Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 11
Yfirlit um skýrsluhald fjár- ræktarfélaganna árið 2002 r þessari grein verður á hefð- bundinn hátt gerð grein fyrir nokkrum helstu nið- urstöðum úr skýrsluhaldi fjár- ræktarfélaganna frá árinu 2002. Það uppgjör, sem hér er fjallað um, var unnið í lok ág- úst 2003 en þá var vitað að skýrslur frá tveimur tugum búa frá haustinu 2002 voru enn ókomnar til uppgjörs. Því mið- ur er Iítill hópur skýrsluhald- ara nánast alveg úr takt við tímann með skil á skýrsluhald- inu og full ástæða til að hvetja þessa aðila til að taka til hend- inni og koma þessum málum í lag. Það er töluvert breytilegt eftir landsvæðum hvernig skilum á skýrslum er háttað. Verulegur hluti skýrsluhaldara á Vestfjörð- um og Norðurlandi hefur sent skýrslur og fengið þær uppgerðar fyrir áramót, sem hlýtur að eiga að vera eðlileg viðmiðun allra skýrsluhaldara. Aðeins þannig verður skýrsluhaldið sá þáttur í markvissu ræktunarstarfi sem því er ætlað að vera og það á að vera. Af Suðurlandi eru skýrsluskil al- mennt alltof seint á ferðinni og hefur verið svo lengi. Á allra síð- ustu árum hefur einnig verið nei- kvæð þróun að þessu ieyti í alltof mörgum sveitum á Vesturlandi. Einhverjir skýrsluhaldarar munu vera að bíða niðurstaðna í sam- bandi við slátrun fram eftir vetri og bíða því með skýrsluskil. Fyrir þau lömb, sem þá fyrst koma til slátrunar, er hins vegar eðlilegast að senda skýrslur til uppgjörs með upplýsingum um lifandi þunga þessara lamba á hefðbundnum sláturtíma en skrá síðan að þau bíði slátrunar síðar. Á þann hátt fást eðlilegastar samanburðartölur fyrir skýrsluhaldið. Skýrsluhaldið er í sókn Á allra síðustu árum hefur skýrsluhald í sauðtjárrækt verið í umtalsverðri sókn í landinu. Fleiri og fleiri tjárbændur taka þátt í þessu starfi. Slíkt er að vonum gleðilegur mælikvarði um faglega sókn greinarinnar sem henni hlýt- ur að vera lífsnauðsyn í þeim mikla andblæstri sem sauðíjárbú- skapur hér á landi hefur búið við á síðari árum í markaðsmálum. í nútíma samkeppnisþjóðfélagi á engin framleiðslugrein sér lífsvon nema saman fari faglegt starf, bæði í framleiðslu og markaðs- málum. Víkjum þá að nokkrum helstu niðurstöðum sem lesa má úr skýrslunum lfá árinu 2002. Helstu Qölda- og meðaltalstölur úr ein- stökum félögum er að finna í töflu 1, sem er með sama sniði og áður. Ur þessari og hliðstæðum töflum frá fyrri árum er mjög auðvelt að rekja þróun í sauðfjárframleiðslu í einstökum sveitum um langt ára- bil. Þar sem skýrsluhaldið stendur föstustum fótum á þetta starf sér um hálfrar alda samfellda sögu, á örfáum stöðum er það enn eldra. Víðast má sjá úr tölunum skýrar vísbendingar um mikla fram- leiðniaukningu í greininni sem að verulegum hluta verður rakin til aukinnar frjósemi ánna í áranna rás. Félögin í töflunni eru 133 eins og á síðasta ári. Þær breytingar eru að það bú, sem skilað hefur skýrslum síðustu árin undir nafni Sf. Gils, hafði ekki skilað skýrsl- um þegar uppgjör fór fram, en nýtt félag er Sf. Geithellnahrepps, en á starfssvæði þess hefur skýrsluhald verið all brotakennt um langt árabil. Eins og fram kom í umfjöllun um skýrsluhaldið á síðasta ári hafa örfá bú undanfarin tvö ár skilað skýrslum án þess að vera skráð í fjárræktarfélögum og niðurstöður þeirra koma aðeins fram í viðkomandi sýslumeðaltöl- um og landsmeðaltali og fjölda- tölum þar. Uppgjörið að þessu sinni nær til 1.093 (1.089) skýrsluhaldara. í greininni eru Qölda, og meðaltals- tölur, sem birtar eru í sviga, til- svarandi tölur fyrir skýrsluhaldið árið 2001 til samanburðar. Full- orðnu æmar í uppgjöri vom sam- tals 203.883 (198.160), en þær veturgömlu 42.538 (39.625). Samtals eru skýrslufærðar ær því 246.421 (237.785). Fjölgun á skýrslufærðum ám er 3,6% á milli ára og búin stækka því að meðal- tali eins og sjá má nteð saman- burði á tölum milli ára þar sem Freyr 7/2003 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.