Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.2004, Side 38

Freyr - 01.02.2004, Side 38
Verðmæti sportveiða á íslandi r undanförnum árum hafa athafnir mannsins haft áhrif á möguleika til veiða. Þau áhrif hafa komið fram á Norðurlöndum. Ár hafa verið virkjaðar, uppi- stöðulón verið mynduð og ým- iss konar mengun valdið því að áður gjöful veiðivötn eru nú nokkuð víða fisklítil eða fisklaus. Súrt regn hefur valdið því að mörg vötn þarf að kalkbera ár- lega til að viðhalda sýrustigi sem fiskur getur þrifist í. Talsverður kostnaður er samfara slíkum að- gerðum og því vaknar sú spurn- ing hvert verðmæti nýtingarinnar sé. Til að fá svör við þeirri spurningu hvert sé verðmæti sportveiði á Norðurlöndunum var gerð samnorræn rannsókn sem byggðist á skoðanakönnun sem tók til alls 25.000 manns á Norðurlöndunum. íslenski hluti rannsóknarinnar tók til 2.456 ís- lendinga á aldrinum 18-69 ára sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá og þeim var sendur spurningalisli sem byggður var upp eftir formi skilyrts verð- mætamats. Hér verður í stuttu máli farið yfir helstu niðurstöður sem fram komu fyrir ísland. Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og hafa niður- stöðumar verið gefnar út í Tema- Nord (2000:604) sem er ritröð Norðurlandaráðs. ÁSTUNDUN VEIÐI Fram kom hjá þeim, sem svör- uðu könnuninni, að 31,5% ís- lendinga stunduðu stangveiði ár- ið 1999 þegar könnunin var gerð, 17,5% sögðu að einhver annar í fjölskyldunni veiddi en 51% svaraði að enginn í fjölskyldunni stundaði stangveiði. Miðað við svarhlutfall og fólksQölda á aldr- inum 18-69 ára þýðir þetta að um 55 þúsund Islendingar stunda stangveiði. Að meðaltali var veiðiástundun 7,9 dagar á ári en miðað var við að veiðidagur teldist ef veitt var a.m.k. hluta úr degi. Uppreiknað gerir þetta um 436 þúsund veiðidaga alls. Nokkuð kom á óvart að íjöldi þeirra sem stunda dorgveiði upp Tafla 1. Hlutfallsleg skipting þess kostnaðar sem íslensk- ir stangveiðimenn verja árlega, ásamt mati á heildarverð- mæti hvers þeirra samkvæmt niðurstöðum könnunarinn- ar. Skipting kostnaðar Skipting uppreiknuð (%) (milljónir kr.) Kostnaður viö ferðir í bíl 25 660 Bátar 3 79 Annar ferðakostnaður 1 26 Gisting 8 211 Veiðileyfi 43 1134 Timarit, bækur, myndbönd 2 53 Matur og drykkur* 15 396 Annað (veiðarfæri, fatnaður) 3 79 Alls 2538 * Varðandi mat og drykk var spurt um það sem menn eyddu umfram það sem þeir heföu gert ef veiði hefði ekki verið stunduð. um ís var 6 þúsund manns og ástundun þeirra um 12 þúsund veiðidagar. Af þeim sem sport- veiði stunduðu veiddu flestir í vötnum, eða 48%, 39% í ám og 13% við strendur eða í sjó. Nið- urstöður könnunarinnar voru gerðar á verðlagi ársins 1999 en hér eru tölur uppreiknaðar sam- kvæmt breytingum á byggingar- vísitölu. Að meðaltali vörðu þeir Islendingar, sem stangveiði stunduðu, 48.600 kr. til stang- veiða sem gerir alls kr. 2.638 milljónir samanlagt. I þeirri tölu er ekki talið það sem erlendir veiðimenn verja til veiða hér á landi. Hjá þeim, sem telja sig til sportveiðimanna, var ástundun 12,5% í Danmörku, 40% í Finn- landi, 50% í Noregi, 35% í Sví- þjóð og eins og fram hefur kom- ið 31,5% á íslandi. Þessar tölur eru líklega í samræmi við mögu- leika til veiða í viðkomandi löndunum en t.d. er lítið um ár og vötn í Danmörku og mögu- leikar því minni en í öðrum lönd- um. Þá getur aðgengi og verð einnig haft áhrif á það hversu al- menn ástundun stangveiða er. 134 - Freyr 1/2004 Skipting þess sem VARIÐ ER í VEIÐI I könnuninni var spurt hvernig

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.