Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 8

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 8
Búið að velta girðingu á hliðina og slá. Ljósm. TB. göngu notast við plaststaura þegar bæta hefur þurft inn í girðingar eða girtar hafa verið nýjar. Bændur verða Hér má sjá hvernig Daði leggur yfirkeyrslustaur niður. Ljósm: TB. AÐ GERA ÁÆTLANIR Mikil vinna og íjármunir liggja í góðum girðingum. Að endur- skipuleggja girðingarstæði á heilli bújörð er ekki áhlaupaverk og sannarlega ekki unnið á einu sumri. Gera þarf langtímaáætlun og framkvæma hana á nokkrum árum. Mikilvægt er í upphafi að bændur geri upp við sig hvemig þeir ætla að nýta landið hjá sér. A Lambeyrum er aðalmarkmiðið að fá hámarks arð af ijárstofni bús- ins. Stór þáttur í því felst í að girða landið með veltikerfimi og endurskipuleggja beitarstýringu frá gmnni. Daði fer eftir þeirri einföldu speki að allt sem hann gerir byggist á því að hann þarf að nota það sjálfur. Hann leggur ennfremur mikla áherslu á að bændur marki sér stefnu áður en þeir leggja út í ijárfestingar. Þeir þurfi að spyrja sig hvaða girðing- ar þeir fái fyrst borgaðar til baka og sníða sér stakk eftir vexti. Með betri girðingum verður jörð- in verðmætari, en menn verði að hafa leiðarvísi, útbúa túnkort og gera beitaráætlanir ef markmiðin eiga að nást. Ef bændum tekst að koma á betri beitarstjórn á jörð- um sínum hafa þeir mun betri stjórn á öllum sínum framleiðslu- þáttum og framleiðsluferli. Gott beitarskipulag gæti þannig gert það meira aðlaðandi fyrir menn að heíja búskap. Girðingarskipulag Á Lambeyrum Skipulag í kringum fjárhús Unnið hefur verið girðingar- skipulag i kringum fjárhúsin á Lambeyrum sem fellur beint að innra skipulagi húsanna. Ut frá fjárhúsunum koma 33 hólf, sem verða við hverja gjafagrind, allar jötur í sauðburðarhúsi og við hvert hólf i hlöðu. Þessi hólf verða 20 m löng en breidd flestra þeirra verður um 5 m. Göt verða söguð á íjárhúsin til þess að æmar geti gengið út og inn. Við endann á hólfunum verður 6 m breiður gangur sem liggur hringinn í kringum fjárhúsin. Hægt er að reka fé út úr öllum hólfum í gang- inn. Við fjárhúsin verða safnhólf sem féð er geymt í þegar það bíð- ur fjárrags. Ætlunin er að þessi útihólfverði girt úr fjölvíra (10-12 strengja) rafmagnsgirðingum. Skipulag girðinga á láglendi Vegur liggur um heimalandið og skiptir undirlendi í tvo hluta, skipulagið byggir á því að kindur verði aldrei reknar á veginum og verður því komið í kring með undirgöngum þar sem við á. Fjár- renna verður frá Qárhúsum að undirgöngum og meðfram vegi báðum megin eins langt og nauð- synlegt er. Rennan verður u.þ.b. 20 m breið og 5-6 km löng, hún verður einnig nýtt sem tún. Land- inu verður síðan skipt niður í beit- arhólf út frá rennunni. Með því móti getur einn maður farið með fjárhópa úr ákveðnu hólfí án þess að raska ró í öðrum hólfuin. Hólf- in verða svo mörg að ekki verður nauðsynlegt að nota sömu hólf vor og haust. Með því móti verð- ur dregið úr hættu á hníslasótt og ormasmiti. Skipulag girðinga í SUMARHÖGUM Neðstu hlutar sumarhaganna verða girtir af og skipt í 2-3 hólf. Fjalllendinu verður skipt í tvennt og á öðrum hlutanum verður ein- göngu heimafé. Þegar sá hluti er smalaður kemur féð inn í rennu sem liggur niður að þjóðveginum og í rennu meðfram veginum. Með þessu móti eiga fjórir menn að geta smalað sumarhagana með góðu móti og góð hundaeign myndi auðvelda verkið. 18 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.