Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2004, Síða 40

Freyr - 01.02.2004, Síða 40
Fækkum mink og ref skipu- lega. Bændur hiálpi til fkoma sauðfjárbænda hefur verið léleg síðustu ár. Þetta þarf að bæta þeim. Ein leið væri sú að ráða þá marga í launað hlutastarf við að eyða minkum og refum allt árið en báðar þessar teg- undir eru orðnar stór og vax- andi landsplága. Við gerum of lítið til að mæta óskum þeirra sem vilja stunda veiðar. Margir borgarbúar vilja veiða refi og minka en fá það í raun ekki. Stofna ætti félag sem bæri naíhið “Samtök óvina minksins og refsins”. Margir myndu ganga í slík samtök til að hjálpa bændum að eyða mink og ref. Það yrði upp- bót á móti banninu við ijúpnaveiði sem lagt hefúr verið á. I göngum og leitum sl. haust var víða ekki rjúpu að sjá. Þar sem haustsnjór var nýfallinn mátti á hinn bóginn sjá ótal spor í snjón- um. Þarna höfðu refir og jafnvel minkar verið á ferð til að veiða seinustu rjúpuna. Sl. haust mátti sjá dauðan mink liggja á veginum yfir Holtavörðu- heiði. Ekið hafði verið yfir hann. Þessi nýi stóri minkur er blandað- ur alimink sem sloppið hefur út. Hann fer upp á heiðar til rjúpna- veiða. Svo tekur hann marga mús- ina. Hann er ekki lengur eingöngu við ár og vötn yfir veturinn. Mink- urinn heldur til vetrarlangt undir sumarbústöðum sem skipta nú þúsundum. Of margir eigendur sumarbústaða segja þá sögu að enga mús sé þar að sjá lengur að vetrarlagi en ný minkaspor eru al- geng ef snjór er nýfallinn. Spor liggja undir bústaðinn eða frá honum. Nota þarf nýja tækni til að veiða ref og mink. Veiðimenn þurfa nætursjónauka og byssur með slíkum nætursjónaukum. Geta þá skotið í svarta myrkri. A boðstól- um þurfa að vera hljóðsnældur sem spila má til að kalla ref og mink í skotfæri. Fréttir berast af því víða frá veiðiám að ungir minkar fæddir sl. vor hlaupi um í hópum. A bak við hvem ungan mink hlaupandi í vetur er allur sá fjöldi laxaseiða sem minkamóðirin vei- ddi í laxánni sl. sumar og ól unga minkinn upp á. Þess vegna hleyp- ur ungi minkurinn um svona sprækur í haustmyrkrinu. Verður jafnvel fyrir bíl eins og bömin í borginni. Rottur vom víða mjög algengar hér á landi fyrir 1940. Þeim fjölg- aði svo í stríðinu 1939-1945. Þá henti herinn víða matarúrgangi sem rottur gengu í og fitnuðu af. Svo var farið að útrýma rottum með skipulögðum hætti um 1950. Eins eigum við að hafa þetta með minkinn. Hann er ekki betri en rottuplágan var hér víða fram yfir seinasta heimsstríð fyrir hálfri öld. Það má segja að minkurinn sé vatnsrotta sem leggst á veiðiár og staði þar sem silungur er í vötn- um. Rottan fer aftur á móti í allan úrgang, jafhvel í holræsum. Svo slæm er hún. Minkurinn er ekki betri og í raun vatnsrotta um allt land. Stofna þarf minkaveiðiherdeild bænda sem fari skipulega um allt landið og hreinsi upp minkaplág- una. Bændur í föstu aukastarfi færu með 3-4 minkahunda hver hópur um öll þau svæði þar sem minkur er á greni. Hefðu líka næt- ursjónauka og önnur slík tæki. Ef minkaveiðibændur eru nægi- lega margir þá fækkar minkum fljótt ef stöðugt er veitt allt árið. Þama vantar sama skipulag eins og í hemaði. Allt er kortlagt og svo er minkurinn hreinsaður upp á einu landssvæði eftir annað. Minkurinn þurrkaður út. Minkaveiðiherdeild bænda myndi gera mikið gagn og breyta miklu. Meira yrði um lax og silung í ám og vötnum en nú er. Fuglalíf hefúr í dag víða flutt sig frá ám þar sem mikið er um minkagreni en kæmi nú aftur til baka að ánni. Meira yrði einnig aftur af ijúpu við læki og ár. Refúm yrði fækkað um leið. Stjómvöld fluttu inn minkinn á sínum tíma og svo slapp hann út og fór um allt land. Varð það sem kallað er í dag minkaplága. Það er því þessara sömu stjómvalda að skipuleggja sæmilega stóra minkaveiðiherdeild bænda sem hreinsað gæti aftur upp minkinn og losaði okkur við hann. Leið- rétti þar með að hluta þau fýrri mistök sín að flytja inn og leyfa minkinn. Bæta bændum um leið að hluta tekjutap þeirra vegna sölutregðu á kindakjöti. | 36 - Freyr 1/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.