Freyr - 01.03.2004, Qupperneq 34
Alyktanir búnaðarþings
Hér á eftir fylgja ályktan-
ir búnaðarþings 2004
að undanskilinni fjár-
hagsáætlun
Allsherjamefnd
Stefnumótun í landbúnaði í
LJÓSI BREYTTRA AÐSTÆÐNA
Fyrir liggur að landbúnaðarráð-
herra mun á komandi mánuðum
beita sér fyrir umræðu og stefnu-
mótunarvinnu varðandi mögu-
leika landbúnaðar í nútíð og fram-
tíð. Búnaðarþing 2004 fagnar
þeim áformum og telur eðlilegt og
tímabært að fram fari víðtæk og
opin umræða um stöðu og mögu-
leika íslensks landbúnaðar í víð-
asta skilningi. Markmið þeirrar
umræðu er tvíþætt, annars vegar
að ræða hvemig efla megi og
styrkja þann landbúnað, sem íyrir
er í landinu, og hins vegar að leita
leiða til að skjóta fleiri stoðum
undir landbúnaðinn og búsetu á
landsbyggðinni.
Ætla má að starfíð verði um-
fangsmikið og tímafrekt og því
ljúki með ítarlegum tillögum um
hvemig framtíð landbúnaðar og
byggðar verði best tryggð.
1 ljósi fyrirsjáanlegra breytinga
á mörgum þáttum í umhverfi
landbúnaðarins virðist full þörf á
að endurmeta stöðu flestra ef ekki
allra greina landbúnaðarins og
greina jafnt styrkleika þeirra sem
veikleika í breyttu umhverfí.
Búnaðarþing leggur áherslu á að
Bændasamtök Islands og bú-
greinasamböndin verði frá upphafi
þátttakendur í starfinu og bjóði
fram til starfsins þá þekkingu, sem
fyrir liggur hjá Bændasamtökun-
um, jafnt af innlendum sem er-
lendum vettvangi landbúnaðar.
Samþykkt samhljóða
Þrífösun rafmagns
Búnaðarþing 2004 beinir því til
stjómvalda að brýnum úrbótum á
aðgengi landbúnaðarsvæða að
þriggja fasa rafmagni, i stað ein-
fasa, verði flýtt sem frekast má
vera. Verkefhið telst afar brýnt í
ljósi þróunar í tæknivæðingu og
stærð búa, auk þess sem önnur at-
vinnuuppbygging í dreifbýli kall-
ar á aðgerðir.
Skýringar: Á vordögum 2000
skipaði iðnaðarráðherra nefnd til
að gera úttekt á því hve mikið
vanti á raflagnir fyrir þriggja fasa
rafmagn í landinu. Helstu niður-
stöður í skýrslu nefndarinnar em
eftirfarandi:
1. Einfasa dreifilínur RARIK og
Orkubús Vestíjarða em í dag
um 5.000 km að lengd og þríf-
asa línur em um 2.880 km. Tal-
ið er að kostnaður við að brey-
ta núverandi einfasa kerfi að
fullu yfir í þriggja fasa kerfí
kosti um 9.600 mkr.
2. Heildarkostnaður við allar
nauðsynlegar aðgerðir, sem
leiðir af forgangsröðun sam-
kvæmt óskum sveitastjóma, er
áætlaðar að nemi samtals um
1.940 mkr. Ef haft er i huga að
þrífösun alls landsins muni
kosta um 9.620 mkr eins og
fram kemur hér að ofan er þessi
sértilgreindi kostnaður um
20% af þeirri upphæð. Ef reynt
er að meta þörfina hjá sveitar-
félögum, sem hafa ekki svarað,
hækkar þetta hlutfall upp í 22-
23%. Því er ljóst að unnt er að
forgangsraða nauðsynlegustu
aðgerðum við þrífösun miðað
við þarfir notanda.
3. Ef litið er á flokkun aðgerða
eftir forgangsröðun sveitar-
stjóma kemur í ljós að afar
brýnar aðgerðir nema um
230-250 mkr. Sjá töflu 3 hér á
eftir.
4. Brýnir forgangsflokkar eftir
röðun sveitarstjórna munu
kosta um 1.200 mkr. í ijárfest-
ingum eða um 13% heildar-
kostnaðar við þrifösun lands-
ins. Lausleg forgangsröðun
framkvæmda samkvæmt ósk-
um sveitarstjóma eftir kostnaði
leiðir í ljós að heildarfjárhæð
við þrífösun umfram þessa
upphæð skilar nánast engum
auknum ávinningi fyrir not-
endur miðað við fram komn-
ar óskir þeirra.
5. Með þvi að gera átak á 5 ára
tímabili við þrífösun dreifikerf-
is vegna þessara notenda, sem
kosta myndi um 1.200 mkr,
væri nánast unnt að fullnægja
þörf allra notenda er brýna þörf
hafa fýrir þriggja fasa rafmagn.
Vanda þeirra notenda, er utan
slíkra svæða búa og brýna þörf
hafa fyrir þriggja fasa raf-
magni, er æskilegt að leysa
tímabundið og styrkja á ein-
hvem hátt með uppsetningu á
tíðnibreytum og/eða rafhrút-
um, sem gera þeim kleift að
njóta þriggja fasa rafmagns til
jafns við aðra notendur. Þessar
aðgerðir em mun hagkvæmari
en frekari flýting á uppbygg-
ingu dreifikerfisins þegar á
heildina er litið, eins og ffam
kemur hér að aftan.
6. Ef ákveðið verður að verja sér-
stöku fjármagni til þrífösunar
á næstu ámm er lagt til að RA-
RIK verði falið að vinna áætl-
un um endurbætur dreifíkerfís-
ins fyrir þrifösun miðað við of-
angreindar niðurstöður könn-
unarnefndarinnar. Verði svo
gert er nauðsynlegt að endur-
skoða gjaldskrá fyrirtækisins
| 34 - Freyr 2/2004