Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 8
Búið að velta girðingu á hliðina og slá. Ljósm. TB. göngu notast við plaststaura þegar bæta hefur þurft inn í girðingar eða girtar hafa verið nýjar. Bændur verða Hér má sjá hvernig Daði leggur yfirkeyrslustaur niður. Ljósm: TB. AÐ GERA ÁÆTLANIR Mikil vinna og íjármunir liggja í góðum girðingum. Að endur- skipuleggja girðingarstæði á heilli bújörð er ekki áhlaupaverk og sannarlega ekki unnið á einu sumri. Gera þarf langtímaáætlun og framkvæma hana á nokkrum árum. Mikilvægt er í upphafi að bændur geri upp við sig hvemig þeir ætla að nýta landið hjá sér. A Lambeyrum er aðalmarkmiðið að fá hámarks arð af ijárstofni bús- ins. Stór þáttur í því felst í að girða landið með veltikerfimi og endurskipuleggja beitarstýringu frá gmnni. Daði fer eftir þeirri einföldu speki að allt sem hann gerir byggist á því að hann þarf að nota það sjálfur. Hann leggur ennfremur mikla áherslu á að bændur marki sér stefnu áður en þeir leggja út í ijárfestingar. Þeir þurfi að spyrja sig hvaða girðing- ar þeir fái fyrst borgaðar til baka og sníða sér stakk eftir vexti. Með betri girðingum verður jörð- in verðmætari, en menn verði að hafa leiðarvísi, útbúa túnkort og gera beitaráætlanir ef markmiðin eiga að nást. Ef bændum tekst að koma á betri beitarstjórn á jörð- um sínum hafa þeir mun betri stjórn á öllum sínum framleiðslu- þáttum og framleiðsluferli. Gott beitarskipulag gæti þannig gert það meira aðlaðandi fyrir menn að heíja búskap. Girðingarskipulag Á Lambeyrum Skipulag í kringum fjárhús Unnið hefur verið girðingar- skipulag i kringum fjárhúsin á Lambeyrum sem fellur beint að innra skipulagi húsanna. Ut frá fjárhúsunum koma 33 hólf, sem verða við hverja gjafagrind, allar jötur í sauðburðarhúsi og við hvert hólf i hlöðu. Þessi hólf verða 20 m löng en breidd flestra þeirra verður um 5 m. Göt verða söguð á íjárhúsin til þess að æmar geti gengið út og inn. Við endann á hólfunum verður 6 m breiður gangur sem liggur hringinn í kringum fjárhúsin. Hægt er að reka fé út úr öllum hólfum í gang- inn. Við fjárhúsin verða safnhólf sem féð er geymt í þegar það bíð- ur fjárrags. Ætlunin er að þessi útihólfverði girt úr fjölvíra (10-12 strengja) rafmagnsgirðingum. Skipulag girðinga á láglendi Vegur liggur um heimalandið og skiptir undirlendi í tvo hluta, skipulagið byggir á því að kindur verði aldrei reknar á veginum og verður því komið í kring með undirgöngum þar sem við á. Fjár- renna verður frá Qárhúsum að undirgöngum og meðfram vegi báðum megin eins langt og nauð- synlegt er. Rennan verður u.þ.b. 20 m breið og 5-6 km löng, hún verður einnig nýtt sem tún. Land- inu verður síðan skipt niður í beit- arhólf út frá rennunni. Með því móti getur einn maður farið með fjárhópa úr ákveðnu hólfí án þess að raska ró í öðrum hólfuin. Hólf- in verða svo mörg að ekki verður nauðsynlegt að nota sömu hólf vor og haust. Með því móti verð- ur dregið úr hættu á hníslasótt og ormasmiti. Skipulag girðinga í SUMARHÖGUM Neðstu hlutar sumarhaganna verða girtir af og skipt í 2-3 hólf. Fjalllendinu verður skipt í tvennt og á öðrum hlutanum verður ein- göngu heimafé. Þegar sá hluti er smalaður kemur féð inn í rennu sem liggur niður að þjóðveginum og í rennu meðfram veginum. Með þessu móti eiga fjórir menn að geta smalað sumarhagana með góðu móti og góð hundaeign myndi auðvelda verkið. 18 - Freyr 7/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.