefna. (Útdráttur úr grein eftir U.B. Lindström í Landsbygdens Folk nr. 23/2003). Altalað á kaffistofunni Fjárgæsla Jóhannes Grímsson var fjár- maður á Jökuldal, var hann einn af þeini sem fór á fætur fyrir birtingu og stóð yfir fé allan daginn. Þegar klukkur fóru að koma á markaðinn vildu vinnumenn hafa þær til hliðsjónar við gegn- ingar og jafnvel láta þær vekja sig á morgnana. Þetta fannst Jóhannesi óráð mikið og sagði er talað var um þetta: „Eg hef passað öll sort fjár en aldrei látið út eftir klukku- fjölda“. Heimild: Hákon Aöal- steinsson frá Vaðbrekku. 12 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.