Prentarinn - 01.01.1968, Page 4

Prentarinn - 01.01.1968, Page 4
Rlað Hins íslenzka prentarafélags 46. árgangur 1.—12. tölublað 1968 Ritstjórar: GuSmundur K. Eiríksson Guðjón Sveinbjörnsson Prentsmiðjan Hólar hj. Efnisyfírlít 1 skriftastóli lijá prentmeistaranum frá Mainz á 500. ártíð hans . 2 Iðnskólinn . 6 A slóðtim Vestur-Islendinga . 8 Winnipeg Icelander . 19 Ráðstefna norrænna prentarasamtaka . 20 Athugasemd við athugasemd . 25 Heidelberg . 26 I skóla hjá Intertype . 31 7. alþjóðaþing bókagerðarmanna . 34 Ilugleiðingar um starf og skipulag II. t. P. . 39 Látnir félagar kvaddir . 41 Lífeyrissjóður prentara . 44 Tvímenningskeppni í bridge . 48 Hraðskákmeistaramót H. f. P. 1967 . 48 Forsíðumynd er hin elzta sem þekkt er af Jóhanni Gutenberg. Hún mun upphaflega skorin í trétöflu. Hinn 3. febrúar s.l. mun Jóhanns Gutenbergs, er nefndur hefur verið faðir prentlistarinnar, hafa verið minnzt viða um heim, því sá dagur er talinn dánardagur hans fyrir 500 árum, þá örsnauður og sjálfsagt flestum gleymdur. Finn- bogi Guðmundsson landsbókavörður og Olaf- ur Pálmason bókavörður birtu að þessu til- efni t. d. ágætar greinar í Morgunblaðinu og Lesbók þess og má telja víst að flestir sem prentverk stunda hafi lesið. Því mun ég í þessu stutta rabbi ekki rekja þá sögu er í heimildum finnast um líf hans og starf er hann eftirlét heiminum. Saga hans eins og hún er sögð mun kunn flestum er kæra sig um að vita deili á frumheimildum um prentlistina, en svo var prentverkið nefnt í árdaga og er gert enn í dag, jafnvel þótt vafa- samt sé hvort um eiginlega list getur verið að ræða eða aöeins almennt handverk. Prentar- inn hefur oft getið helztu atriða úrævi Jóhanns Gutenbergs, en sérstaklega tel ég að Hallbjörn heitinn Halldórsson hafi gert ævi Gutenbergs góð skil í útvarpserindi, er hann flutti á Jóns- rnessu 1940 og síðan birtist sem fylgirit með Prentaranum það ár. Prentarar hafa ávallt haft dálæti á sögu þessarar persónu er svo afdrifa- rík áhrif hefur haft á líf manna á okkar jörð. Eg vil hvetja þá prentara er ekki hafa kynnt sér grein þessa að lesa hana. Það er erfitt fyrir okkur tuttugustu aldar menn að setja okkur inn í líf og lífsviðhorf lið- inna kynslóða, jafnvel þótt ekki séu 500 ár í milli. Getur þrátt fyrir það ekki verið lær- dómur fyrir okkur prentara að gera til- raun til þess að framkalla sjónarmið, at- 2 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.