Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2003, Page 26

Freyr - 01.09.2003, Page 26
Ahrif lýslngar á þrif lamba í innifóðrun Inngangur A undanförnum árum hafa bændur verið að prófa sig áfram með framleiðslu lambakjöts utan hefðbundins sláturtíma en að vísu í smáum stíl. Þá er lömbum slátr- að upp úr miðju sumri eða seint á haustin. Slátrun utan hefðbundins sláturtíma kostar talsverða fyrir- höfn og framleiðslan verður dýr- ari, mismunandi eftir því hversu lengi lömbin eru alin. Lömb, sem alin eru fram eftir vetri, þrífast misjafnlega vel og hefur reynst erfítt að ná fram við- unandi vexti lamba í svartasta skammdeginu. Erlendar rann- sóknir sýna jákvæð áhrif aukinnar daglengdar á vöxt lamba án þess að það hafi afgerandi áhrif á gæði afurðanna (6). Almennt ber rann- sóknum saman um að aukin lýs- ing auki át og örvi með því vöxt lamba, en þegar kemur að áhrifum á samsetningu skrokka eru niður- stöður misvísandi. Athugun var gerð á tilraunabú- inu Hesti í Borgarfirði veturinn 1999-2000 þar sem voru tveir hópar, annar var hafður við eðli- lega daglengd en hinn við lýsingu allan sólarhringinn. Þau lömb, sem höfðu lýsingu allan sóla- hringinn, uxu betur (8). Það kem- ur ekki alveg heim og saman við erlendar niðurstöður sem benda til að lýsing í 16 tíma á sólahring sé vaxtarhvetjandi en að lýsing í 20 tíma hafí engin áhrif á vöxt lamb- anna. Þar sem sauðfé er fóðrað eftir átlyst getur aukin daglengd haft áhrif á átmagn (2, 9). Lýsing hef- ur einnig jákvæð áhrif á vöxt þeg- ar fóður er skammtað en vöxtur- inn er töluvert meiri þegar fóðrað 1. mynd. Þungaaukning lambanna eftir Ijóslotu og kynjum. Meðalþungi lambanna á tveggja vikna fresti. eftir Sigríði Jóhannesdóttur, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri og Emmu Eyþórsdóttur, Rannsókna- stofhun land- búnaðarins er eftir átlyst (3). Áhrifín eru ekki einungis bundin við átið heldur koma einnig fram áhrif á nýtingu fóðursins sem er mun betri við aukna daglengd (16 klst. ljós: 8 klst. myrkur) (3, 6, 7). Þó svo að lýsing hafí áhrif á út- seytingu melatonins og þar með seytingu annarra hormóna þá virðast þau hormón ekki hafa bein áhrif á vöxtinn. Samt hefur lýsing þau áhrif að líffræðileg starfsemi raskast og því getur það haft trufl- andi áhrif á aðra starfsemi, eins og t.d. kynstarfsemi (4). Framkvæmd Tilraunin var framkvæmd á til- raunabúinu á Hesti í Borgarfírði veturinn 2001-2002. í tilrauninni voru 64 smálömb sem alin voru inni í 14 vikur frá byrjun nóvemb- er. Lömbin voru tekin beint af Qalli, vanin undan og alin á græn- fóðri þar til innifóðrun tók við. Þau voru öll rúin, þeim gefíð ormalyf og hrútamir geltir. Lömb- unum var síðan skipt í tvo hópa | 26 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.