Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 48

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 48
Ljóri 95-828. Hefur reynst sérstaklega sterkur í að gefa fitulítil lömb og er auk þess afbragðs ærfaðir. (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson). dætrum Hængs 98-848 er einnig góður. Spónn 98-849 bregst mjög með frjósemi dætra. Hið sama má segja um dætur Flotta 98-850, frjósemi þeirra í byrjun er ekki sem skyldi, en þetta virðast mjólkurlagnar ær. Aður er nefnt að dætur Haga 98-857 virðast tæplega nógu mjólkurlagnar. Yngst hrútamir, sem em að koma með stóra dætrahópa, eru Bessi 99-851, en dætur hans virðast bregðast með frjósemi. Dætur Hörva 99-856 virðast aftur á móti verulega álitlegar, bæði nokkuð ffjósamar og mjólkurlagnar. Frjósemi ánna vorið 2003 Til viðbótar þeim upplýsingum, sem lesa má úr töflunni, liggja Niðurstöður úr kjötmati... Frh. afbls. 42 fitumatið, en þar á eftir fylgja Áll 00-868, Sjóður 97-846, Arfi 99- 873 og Dóni 00-872. Sérstök ástæða er til að benda á niðurstöð- ur fyrir Arfa, en afkvæmi hans eru fádæma væn eða 18,1 kg að með- altali en fitumat þeirra þrátt fyrir það um meðaltal allra sláturlamba í landinu. Slakast er fitumat lamba undan Sunna 96-830, Búra 94-806 og Aski 97-835. Forvitnilegt er að skoða hlutfall- ið úr matinu hjá þessum lambahóp- um. Þar skipa sér afgerandi á topp- inn afkvæmi hrútanna sem mesta athygli vöktu í lambaskoðunum þá um haustið. Lóði 00-871 er með 125, Áll 00-868 með 123 og Vinur 99-867 með 120. Þá koma þeir Arfi 99-873, Dalur 97-838, Náli 98-870 og Sjóður 97-846 allir með 117. Eins og áður sagði eru afkvæmi forystuhrútanna með lang lægsta meðaltalið úr fitumati sem ætti að veita þeim gott forskot í útreikningi á hlutfalli en vöðvamat hjá lömbum undan þeim er það afleitt að þeir lenda langneðstir í útreikningi á hlutfalli úr matinu, enda kjötgæði þar yfirleitt mjög takmörkuð. Af öðrum stöðvarhrútum er það aðeins Kani 98-864 sem nær ekki 100 í hlutfalli, lömbin undan Teigi 96- 862 ná að vísu 100 á upphækkun. I annarri grein er fjallað um kyn- bótamat vegna kjötmatsins. Þær niðurstöður sem þar koma fram eru þær upplýsingar sem ber að hafa að leiðarljósi í ræktunarstarfinu. fyrir mjög miklar upplýsingar um ffjósemi ánna vorið 2003. Þar er fátt sem gefur breytta mynd frá fyrri niðurstöðum fýrir eldri hrút- ana. Eins og eðlilegt er þá hnignar frjósemi talsvert hjá dætrum “gömlu” hrútanna sem aðeins eiga rosknar ær. Greinilegt er um leið að talsverður munur er á milli hrútanna hversu vel dætur þeirra eldast að þessu leyti eins og vikið er að áður. Helst vekur athygli góð útkoma hjá dætrum Móra 87-947 á liðnu vori, en þær eru að jafnaði heldur yngri en aldur hans segir til um eins og margir þekkja. Hjá hrútum sem eiga dætur á góðum aldri en eru sjálfír ekki lengur í notkun er fátt sem stingur verulega í stúf við fyrri niðurstöð- ur. Dætur Mola 93-986, sem eru feikilega margar, eru heldur í slak- ari kantinum og dætur Amors 94- 814 eru ekki að sýna næga frjó- semi og það sama á við um ær undan jafnaldra hans, Pela 94-810. Fijósemi hjá dætrum Freys 98-832 virðist mjög slök og dætur Asks 97-835 koma út nokkuð undir meðaltali. Öflugir dætrahópar með ffjósemi á liðnu ári eru hins vegar undan Mjaldri 93-985, Búra 94- 806, Stubb 95-815, Ljóra 95-828, Dal 97-838 og Klæng 97-839, þannig að nokkrir séu nefndir. Af hrútum, sem nú eiga aðeins veturgamlar ær eða tvævetlur úr sæðingu, vekja helst athygli eftir- taldar niðurstöður: Dætur Stapa 98- 866 sýna feikilega mikla fijósemi og verulega góða fijósemi er að sjá hjá dætrum þeirra Bjargvættar 97- 869, Hængs 98-848, Vins 99-867, Arfa 99-873, Bola 99-874, Áls 00- 868 og Lóða 00-971. Hrútar sem aftur á móti bregðast mjög vonum með dætur sínar vorið 2003 að þessu leyti eru: Teigur 96-862, Hnokki 97-855, Fengur 97-863, Spónn 98-849 og Flotti 98-850. Dætur yngstu hrútanna sýna ffemur lítil ffávik í ffjósemi ffá meðaltali. 148 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.