Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 42
ulsár á Fjöllum. Meðaltal fyrir
gerð er langtum hæst í Sf. Slétt-
unga, 8,42, en dilkar eru þar
óhæfilega feitir þannig að hlutfall
i matinu er aðeins 105.
I Múlasýslum er verulegur
munur á milli félaga enda einnig
feikilega mikil breidd í fallþunga.
í Vopnafirði eru dilkar óhæfilega
feitir, þannig að hlutfall í mati þar
er aðeins 95. Þess má að vísu geta
að þetta mun vera eini staður á
landinu þar sem mat á kjöti fer
fram á köldu kjöti og hefur verið
talið að það gæti komið óhagstætt
út gagnvart fítumatinu. 1 sumum
litlu félögunum niður á fjörðum,
þar sem dilkar eru úrtökuvænir,
eru þeir um leið úr hófi feitir. Sf.
Tunguhrepps sker sig mjög úr öll-
um félögum á svæðinu um hlutfall
i matinu sem þar er 120, en dilkar
þar eru talsvert léttari en í flestum
öðrum sveitum á svæðinu. í Aust-
ur-Skaffafellssýslu eru eins og áð-
ur hefur komið fram einhverjar
hagstæðustu niðurstöður úr kjöt-
mati og góðar í öllum félögunum.
Hagstæðasta hlutfallið er í Sf.
Nesjahrepps eða 122. I Sf. Mýra-
hrepps er meðaltal í vöðvamati
8,01 og í því félagi er hlutfall
vöðva- og fitumats 114.
Munur í kjötmati á milli sveita í
Vestur-Skaftafellssýslu, sem ekki
skýrist af mun í fallþunga, er eins
og árið áður ekki jafn áberandi
mikill og víða annars staðar á land-
inu. Eins og árið áður er hagstæð-
asta matið í félögum í Rangárvalla-
sýslu, í Sf. Jökli og Sf. Hnífli. í Ár-
nessýslu er feikilega mikill munur
á milli sveita í matinu og mjög gott
samræmi þar á milli ára. Hagstæð-
asta hlutfallið, 122, er í Sf. Hraun-
gerðishrepps og þar er meðaltal
fýrir gerð 8,71. í Sf. Stokkseyrar er
meðaltal fyrir gerð 9,46, sem er
það hæsta í einstökum félögum á
landinu, en um er að ræða ffemur
fáa dilka ffá þekktum ljárræktarbú-
um. Þessi lömb eru ffemur feit
miðað við þunga en hlutfall samt
hagstætt eða 120.
MUNUR Á MILLl BÚA
Þó að umtalsverðan mun megi
sjá á milli einstakra fjárræktarfé-
laga verður hann samt miklu meiri
þegar farið er að bera saman nið-
urstöður frá einstökum búum, eins
og eðlilegt er.
Tafla 2 sýnir þau bú í félögun-
um þar sem upplýsingar koma úr
kjötmati fyrir 100 dilka eða fleiri
og meðaltal fyrir gerð er 8,50 eða
hærra.
Efsta búið í þessari töflu að
þessu sinni er hjá Þóru og Sigvalda
á Urriðaá í Miðfirði. Meðaltal úr
mati um gerð hjá þeim er 10,42 en
þessi lömb eru feikilega væn, með-
alfallþungi 19 kg og lömbin full
feit, en hlutfall samt 120 sem er
umtalsvert betra en landsmeðaltal
enda feikilega vel gert fé að finna á
þessu búi, en það hefur verið að
finna mjög ofarlega í sömu töflum
á undanfömum árum. Tvö önnur
bú ná að þessu sinni meðaltali í
gerð yfir 10, en það em toppbúin
frá fyrra ári, hjá Elvari Einarssyni á
Syðra-Skörðugili og hjá Hjálmari
og Guðlaugu á Bergsstöðum á
Vatnsnesi. Á báðum þessum búum
er ákaflega hagstætt hlutfall mats-
þátta eða 129 og 132.
Þegar hlutfallið í matinu er
skoðað á þessum búum kemur í
ljós að það er víða feikilega hag-
stætt og langt umfram landsmeð-
altal. Aðeins á einu þeirra nær
hlutfallið ekki 100. Þetta er mjög
sterk bending um að á þessum bú-
um sé að finna vel gert fé.
Þegar skoðuð eru nánar þau bú,
sem hafa allra hagstæðast hlutfall
í mati, koma þar langefstir Jón
Gústi í Steinadal og Bragi á Hey-
dalsá en hjá þeim er þetta hlutfall
yfir 150. Féð í Steinadal hefur á
síðustu árum mjög mótast af kyn-
bótahrútum frá Braga á Heydalsá.
Næst kemur bú Halldóru á Hey-
dalsá og hjá Ægi í Stekkjardal, en
þar er fjárskiptafé sem mun tals-
vert ættað frá Heydalsá. Með
sama hlutfall er einnig Gunnar á
Stóru-Ökrum, en eins og fram
kom í umfjöllun um afkvæma-
rannsóknir í síðasta vetrarblaði
Freys, 3. tbl. 2003, komu þar ffarn
haustið 2002 hrútar með fádæma
hagstætt fitumat. Búin, sem efst
eru á lista um hagstætt hlutfall í
kjötmati, eru öll landsþekkt rækt-
unarbú. Auk þeirra sem að framan
eru nefnd eru þama búin í Bald-
ursheimi í Mývatnssveit, búin á
Melum í Ámeshreppi og á Bæ í
sömu sveit, Jón í Broddanesi,
Smáhamrar, Ytri-Ós, Þorbergs-
staðir, Akur, Búrfell í Svínavatns-
hreppi, Kambur í Reykhólasveit,
Hægindi, Kópareykir, Oddgeirs-
hólar, Álftagerði, Skútustaðir og
Torfunes. Eru þá talin þau bú sem
hafa hlutfall 130 eða hærra.
Meðaltöl sláturlamba undan
SÆÐINGARSTÖÐVAHRÚTUNUM
Þriðja taflan í greininni sýnir
meðaltöl úr kjötmatinu haustið
2002 fyrir sláturlömb undan sæð-
ingarstöðvahrútum. Eins og áður
hefur verið bent á þá eru það
margir þættir sem þama hafa áhrif
á niðurstöður að þær má ekki
túlka mjög sterkt umffam það sem
meðaltölin segja beint.
Nokkur atrið má samt benda á.
Vænleiki þessara lamba er um-
talsvert umfram meðaltal sem vart
kemur að óvart þar sem þessi
lömb eru nokkuð eldri en önnur
lömb að jafhaði. Fyrir gerð skipa
sér afgerandi á toppinn þeir Vinur
99-867 með 8,83 að meðaltal-
i fyrir á fimmta hundrað slátur-
lömb og Lóði 00-871 með 8,77 að
meðaltali fyrir sín afkvæmi. Fyrir
utan forystuhrútana, sem eru
nokkuð sér á blaði, eru afkvæmi
Dals 97-838 með hagstæðasta
Frh. á bls. 48
142 - Freyr 7/2003